Frækorn - 01.04.1912, Side 4

Frækorn - 01.04.1912, Side 4
20 F R Æ K O R N §§ormorgm Kenur dagur á frón mitt fagur með freisisboða morgunroða; gleðja lýði birta og blíða, blómin dafna og þr ska safna; í anda hreinum glaðir á greinum, gala þrestir vorsins gestir, kvakar lóa um mela’ og móa, maurar í þúfu að verki grúfa, von að yn; ja svamr syngja, sclm klæðir geislum liæðir. Upp því, maður! Oakk nú glaður til gjörða þinna. Nóg er að vinna! M. Oíslason. „Verði þinn vilji.” Séum vér alla tíma sannarlega fúsir a að gjöra sérhvað það, sem guð sýnir oss, munualdrei nokkurn tuna eiga sér stað vonbrigði og gremja vegna breytinga á högum vorum og starfi. Ef hann ákveður að eg skuli vinna hér, á eg þá að kvarta yfir því, að eg geti ekki starfað annar- staðar ? Vilji hann að eg bíði rólegur heima í dag, ætti eg þá að reiðast vegna þess, að eg get ekki verið að heiman? Hafi eg hugsað mér að fram- kvæma erindi hans skriflega, á eg þá að mögla, ef hann sendir mann til mín, sem tefur mig, eða á eg »auðsýna kærleika« hans vegna, og hlýða boði hans: »Verið góðvilj- aðir, — elskið?« Hafi eg í raun réttri gefið allar gáfur mínar í þjónustu hans, bvers- vegna á eg þá að verða reiður og í vondu skapi, þó dagverkið verði óbrotið, starf sem lítið ber á, í staðinn fyrir andlegan starfa er sýnist vera meira virði og er álítlegri? — Fólkstal í söfnuði s. d. a. í Reykja- vík 31. des. 1911: 63. Á árinu gengu 9 manns inn í söfnuðinn. Þegar eg þreytist á vegi mínum, þá mér,faðir,bend með kærleik þínum að heima í himins prýði er hvíld af tímans stríði, þar fagna allir frjálsir drottins lýðir. Finn egóðumfækkar dögum mínum faðir minn eg er í höndum þínum og heima er holt að búa en heimi er valt að trúa hans gleðin oft í grát er fljót að snúast. Kem eg því að krossins helga meiði krýp við fætur hans sem faðminn breiðir á móti mínurn anda; má þar ekkert granda, hann leiðir mig svo Ijúft úr öllum vanda. Eg vil aldrei þaðan framar flýja, finn eg hreina lífsins strauma nýja í gegnum instu æðar andans þrek mitt glæða er mér lyfta upp til sólar hæða. En þegar páska röðull skýin roðar, rökkrið flýr en engill lífið boðar veiku vina liði, von og helgum friði fyllir sál, en fellur burtu kvíði. Hvað er skuggi og hætta jarðar dala, þá heyri eg siguróminn dýrðarsala, eg horfi á ljósa lundinn laufum grænum undir þar gleðjast vinir guðs um allar stundir. G. H. Góð ráð. 1. Eitthvað mætir mótdrægt áður en deginum lýkur. Minnumst þess að morgni, og undirbúum oss í bæn að taka því á réttan hátt. 2. Þegar þú finnur, að þú ætlar að verða bituryrður, þá bið fyrst, áður en þú segirnokkuð. 3. Ef vér, vegna sjúkdóms veiklun- ar eða andstreymis, erum óró- legir, setjuin þá tvöfaldan vörð fyrir vorn munn. 4. Oættu öðrum mönnum, sem þjáðst, og ávarpa þá hlýum orð- um. 5. Líttu á sérhverja sorg frá björtu hliðinni, í ljósi guðs, þá bilar ekki hugrekki þitt. 6. Haf gát á hverju tækifæri til að gleðja aðra eða að ryðja úr vegi smáóþægindum. 7. Tali einhver til þín í reiði, þá svara þú hógværlega og rólega. 8. Láttu aðra ganga fyrir við öll tækifæri. Tveir helstu menn í Kína- Bylting sú sem síðustu mánuðina hefir verið að gerast með Kínverj- um, er með mestu viðburðum nú- tímans: Langfjölmennasta þjóðin í heimi kemur lýðveldi á hjá sér. Kínaveldi kemur eftir þetta að taka afarmiklum breytingum, og ætla má að, kristindómur og vest- ræn menning valdi þar helstu um- skiftunum. Hér skulu sýndar myndir af þeim tveim mönuum, sem inest hafa að segja í Kína nú sem stendur. Þeir Yuan-Sh-Kai og Sun-Yat-Sen eru taldir lang-mikilhæfastir menn fiölmennustu þjóðar heimsins og áburðarmestir við þau stórtíðindi, er gerst hafa í austurlöndum síð- ustu missirin. Yuan-Shi -Kai er af Kínversku bergi brotinn, ættstór, mentaður vel, at- orkumaður og forvitri. Hann nam hernaðarlist Norðurálfumanna á yngri árum, gerðist síðan handgeng- inn stjórninni og kom nýu skipu- lagi á her Kínverja. Síðan fjell hann í ónáð við hirðina og var

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.