Frækorn - 01.04.1909, Side 6
54
FRÆKORN
mætti fyrir dómstólinn. Sunv blöð, er
tóku minn málstað, fullyrtu, að cg hafði
í vörninni tilgreint seytján biblíugreinar,
fyrir dómstúllinn er sönnuðu, að eg hefði
rétt fyrir mér. En þrátt fyrir alt var
eg dæmdur sekur. Dómurinn ákvað, að
eg skyldi sitja einn mánuð í fangelsi í
Stokkhólnii, eftir að æfingin væri áenda.
Vegna blaðanna varð eg víða kunnur
um landið og einnig i Stokkhólmi. í
fangelsinu þektu menn mig, áður en eg
kom, og vildu gjarnan sjá þenna ’ein-
kennilega fanga. Mér var þar tekið vel
eftir íöngiim; eg fékk gott herbergi og
mér var sýnt vinsamlegt viðmót og leyft
að ganga um fangelsið, og vissu þeir
mjög vel, að það væri óhætt, og að eg
mundi ekl i flýja.
Næsta ár kom eg aftur á sama æfinga-
stað og áður. Eg. hafði yfirlýsing með
mér einnig í þetta sinn, að eg mundi
ekki æfa á laugardaginn og bjóst nú við
að fá að byrja leikinn á ný. En það
varð ekki. Yfirvöldin höfðu engan
heiður fengið í þessari viðureign. Og
sú grein í lögunum, að „ekki væri leyft
að þröngva samvizku nokkurs manns né
þröngva láta", var komin í hvers manns
munn. Eg var undir eins sendur á
sjúkrahúsið að stunda sjúka og hjálpa
læknuntim að binda urn sár og mein-
semdir.
Hér var eg, þangað til æfingin var
búin, og hafði það ágætt í alla staði.
Frá jrví eg var tuttugu og eins árs að
aldri, stundaði eg nám í hér um bil sex
ár, þrjú ár í Fridríkshöfn í Danmörku,
en hinn tímann í Stokkhólmi og við
Nyhyttan. Við Nyhyttan var eg kenn-
ari eitt ár, en þráin að ferðast um með-
al manna varð yfirsterkari og eg fór að
ferðast um sem bóksali og biblíustarfs-
maður, þangað til eg lagði leið mína
til þessa lands. Hér hef eg nú veríð
sex og hálft ár; og verið mestallan tím-
aun á ferðalagi og komið í margar sveit-
ir og á marga bæi og er víða kunnug-
ur, eins og menn hafa séð af þeim ferða-
sögum, er eg við og við hef sent „Fræ-
kornum". Starf mitt hefir verið að
selja blöð og bækur, vona eg, að aðeins
gott leiði af því.
Eg hef kunnað mjög vel við mig og
hef aðeins gott að segja af landi og
þjóð.
| Guð gefi íslandi hammgjusama daga
í bráð og lengd.
P. t. ísafirði 17. marz 1Q09.
Níels Andréssort.
Upptciknað og afmáð.
í New Orleans bjó verzlunar-
maóur; hann græddi á atvinnu
sinni og var í góðum efnum.
Hann hafði átt guðrækna móður,
sem uppfræddi hann í sannleika
guðs orða. Á fullorðinsárun-
um fór hann að heiman; lenti
hann í félagsskap ungra manna,
er sögðu, að þeir tryðu ekki á
biblíuna. Þeir voru, seni kallað
er, fríhyggjumenn. Hann félst
á skoðanir þeirra og varð smám
saman guðsafneitari. Pegar hann
varð sér sjálfum ráðandi og
eignaðist eigið heimili, þá hætti
hann að koma til kirkju og las
aldrei í biblíunni sinni.
En hann átti dálítinn dreng,
nálægt 7 ára gamlan, sem hét
Teódór. Rað var einkabarn og
yndi föður síns.
Hann segir sjálfur svo frá:
Einusinni þegar eg kom heim að
kvöldi dags, lá Teódór hálf-hátt-
aður í rúmi sínu. Konan mín
sat hjá mér í öðru herbergi.
Hún var nýbúin að segja mér
frá, að Teódór hah verið óhlýð-
inn, svo hún mátti til að refsa
honum.
Alt var kyrt og hljótt, en alt
í einu fer drengurinn að há-
gráta. Eg fór inn og spurði, hvað
gengi að honum.
»Eg vil þetta ekki, pabbi, eg
vil ekki hafa það þarna!«
»Hvað meinarðu, barniðmitt?«
»Pabbi, eg vil ekki, að englarn-
ir skrifi það inn í bók guðs alt
hið ljóta, sem eg hefi gjört í
dag, eg vil ekki, að það standi
þar; æ, eg vildi þeir gætu þurk-
að það burtu.« í örvæntingu
sinni grét hann enn beisklegar.
Hvað átti egaðgjöra? Eggat
ekki yfirget'ið elskaða barnið mitt
í þessari miklu sorg. í allri
vantrúarkenningu minni fanst
ekkert til að hugga með bless-
aðan drenginn minn. Án þess
eg vildi, varð eg að nota mér
það, sem móðir mín elskaða hafði
kent mér úr biblíunni.
»Gráttu ekki, elsku barn,« ságði
eg> ’þú getur fengið það afmáð,
ef þú vilt.« »Hvernig pabbi
minn, hvernig þá?« spurði hann
í ákafa.
»Jú, barnið mitt, krjúptu ákné
og bið þú Jesús að strjúka það
af og hann gjörir það«.
Hann lét ekki segja sér það
tvisvar. í sömu svipan fór hann
fram úr rúminu og féll á kné.
Hann var kyr urn stund, leit til
mín og hrópaði loks: »Pabbi,
eg veit ekki, hvað eg á að Segja;
pabbi, viltu ekki koma og hjalpa
mé''?‘ ;; rrj' »
Hvað átti að gjöra? Árum
saman hafði eg ekki beðið guð
með einni einustu bæn. En
órósemi og ákafi drengsins gekk
svo nærri mér, að þótt mér find-
ist eg vera karlmenni, gat eg
ekki annað en fallið á kné við
hliðina á barninu mínu sárhryggur
og bað guð að afmá synd hans.
Við stóðum upp; hann fór og
lagðist aftur útaf.
Eftir fá augnablik sagði hann:
»Pabbi, ertu viss um, að það sé
útþurkað?« Prátt fyrir vantrú
mína og óguðleika var eg neydd-
ur til að svara: »Já, drengur
minn, það er áreiðanlegt, biblí-
an segir það. Ef þú iðrasteftir