Frækorn - 01.03.1910, Blaðsíða 8
.‘52
F R Æ IC O R N
legt væri, að pappírinn — sem
reyndar er dágóður — lieíði ver-
ið dálítið hetri. Prentunarverkið
liefði þá betur notið sín. Rit-
nefnd sér um efni blaðsins. í
henni eru: Ágúst Jósefsson, h]in-
ar Hermannsson, Hallgrímur
Henediktsson.
Vér teljum víst, að sumir
bókamenn munu kaupa þetla
litla blað, sem kostar 1 kr. árg.
Upplagið er mjög lítið og alger
vissa fyrir því, að blaðið verði
aldrei selt í umbúðir; þvert á
móti mun það að sjálfsögðu fljótt
verða sjaldgæfur dýrgripur.
Snjóflóð í Hnífsdal.
Morguninn 18. þ. m. féll snjó-
ílóð í Hnífsdal, rétt utan við ísa-
fjarðarkaupstað. Snjóveður hafði
verið mikið og illveður, þegar
ílóðið féll. 2,‘5 inenn fórust og
20 liggja í sárum. Auk þess
urðu iniklar skemdir bæði á
húsum og bátum:
Fólkið, sem fórst, er þetta:
Sigurður Sveinsson í Búð, aldr-
aður maður, var að fylgja þrem-
ur börnum í skóla, er fórust öll
með honum. Börninhétu: Sig-
urður Sigfússon (um fermingu),
Daníel Sigfússon (13 ára) og
Guðbjörg Lárusdóttir (10 ára).
Fimti maðurinn hét Lárus
Eyvindsson.
Tómas Kristjánsson hét hinn
sjötti, er fórst ásamt konu sinni
og tjórum börnum.
Annar maður, liinn tóltti, Þor-
leifur Þorfinnsson, fórst með konu
og 3 börnum.
Magnús Daníelsson fórst með
konu og barni. Annað barn hans
náðist lifandi úti á sjó.
Margrét Bárðardóttir hét ein
konan, sem fórst ásamt dóttur
sinni.
Þeir tveir, sem þá eru ótaldir,
hétu: Lárus Sigurðsson og Ingi-
inundur Benjamínsson.
Það er sagt, að snjóllóðið
mikla á Seyðisfirði, fyrir 25 ár-
um, hafi einnig fallið 18. febr.
H-ögr.l
Mikið máluerk
og fagurt er Ásgrímur Jónsson
málari að leggja á smiðshöggið
um þessar mundir, í vinnustofu
sinni í Vinaminni.
Það er mynd al' Heklu og
landinu við rætur liennar.
Á myndinni sjásl bæirnir Stóri-
Núpur, Minni-Núpur, Hamars-
heiði og tveir bæir aðrir.
Myndin er forkunnarfalleg, og
mesta nautn að horfa á hana.
Enda segist Ásgrímur sjálfur
aldrei liafa verið eins ánægður
með neitt af málverkum sínum.
Myndin verður í ramma, 5 álnir
á lengct og nær 3 álnir á hæð.
Ásgrímur ætlar að senda hana
á Charlottenborgar-sýninguna í
Kliöfn og ef til vill víðar erlendis.
En áður mun liann gefa Reyk-
vikingum kost á að sjá hana á-
samt allmörgum öðrum nýjum
myndum. [ísar.]
Voðastormur
hefir geisað urn suðurlandið
síðustu nótt (inilli 27. og 28.
febr,).
Stórskaðar hljóta að hafa orð-
ið víða liæði á húsum og sldp-
um.
Hér á Reykjavíkurhöfn lá
fjöldi þilskipa, tilbúinn til farar
nú um mánaðarmótin.
Af þeim hafa skemst:
»Egill«, eign hlutafélagsins
»Stapinn«, skipið kvað vera al-
veg ósjófært og ekki hægt að
gera við það.
»Guðrún Sofía«, eign Tlior-
steinsson kaupmanns. Það er
líka algerlega eyðilagt.
Þessi skip hafa rekið á land
og eru meir eða minna skemd:
»Hafstein«, eign Jóns. skipstjóra
Olafssonar o. 11.
»Skarphéðinn«, eign P. J.
Thorsteinsson & Co.
»Mai-grét«, eign Thorsteinsson
kaupmanns og Finns Finnsson-
ar.
Auk þess var vatnsílutninga-
báturinn »Adda«, eign hlutafé-
lagsins með því nafni, alveg
evðilagður.
Hve mikinn skaða óveðrið
heíir gert, er ekki hægt að scgja
enn þá, en hann er auðvitað
ægilegur.
Ekki bagar það lílið, að 5
fiskiskip, sein búið var að ráða
mönnam á, ekki komast út lil
veiða. Margur maðnr hlýtur
hér að missa atvinnu. Og skipa-
útgerðarmennirnir missa stórfé,
þar eð vátryggingin á skipunum
mun vera talin frá 1. marz.
Hvöt ætti þessi stórslys að
verða til þess að gera svo við
höfnina, að skip gælu legið ó-
hult hér við bæinn.
Sjómenn!
Látið ekki undir höfuð leggj-
ast að líftryggja yður áður en
þér farið til sjós!
»I)an« er alþekl og ágætt
félag.
Aðalumboðsmaður þess fyrir
Suðurland er Pétur Halldórsson
bóksali. Ritstjóri Frækorna gefur
einnig öllum, sem vilja tryggja
sig, allar nauðsynlegar leiðbein-
ingar.