Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 1

Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 1
um aflflutningsbaim á áfengi. Afgreidd frá alþingi 1. maí 190Q. 1. gr. Engan áfengan drykk má flytja tiljíslands til annara nota en þeirra, sem getið er um 2. grein, og farið sé með eftir reglum þeim, sem settar eru í lögum þessum. En það er áfengur drykkur eftir lögum þessum, sem í er meira en 21/4°/0 af vínanda (alkóhóli) að rúmmáli. Duft, kökur og annað, er þau efni eru f, sem sundur má leysa í vökva, og í sér hafa fólgið slíkt áfengi, skal fara með sem áfengan diykk. 2. gr. Heimilt skal stjórnanda eða eiganda iðn- aðarfyrirtækis, efnarannsóknarslofu, náttúru- gripasafna eða annara þvílíkra stofnana að flytja frá útlöndum vínanda eða annað áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stöfnuninni. Svo skal og heimilt að flytja lil landsins vínanda, sem ætlaður er til eldsneytis. Lyf- sölum og héraðslæknum skal og heimilt að flytja til landsins vínanda þann og annað áfengi, sem þeim er skylt að hafa til lækn- isdóma samkvæmt hinni almennu lyfjaskrá. Enn skal smáskamtalæknum heimilt að flytja frá útlöndum smáskamtalyf með vínanda í, ef pöntun þeirra fylgja meðmæli hlutaðeig- andi lögreglustjóra og sóknarprests. Að lokum skal próföstum þjóðkirkjunnar og for- stöðumönnum annara kirkjudeilda heimilt að láta flytja frá útlöndum messuvín, nauðsyn- legt sé til altarisgöngu þó í því sé meira af vínanda en 2V*0/,,.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.