Frækorn - 01.03.1910, Side 4

Frækorn - 01.03.1910, Side 4
28 F R Æ K O R N Konow. við kristindóminn ltemur til leiðar, er enganveginn lítil: Samkvæmt henni er engin »upprisa holdsins«, engin frið- þæging (sbr. orð E. Hjörleifs- sonar í »Sambandi við framliðna menn«, bls. 13: »Lausnargjald fær hann | maðurinn| ekkert frá afleiðingum ávirðinga sinna«. Samkvæmt andatrúnni eiga all- ar kirkjur að breytast í andaklefa og allir prestar í »miðla«. .Iá, — h'vað segja menn? Hvað hugsa menn? Hverju trúa menn? Stjórnarskifti í Noregi. Við síðustu kosningar til Stór- þingsins i Noregi síðasta haust varð stjórnin, sem þá var, í minnihluta. I þeirri stjórn var Gunnar Knudsen yfirráðgjafi. Meirihluta-flokkurinn nýi fór fram á, að Michelsen yrði for- sætisráðherra, en Michelsen er sá, sem »stóð við slýrið« í að- skilnaðarrimmunni við Svía. — Hann vildi samt ekki gerast stofnandi nýs ráðaneytis, barvið heilsuleysi. — Þá var Wollert Konow stórþingsforseti fenginn til að mynda ráðaneyti, og tók hann það að sér. Georg Grikkjakonungur er, eins og' menn vita, bróðir konungs vors, Friðriks áttunda, enda er bann svo sviplíkur hon- um, að allir, sem hafa séð Frið- rik, munu þekkja Georg. Hvernig stóð á þvi, að Georg varð konungur Grikkja? Georg Danaprins heimsótti árið 1861—62 ásamt föður sínum England, en Alexandra, dóttir Kristjáns konungs var þá orðin gift Játvarði (sem nú er Eng- landskonungur). Nýskeð hafði þá verið mildar óspektir á Grikk- landi og Grikkir höfðu jafnvel rekið konung sinn, Otto, í burtu, og sneru sér til Englands með bón um að fá Albert prins fyrir konung. Þetta vildu Englend- ingar ekki, en bentu Grikkjum á Georg Danaprins. Stórveldin Georg Grikkjakon ungur. í Evrópu höfðu ekkert á móti þessu, og 30. marz 1863 kaus þing Grikkja Georg i einu hljóði fyrir konung. Hann var þá 17 ára gamall. Georg Grikkjakonungur hefir ekki átt sjö dagana sæla á þess- um 47 árum. Oft hefir borið á innanlandsófriði, og ráðaneyti heíir hann æði oft orðið að skifta um. Og nú sem stendur á hann mjög svo erfiða aðstöðu. Hvað eftir annað hefir sú fregn gengið síðan í sumar, að hann múndi segja frá sér konungdóminum, en þó hefir það ekki orðið. Nýi yfirráðherrann, sem nú ertekinn við á Grikklandi, er konungi vinveittur. Georg konungur er giftur stór- furstadóttur ölga Konstantinovna (frá Rússlandi). Þau eiga sjö börn. Framhald af greininni »Biblí- an nýja« kemur í næsta tölubl.

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.