Frækorn - 01.03.1910, Qupperneq 7
F R Æ K 0 R N
31
Þetta er mynd,
sem gerð var af
Halley’s hala-
stjörnu árið 1759,
og vakti hún þá
mikinn ótta hér á
jörðunni.
Halley’s halastjarna.
Mikið er um hana talað og
mikla eftirtekt vekur hún vafa-
laust nú í vor, í apríl og maí
mánuði.
Mynctin, sem hér er sjmd, er
ittir franska stjörnufræðinginn
(.amille I'lammarion, og sýnir
hrautir jarðarinnar og Halleys
halastjörnunnar. Punktalínan
sýmr brautjarðarinnar, en hvíta
linan braut halastjörnunnar, 20.
april er halastjarnan næst jörðu,
18. maí strýkst halinn rétt hjá
okkur og 30. inaí hverfur hún
sýnuin. Umferðartími Halley’s
halastjörnu um sól er 75—76 ár.
Stjarnan hefir fengið nafn eft-
ir enskum stjörnufræðing, Halley,
f. 1656, d. 1742. Halastjarna
þessi er hin fyrsta, sem menn
lærðu að reikna umferðartíma
fyrir. Halley fann hann út og
»spáði« því, að hún mundi verða
sýnileg 1758 eða 1759, sem stóð
heima (hún varð sýnileg í apríl
1759).
Frakkneskur stærðfræðingur,
Clairaut, sagði fyrir því, að að-
dráttarafl Júpíters og Saturns
mundi verða til þess að seinka
komu halastjörnunnar 618 daga
þetta sinn, með því að hún kom
þá í nálægð þessara himinhnatta.
Aðdráttaraflið frá Saturn mundi
seinka liana 100 daga, en frá
Júpiter 518, og að stjarnan ekki
mundi verða sjáanleg fyr en í
apríl 1759. Þetta stóð líka heima.
Annars var halastjarna þessi,
sem kend er við Ilalley, sýnileg
mörgum öldum áður en hann
fæddist.
Halastjarnan sást ár 12 f. Kr.
og eftir Kr. árin 66, 141, 451,
684, 760, 989, 1066, 1152, 1301,
1378 og 1456.
Stjörnufræðingarnir hafa fund-
ið út, að braut halastjörnunnar
er langur sporbaugur, sem er
svo mikið lengri en hann er
breiður, að halastjarnan tekur
á móti 3600 sinnum meira ljósi
og hita, þegar hún er næst sólu,
heldur en þegar hún er fjærst
henni.
Innlendar fréttir.
y>Prentarinn«
nefnist nýtt blað, sem Hið ís-
lenzka prentarafélag er farið að
gefa út. Blaðið á eingöngu að
ræða um prentlist og félagsmái
prentara.
Blaðið er fagurt ásýndum, frá-
gangurinn vandaður, þó æski-