Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 3

Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 3
3 drykkjar, án þess þáð þó missi notagildi sitt til þess sem það er ætl'að. Því næst skal umsjónarmaður m< rkja áfengið með embættisinnsigli sínu og segja eiganda til. Eigandi skal þá heimilt að vitja þess, en gjalda skal hann þá um leið kostnað þann, er af blönduninni hefir leitt. Nú líða svo 12 mánuðir frá tilkynningu umsjónarmanns áfengiskaupa um aðflutning áfengis, að sá hirðir ekki áfengið, er pant- að hefir, né lýsir heldur yfir þeirri ósk, að áfengið sé á hans kostnað endursent seljanda, og ei þá áfengið með umbúðum eign lands- sjóðs. Allan ógreiddan kostnað, er leitt hefir af aðflutningnum, má þá taka lögtaki hjá þeim, er áfengið hefir pantað, satnkvæmt lögum 16. desember 1885. Umsjónarmaður ber enga ábyrgð á greiðslu andvirðis fyrir það áfengi sem aðflutt er. 5. gr. Skylt er hverjum skipstjóra, er frá útlönd- um kemur, að tilkynna lögreglustjóra um leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort hann hafi nokkurt áfengi til flutnings fyrir aðra menn, og þá hve mikið. Hann skal og skýra frá, hvort og hve mikið áfengi hann hafi meðferðis sem skipsforða, en óheimilt skal honum, meðan hann er í höfnum inni eða í landhelgi við Island, að veita eða selja eða á annan hátt láta af hendi eða leyfa öðrum skipverjum að láta af hendi nokkuð af því áfengi, er til skipsforða er ætlað, til annarra manna en þeirra, sem eru lögskráðir skip- verjar. Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef hann brýtur það, er nú var mælt. Nú hefir skipstjóri meðferðis áfengi, frá útlöndum, sem ekki er ætlað til skipsforða og ekki á að fara til umsjónarmanns áfeng- iskaupa, og skal lögreglustjóri þá á hinni fyrstu höfn, er skipið kemur til, setja em- bættisinnsigli sitt á hin aðfluttu áfengisílát og ábyrgist skipstjóri, að innsiglin séu ekki brotin eða úr ílátunum tekið fyr en skipið er farið alfarið burt frá landinu, enda gangi lögreglustjóri úr skugga um það, áður en

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.