Frækorn - 30.06.1909, Side 4

Frækorn - 30.06.1909, Side 4
104 FRÆKORN Auðsuppsprottur loftsins. gildir einu, hvað það er, séhug- urinn aðeins í kyrð — þá mun einhver miðill hertaka þau und- ir þetta vald. Eg skrifa ekki hér um það, sem aðrir hafa sagt mér, heldur um það, sem eg hef reynt sjálf; eg hef sjálf verið með til að gjöra slíkt. Eg hef hjálpað fólki til að halda hugsunum sínum í kyrð, meðan hinn vondi flækti þá í neti sínu. Eg vildi gjarnan það, sem eg hef gjört, væri ógjört, en það er skeð. Nú get eg einungis reynt að frelsa aðra frá þessum voðalegu forlögum. Rað eru svo margir, sem óska eftir að sjá inn í ókomna tímann, og verða þess vegna hrifnari. Rað er nútíminn einungis, sem vér höfum með að gjöra; ef vér not- um hann rétt, mun guð hugsa fyrir ókomna tímanum. Einu sinni var eg fleiri daga undir áhrifum andanna. Eg bað um frelsi, en mig vantaði næga trú. Einn daginn datt mér í hug: Eg er eins og saltið, sem hefir mist kraft sinn, eg er til einkis nýt, eg er ekki hæf fyrir himin- inn. Og hinn vondi sagði: »heldur ekki fyrir vonda staðinn, ef þú ert altaf að biðja«. Eg þakkaði guði fyrir þessa upplýsingu. Vonin lifnaði íhjarta mínu, trúin jókst, og eg var frels uð. Nú hafði hinn vondi aftur verið sinn eiginn meinsmaður. Satan er sigraður óvinur; mér virðist, að Kristur láti hann stund- um sjálfan eyðileggja áform sín. Eg hef haft langa og bitra reynslu undir ákrifum þessa valds. Rað er fyrst í seinni tíð, að eg fyrir kraft Krists hef sigrað þetta illa vald. Eg vegsama guð og held mér til Kiists. E. S. Afarmerk uppfundning er það, sem norskur maður að nafni Birkeland hefir gert fyrir nokkru. Hún er fólgin í því að nota rafmagn til þess að framleiðaog safna köfnunarefni úr loftinu. Slík framleiðsla kemur aðallega að gagni í þeim löndum, þar sem fossareru margirog miklir. Pann- ig geti svo farið, að uppfundn- ing þessi eigi fyrir sér að kom- ast til mikilla nota á íslandi, enda hefir þegar eitthvað verið hugsað um slíkt með hliðsjón af fossunum i Soginu og á fleiri stöðum hér á landi. Ef slíkt yrði gjört, þyrfti sjálf- sagt til þess afarmikið fé. I Noregi hefir mjög stórverk- smiðja verið sett á stofn við fossinn Rjúkan til þess að fram- leiða þetta efni á framangreindan hátt. Um 50 millíónir króna(eða70 míll. franka) er stofnféð þar, mestalt frakkneskt. »Frækorn« flytja hér 2 mynd- ir frá verksmiðjunni við Rjúkan. Efst sést inn í verksmiðjuna, neðst sést, hvernig hún liggur við fossinn. Neðst til vinstri sést rafmagnsloginn, sem skilurköfn- unarefnið frá loftinu. Loks ofar- lega til hægri Birkeland sjálfur og neðar samverkamaður hans Eyde, aðalíramkvæmdarstjóri.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar: 14. tölublað (30.06.1909)
https://timarit.is/issue/167983

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

14. tölublað (30.06.1909)

Handlinger: