Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 5

Frækorn - 07.05.1909, Blaðsíða 5
5 F*ó mega lyfsalar og héraðslæknar selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðli lög- gildra lækna, en þó ekki oftar en einu sinni eftir sama lyfseðli. Um sölu lyfja þeirra, er áfengi er í, setur landlæknir reglur því til tryggingar, að áfeng lyf verði eigi höfð til neyzlu, heldur eingöngu til lækninga. 9. gr. Veitingamenn og vínsölumenn, þeir sem leyfi hafa til vínsölu hér á landi, samkv. lög- um nr. 26, 11. nóv. 1899, um verzlun og veitingar áfengra drykkja, mega, eftir 1. jan. 1915, ekkert selja hér á landi af áfengis- birgðum þeim, er þeir þá hafa, gefa, veita eða láta af hendi til annarra manna. Skulu lögreglustjórar hver í sínu umdæmi þá þeg- ar skyldir til að rannsaka áfengisbirgðirnar, og innsigla þær. Áður en 12 mánuðir eru iiðnir, skulu eigendur áfengisins skyldir til að flytja birgðirnar eða láta flytja þær burt af landi, og skulu lögreglustjórar hafa ná- kvæmt eftirlit með að það sé gert. En alt það áfengi, sem þá er ekki útflutt, skal vera eign landssjóðs. Frá þeim degi, er lög jjessi verða staðfest, má ekkert leyfi til vínsölu né vínveitinga veita hér á landi, né endurnýja eldri Ieyfi. 10. gr. Um leið og ákvæði 1. greinar um bann gegn aðflutningi áfengis hingað til lands ganga í gildi, skulu lögreglustjórar rannsaka áfengisbirgðir þeirra nianna, sem vínsölu- leyfi eða vínveitingaleyfi hafa. Jafnframt skulu þeir semja nákvæma skýrslu yfir áfeng- isbirgðirnar og merkja öll áfengisílát glöggu heimildarmerki á þann hátt, er stjórnarráðið skipar fyrir um. Pessi rannsókn áfengisbirgða skal endur- tekin á 6 mánaða fresti, meðan vínsölumenn og vínveitingamenn halda söluheimild inn- anlands og skulu þá jafnframt ónýtt heim- ildarmerkin á þeim ílátum, sem tæmd eru. 11. gr. F»ær áfengisbyrgðir, sem einstakir menn kunna að hafa í vörsluin sínum 1. janúar

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.