Frækorn - 30.06.1909, Qupperneq 5

Frækorn - 30.06.1909, Qupperneq 5
FRÆKORN 105 Á sjávarbotní. Menn tala oft um auðæfi þau, sem iiggja á sjávarbotni, og eru meir og meir farnir að hugsa umaðbjarga þeim. Rannigliafa nýlega verið fiskaðir upp margir verðmætir hlutir, frá sænsku og dönsku herskipunum, er voru skotin í kaf fyrir utan Kalmar. Með leyfi sænsku stjórnarinnar, hefir verkfræðingur einn náð heil- um skipsfarmi af kínversku postu- líni, upp frá skerjagarði Oauta- borgar, er þar hefir legið í heila öld. Á vesturströnd Jótlands eru fiskimenn, sem kaupa skipsflök fyrir 150—200 kr. stykkið ogná svo upp mörg þiisund króna virði. Hér sýnum vér mynd af skipi, sem er útbúið einungis til slíkra starfa, og sérstaklega áað nota við skipsflak, seni liggur fyrir mynni Zuidervatnsins og haldið er að geymi 18 milj. kr. virði af gulli. Eins og sjá má, liggur löng pípa frá skipinu nið- ur á hafsbotn, og við hlið henn- ar liggur önnur minni, sem er notuð fyrir sanddælu. Ætlast er til, að mennirnir séu inni í píp- unni, svo þeir þurfi ekki að brúka kafaraföt; þaðan eiga þeir að stjórna neti, er tekur upp hluti þá, sem sanddælan hefir gjört sjáanlega. Skrifstofa Júlíu. »ísafold« fagnar yfir því, að Stead, énski blaðamaðurinn, sem reit Bréf Júlíu, er nú farinn að stjórna skrifstofu fyrir almenn- ing, sem andi Júlíu heimtaði að liann gerði. Stead segir sjálfur, íð miðlaþjónusta sú, sem yrði óhjákvæmileg við slíka skrifstofu, yrði mjög hættuleg fyrir líf og heilsu miðilsins eða miðlanna, og því hafi dregist að setja skrif- »tofuna upp; en það er eftir þessu orðið honum sama, hvort liann og aðrir drepi sig á því eða ekki. Sjálfsmorð er líka samkvæmt kenningu sumraanda- trúarmanna lofsvert verk. Og nógu margir eru orðnir vitskertir á andatrúnni. — Ekki hefir verið alveg laust við þau »fyrirbrigði« hér á landi heldur. Rað er vindur í segl andatrú- armanna, að jafn kunnur maður og hr. Stead skyldi vera orðinn svona auðsveipur þjónn andanna. En ekki þarf nokkur, sem trúir ritningunni, að kippa sér upp við slíkt. Guðs heilagi andi segir fortakslaust, að á síðustu t mum muni sunúr ganga af trúnni, testa trú til villuanda og djöflalærdóma. 1. Tim. 4, 1. „Nýja biblían". Framhald ritgjörðar þessarar kemur í næsta blaði.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.