Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 6

Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 6
6 1915, er ekki skylt að flytja burtu úr laud- inu, en eigendur þeirra skulu skyldir að gefa lögreglustjóra vottorð að viðlögðum dreng- skap, um hverjar og hve tniklar birgðir þeir hafi. Slík vottorð skal síðan gefa, um hver áramót, um hverjar og hve miklar birgðir séu óeyddar, unz birgðirnar eru þrotnar. Áfengi það er hér ræðir um, má aldrei flytja burt af heimili eiganda, nema hann flytji sjálfur búferlum, eða það sé áður gert óhæft til drykkjar. 12. gr. Nú er maður grunaður um óleyfilegan að- flutning eða óleyfilega sölu eða veitingu áfeng- is, og má þá gera heimilisrannsókn hjá hon- um eftir dómsúrskurði, ef það ertaliðnauð- synlegt til þess að komast fyrir málið. Konii það í Ijós við heimilisrannsóknina, að áfengi sé í vörslum þess manns, er rann- sókn fer fram hjá, skal hann skyldur til að skýra frá því, hvernig standi á birgðunum. Oeri hann það ekki, skal bann teljast sekur um brot gegn 1. gr. 13. gr. Nú sést maður ölvaður, og skal þá heimilt að leiða hann fyrir dómara. Skal hann skyld- ur til að skýra frá, á hvern hátt hann hafi ölvaður orðið, og þá hvernig og hjá hverj- um hann hafi fengið áfengið. 14. gr. Brot gegn 1. gr. laga þessara varða í fyrsta sinn sektuni frá 200 — 1000 kr. Brot í annað sinn varðar sektum frá 500 — 2000 kr. Brjóti nokkur oftar gegn ákvæðum þess- arar greinar, varðar það sektum frá 1000 — 5000 kr. Fjárnám fyrir sekt á hendur skipstjóra má gera á skipi hans. Jafnan skal hið ólöglega aðflutta áfengi verða eign landssjóðs.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.