Frækorn - 07.05.1909, Page 2
2
3. gr.
Alt áfengi, sem flutt er til landsins frá út-
löndum samkvæmt Iögum þessum, skal fyrst
flytja á land í Reykjavík. Þar skal lands-
stjórnin skipa sérstakan umsjónarmann áfeng-
iskaupa, og hefir hann á höndum umsjón
og eftirlit með áfengiskaupum, svo sem nán-
ar er fyrir mælt í lögum þessum.
Umsjónarrnaður hefir að launum 600 kr.
á ári, er greiðast úr landssjóði. Svo fær
hann og borgun fyrir húsrúm undir áfeng-
isbirgð.ir, vinnulaun handa verkamönnum til
aðstoðar og burðargjald bréfa. Ennfremur
fær hann endurgjald fyrir efni þau, er með
þarf til þess að gera áfengi óhæft til drykkjar.
4. gr.
Nú hefir maður heimild til áfengisflutn-
ing frá útlöndum eftir lögum þessum, og
vill hann neyta þessarar heimildar sinnar, og
skal hann þá í tæka tíð segja umsjónarmanni
áfengiskaupa til um það, hvers konar áfengi
og hve mikið hann vill fá og frá hverju
verzlunarhúsi, svo og með hverri ferð frá
útlöndum. Hann skal og skýra honum frá
um leið, til hvers hann ætli að nota áfeng-
Íð. Svo skal og fylgja beiðninni borgun
fyrir flutning til Reykjavíkur og uppskipun
þar. Umsjónarmaður sendir þá pöntunina
því verzlunarhúsi eða þeim vínsölumanni,
sem hún er stíluð til, og beiðist þess, að
áfengið sé sent til sín. Skal umsjónarmað-
ur, þegar er áfengið kemur til hans frá út-
löndum, tryggja sér með rannsókn, að á-
fengissendingin sé eigi önnur eða meiri e\
um var beðið. Nú reynist áfengið annað
eða meira en um var beðið og skal um-
sjónarmaður þá endursena sendanda það
tafarlaust, ef annað er en um var beðið, eða
það sem umfram reynist, enda er skipstjóra,
sem flutti, eða útgerðarmanni skips, skylt
að taka við því án borgutiar á farmgjaldi.
Að því búnu skal hann, eftir fyrirsögu efna
fræðings landsins, sem skyldur er að lát;
honum aðstoð sína í té, blanda það áfengi
er til iðnaðarfyrirtækja eða eldsneytis ei
ætlað, þeim efnum, er gera það óhæft til