Frækorn - 01.03.1910, Side 2
26
F R Æ K O R N
Sérðu ekki, að trúrækni manna
er að aukast?
Við öllum þessum spurning-
um verð eg að segja nei. Ekki
sé eg þessar framfarir.
Hvað segir heilög ritning:
»Það skaltu vita, að á síðustu
dögum munu verða hættulegar
tíðir; því þá munu menn verða
sérgóðir, fégjarnir, raupsamir,
þóttafullir, guðlastarar, foreldr-
um óhlj7ðnir, vanþakklátir, van-
helgir, kærleikslausir, óhaldin-
orðir, bakmálugir, bindindis-
lausir, grimmir, hatandi dygðir,
svikarar, framhleypnir, hroka-
fullir, elskandi meira munaðar-
lífið en guð, hafandi á sér yíir-
skin guðhræðslunnar, en afneita
hennar krafti. Forðastu því-
Iíka!« (2 Tím. 3, 1—5).
En heimurinn mun verða betri.
Því að »dagur drottins mun
koma sem þjófur á nóttur; þá
munu himnarnir með miklum
gný líða undir lok, frumefnin af
eldi sundurleysast og jörðin og
þau verk, sem á henni eru, upp-
brenna. . . . En eftir hans fyrir-
heiti væntum vér nýs himins og
nýrrar jarðar, þar sem réttlætið
mun búa«. (2 Pét. 3, 10. 13).
Vér höfum lýsing í drottins
orði á heiminum eins og hann
verður:
»Eg sá nýjan himin og nýja
jörð, því sá fyrri himinn og sú
fyrri jörð var horfin, og sjórinn
var ekki framar til. Eg sá borg-
ina helgu, þá nýju Jerúsalem,
stíga niður af himni frá guði,
búna sem brúði, er skartar fyrir
manni sínum.
»Eg heyrði mikla rödd af
himni, segjandi:
»Sjá, tjaldbúð guðs er meðal
mannanna; hjá þeim mun hann
bústað hafa, og þeir skulu vera
hans fólk, og guð sjálfur mun
vera hjá þeim og vera þeirra
guð. Hann mun þerra hvert tár
af þeirra augum og dauðinn mun
ekki framar til vera; hvorki
harmur né vein mun framan til
vera, því það fyrra er farið«.
»Sá, sem í hásætinu sat, sagði:
Sjá, eg gjöri alt nýtt; hann sagði
við mig: Skrifaðu, að þessi orð
eru trúanleg og sönn«. (Op. 21,
1-5).
Sú kemur tíð.
Sú kemur tið, — þú trúa mátt,
ei tælir drottins orð —
að alt, sem rís i heimi hátt,
mun hrynja skjótt að storð,
hin mikla höll, hin háu fjöll —
og heimsins spiltu börnin öll.
Að alt sé hér í veröld valt,
það vitnar reynsla löng;
en bókin hans, sem bezt veit alt,
nú boðar mikla þröng.
Sú nálgast tíð, nú nálgast stríð
og neyð fyrir’ blindan heimsins lýð.
En flestir lítinn gefa gaum,
þótt guðs orð heyri nú;
þeir hugsa mest um holdsins glaum,
en hafna dygð og trú.
Nú hæðir öld með hjörtu köld,
er herrann boðar synda gjöld.
Menn hugsa, öllu óhætt só
og engin hætta’ á ferð;
þó eyða þjóðir ærnu fé
í eyðslutóla gerð,
og eykur hver sinn ógna her,
því engin traust til hinna ber.
Er slíkt að boða foldu frið,
sem flestir tala um ?
Og hreyfa þó ei legg nó iið
að líkna Armenum ;
en sitja hjá og sjá þar á,
er soldán kvika grefur þá.
Nei, þetta eru tímans teikn,
sem taka mætti á,
og boða þjóðum firn og feikn,
því forn mun rætast spá
um eymdar hag, um drottins dag
og dómsins þunga reiðarslag.
Sjá ótal herskip eimknúin,
sem eru nú til taks
og voðatólum vígbúin
hins vonda bíða dags.
Mörg höfuð bleik í hildar leik
þá hniga munu’ á flæðar eyk.
En enn þá meira undra fár
menn yfir dynja þá,
til dóms er kemur dýrðarhár
vor drottinn himnum frá.
Hver fær því lýst? Það fæ eg sízt;
en feiknadagur er það víst.
1 fornri ritning finst um það,
er Faraó þjáði lýð,
en lýður drottins lausnar bað,
og lausnin fékst um síð. —
Mörg plága hörð þá píndi jörð,.
er sótti drottinn sína hjörð.
En miklu meiri þrautir þó
á þeirri verða tíð,
þá herrann lætur hauður, sjó
og himinn tyfta lýð.
Guðs reiði ker, sem ritað er,
þá réttist, veröld spilta, þér.
Þá æðir sjórinn upp á strönd
og ólgar yfir frón.
Þá öll á þræði leika lönd;
hver lýsir þeirri sjón,
er ægir rís og eldi gýs?
Þar enginn nærri dvelja kýs.
Því kraftar himna hrærast þá
í heiftar þungum móð,
og fjöllin hrynja foldu á,
hún funar öll af glóð.