Frækorn - 30.06.1909, Side 2

Frækorn - 30.06.1909, Side 2
102 FRÆKORN Hrun Messína og Reggíó. Niðurl. Konungur Ítalíu og drotning hans sýndu einstakt göfuglyndi, er þau heimsóttu þessa óhappastaði. Konungurinn braust þangað, sem bærinn var verst útleikinn, og rann- sakaði nákvæmlega smáatriði þessarar feikna-eyðileggingar, er hin ægilegu leikslok höfðu valdið. Með mestu lífshættu tróðst hann milli múrveggj- anna, er voru komnir að hruni til þess að athuga alt. Menn reyndu árangurslaust að fá hann ofan af því að hætta lífi sínu, og það er óhætt að segja, að nálægð hans varð furðuverk, er færðimönn- um nýtt hugrekki,er annars vilduhelst flýja, Og uppörfaði liðsmennina og aðra í starfi sínu að frelsa þá óham- ingjusömu. Drotningin vann eins ogsannur líknar-engill út á herskip- inu; þangaðvoru þeir særðuog þjáðu fluttir, eftir því sem þeim varð bjarg- að úr rústunum. Hún hafði hlý- legt hughreystingarorð til allra; sér- staklega sýndi hún óttaslegnu smæl- ingjunum, er fluttir voru út á skip- ið, móðurlega viðkvænmi, reyndi að fá þau til að vera eins og heima hjá sér og gleyma sínum, er engin von var um að sjá framar. Svo- lítil telpa sagði drotningunni frá sorg sinni; hún hafði mist brúðunasína. Drotningin reyndi að hugga hana og náði undir eins í efni og bjótil tusku-brúðu. A handlækningastof- unni hjálpaði drotningin ágætlega, þar eð hún hefir kynt sér hjúkrutiar- fræði. Pað kom fyrir einu sinni, er nota þurfti handlækning við konu, og drotningin átti að halda fætinum; það stóð lengur á því en búist \ar við; reyndi drotning að fá annan í sinn stað og hvíla sig; en þegar sárs- aukinn varð meiri, hljóðaði sjúkling- urinn, svo drotningin yfirgaf ekki verk sitt, fyr en lækningunni var af Iokið. Öðru siuni hljóp móður- sjúk kona, æðisgengin af hræðslu, í ofboði ætlaði hún að fleyja sér í sjóinn; drotning varpaði sér í veg fyrir hana. Konan var vitstola og lamdi drotningu heljarhögg á brjóst- ið, svo hreinir blóðdropar sáust á vörum hennar. Hún gaf því engan gaum, heldur hélt áfram starfi sínu að hlynna að þeim þjáðu og hugga litlu börnin foreldralausu. Jarðskjálfti er einhver átakanlegasta reynsla, er yfirfellur mannkynið; því þar birtist kraftur, verkandi á svo leyndardómsfullan hátt, að maður stendur uppi ráðalaus gagnvart valdi eyðileggingarinnar. Við þvílík tæki- færi verður hugprýði og vaskleikur þýðingarlaus; því margir hugdjarfir þrekmenn sofna síðasta blund undir rústunum áður en þeir hafa fengið tíma til að átta sig á því er skeði. Og menn liggja með friðarsvip í rúmum sínum; dauðinn hafði á einu augabragði sett kalda iunsiglið sitt á þá. Sumir féllu ofan af þriðja óg fjórða lofti og dóu, en öðrum lánaðist að bjarga sér úr rústunum, Það 6r alsendis ómögulegt að lýsa ástandinu. Fjöldi manna varð frávita. Stundum varð einn einasti eftir af fjölskyldunni. Alstaðar mæta manni atburðir, sem ómögulegt er að lýsa. Auðmenn og mikilsmetnir urðu í einu vetfangi öreiga betlarar, öllu sviftir. Ef rúm leyfði, mætti skýra frá mörgum atburðutn, hversu fólk frelsaðist dásamlega. Seinastadaginn, sem eg var í Messina, sá eg þrjár persónur, nefnilega tvær systur nál. 16 og 13 ára oj bróðir 11 ára dregin út úr rústununi; þar höfðu þau verið grafinn 1Q daga; þeim virtist þó líða vel. Margt óvænt kemur fyrir. Eldri stúlkan var falleg; hún var enn þá ofurlítið rjóð í kinnum. Þetta er ótrúlegt, en sjálfur, hef eg séð það og veit, að það er satt. Rau voru innibyrgð í einu herbergi niðri í rústunum. Nokkuð af herberginu féll inn og deyddi móðurina og ung- barn, svo þau urðu allan þennan langa tíma að vera saman með líkum ástvina sinna. Reim hepnaðist að finna smá-lampa og fáeinar eldspítur og gátu þessvegna fundið nokkrar fíkjur, ögn af lauk og víni. í næst- um þrjár vikur höfðu þau viðhaldið lífi sínu á þessu sparsamlega viður- væri. Fyrst höfðu þau eytt víninu og fíkjunum, ógþegar þeim varðbjargað, voru þau byrjuð á lauknum, seinustu eftirstöðunum. Drengnum hafði um síðirtekistað rífa gat og stinga höfð- intt út, svo hróp hans vöktu eftirtekt hermaniianna. Annarstaðar sá eg dyragætt,naumast svo stóra að maður kæmist þar fyrir; þar itafði stúlka verið lokuð inni 10 daga. Hún var svo máitfarin, að frelsa varð líf hennar með saltvatns-ídæling. Einsog venju- lega á sér stað, sýndi jarðskjálftinn hér töluverða dutlunga. Geðveikra- hælið eyðilagðist, en sjúklingarnir komust næstum allir af, en hérum- bil allir læknar og aðstoðarmenn dóu. Kirkja nokkur, er álitin var ekki óhult og var því lokuð, stóð nærri því óskemd, en allar aðrar kirkjur féllu í rústir. Gömul kona 106 ára fanst lifandi undir rústunum, en hún vildi ekki láta ónáða sig í hvílurúmi sínu, þar eð hún kærði sig ekki um að lifa, þegar hún hafði mist alla sér nákomna. Hermaður nokkur datt frá efsta lofti, í rúmi sínu, alveg niður í kjallara, þar lá hann framvegis alveg óskaddaður. jarðskjálftinn gjörir sér engan mannamun, heldur safnar öllum rík- um og fátækum í sínar heljargreip- ar sínar, Pessvegna er það eitt

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.