Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 4

Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 4
4 skip lætur úr síðustu höfn, en innsigli séu heil og ekkert hafi verið tekið úr ílátunnm. 6. gr. Nú strandar skip hér við Iand og hefir meðferðis áfengi til umsjónarmanns áfengis- kaupa eða frá honum, og skal hreppstjóri í forföllum lögreglustjóra þá þegar taka áfeng- isílátin til varðveizlu og gæta þess, að ekki sé í þau farið. Hann skýrir þegar í stað lögreglustjóra frá, en lögreglustjóri setur em- bættisinnsigli sitt fyrir ílátin og kemur þeim til geymslu á óhultum stað. Afengi þetta má lögreglustjóri ekki selja eða á annan hátt láta af hendi til annarra manna, en skýra skal hann með fyrstu ferð réttum eiganda frá björgun áfengisins. Kjósi hann innan 12 mánaða að það sé sent á sinn kostnað, skal það gert; ella sé það eign landssjóðs. Sé um skipsforða að ræða, fer um með- ferð áfengisir.s og tilkynning til skipseiganda svo sem fyrir er mælt í grein þessari hér að framan, nema það hafi verið gert óhæft til drykkjar undir umsjón lögreglustjóra, eða eigandi hafi látið flytja það úr landi innan 12 mánaða. Nú er ókunnugt um eiganda strandgóss og skal þá áfengið eign landssjóðs, ef eig- andi hefir ekki sagt til sín áður en hinn lög- skipaði auglýsingafrestur er útrunninn. 7. gr. Engan áfengan drykk má flytja um land- ið annan en þann, sem annaðhvort er merkt- ur embættisinnsigli umsjónarmanns áfengis- kaupa, svo sem fyrir er mælt í 4. grein laga þessara, eða þá þann drykk, sem um getur í 6. og 11. grein og farið er með eftir fyr- irinælum þeirra greina, nema læknislyf sé úr lyíjabúð eða frá lækni. 8. gr. Ölium, sem samkvæmt lögum þessum hafa heimild til innflutnings á áfengi, er óheimilt að veita það, gefa, selja eða láta af hendi til annara manna, nema það sé áður gert óhæft til drykkjar.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.