Frækorn - 07.05.1909, Page 7
7
15. gr.
Nú sannast það á skipstjóra, að hann
skýrir lögreglustjóra rangt frá um áfengi það,
er hann hefir meðferðis, og skal hann þá
sekur um 200—1000 kr., ef ekki liggur
þyngri hegning við samkvæmt lögum og
má gera fjárnám fyrir sektunum í skipi hans.
Brot gegn þeim ákvæðum í lögum þess-
um, er óheimila að veita, gefa, selja eða á
annan hátt láta af hendi áfengi til annara
manna, varða sektum 50 — 500 kr., ef ekki.
liggur þyngri hegning við að lögum. Ef
brot er ítrekað, varðar það se'dum frá 100 —
1000 kr.
Sama .hegningin liggur og við því, ef lyf-
sali lætur áfengi af hendi án skriflegrar lækn-
isforskriftar eða oftar en einu sinni eftir sama
læknisseðli.
16. gr.
Brot gegn 7. gr. laga þessara varða sekt-
nm 50—1000 kr. og skal hið flutta áfengi
ásamt ílátum verða eign landssjóðs.
17. gr.
Nú verður læknir sannur að sök um að
hafa látið af hendi læknisseðil um áfengi í
þeim tilgangi að það verði notað öðruvísi
en sem læknislyf, og skal hann þá í fyrsta
sinn sekur um 100—1000 kr., og skal sekt-
in tvöfaldast, sé brotið endurtekið. Verði
læknir sannur að sök um slíkt oftar en tvis-
var, má svifta hann læknisleyfi um stundar-
sakir, eða að öllu, ef miklar sakir eru.
18. gr.
Allar sektir eftir lögum þessum renna í
landssjóð.
19. gr.
Með brot gegn lögum þessum skal fara
sem almenn lögreglumál.
20. gr,
Sveitarstjórnum og lögreglustjórum ersér-
staklega skylt að sjá um að lögum þessum
sé hiýtt.