Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 2
8 F R Æ K O R N Siðferöismálið. Þetta mikilvæga málefni er nú að smákomast á dagskrá, og á það líka skilið. Hafa sum blöð, til dæmis »Breiða- blik«, »Skinfaxi« og »Nýtt Kirkju- blað« tekið það upp, enda á það vel heima í öllum kristilegum menn- ingarritum. Vil jeg því bjóða »Frækornum« fá- einakafla um það mál, ogskalreyna að rita svo hógværlega um það, sem hægt er, svo ekki verði kristi- legu blaði brugðið um ókristilega vandlætingarsemi. I. Hvað segir þá »N. Kirkjublað* um þetta mál? Það segir nú ekki margt, fer ofurhægt og hógvær- lega, viturlega og mannúðlega í það eins og annað. En því mikilvæg- ari eru þess fáu en efnisþrungnu og stundum, sem von er, þungu ummæli. N. Kbl. 1910, nr. 2., segir svo: »Og íslendingar eru einmitt svo sjer- stakir með giftingarleysið, þriðji hver af allri höfðatölu í hjónabandi í öðrum siðuðum löndum, en hjer ekki nema fjórði hver. Og íslend- ingar verða alveg að undri vestan hafs, þegar grannarnir ensku spyrja, að sambúðin sú og sú sje eigi lög- helgaður hjúskapur. Fyrir rúmuin 20 árum bjó settur prestur í Reykja- vík bæjarfógeta skýrslu um hjóna- leysi í sambúð, er átt höfðu börn saman, og ljet þá mjög nærri, að væri svo sjötta hvert heimili í bæn- um, hvort sem fækkað hefur eða fjölgað síðan hlutfallslega*. Þarna er nú þegar góð bending um, hvernig útlendingar dæma um okkur fyrir þetta. Þeim þykir þetta hjónaleysislíf siðleysis- og skrælingja- háttur. Og það eru ekki aðeins guðræknu og siðströngu memnirnir setn hneykslast á því. Nei, síður en svo! Heimsbörniu sjálf, mörg hver, hafa oss að háði og aðhlátri fyrir þetta. Heimsbörn þessi hafa þó oft svo mikla sómatilfinning, að þau vilja heldur fylgja saklausum land- siðum en vekja hneyksli. N. Kbl. 1910, nr. 17, segir, að »nú sje fullur 8. hlutinn óskilget- inn, áður setið við Vio*- Þarna er þá auðsjáanleg afturför í hjúskapar- málunum. Danskur prestur, N. Dalhoff, var 1906 að fást um það, að í Dan- mörk væri næstum því 7io barna óskilgetinn, en hjá Lútherstrúar- mönnum í Ungverjalandi aðeins 1 af hundraði! Hvað ætli við mættum þá segja? (Sjá »ForKirke og Kul- tur«, 1906, s. 339.) í Noregi var 1904 hvert 13. eða 14. óskilgetið, og það þó talið svo mikið þar, að öllum siðsömum mönnum ofbauð. Vel veit jeg það, að tala óskil- getinna barna er ónógur mælikvarði, þegar dæma skal um siðgæði þjóð- anna. Fleiraþarf þáaðtakatil greina. Og er eitt af því hjónaskilnaðarfarg- anið\ Ekki er það betra en hjóna- leysis sambúðin. Já oft miklu verra en hún. Hjónaskilnaður er oft, eins og Kristur sjálfur kennir, ekkert betri en hórdómur. Meir að segja hjónaskilnaður er stundum hjúskap- arbroti verri. Það verður oft af »bráðræði og breyskleika«. En sá eða sú, sem yfirgefur trúan og ástríkan maka, gerir það oftast af yfirlögðu ráði, af rótgróinni, helkaldri eigin- girni. Nú segir Klavenes, kirkjuhöfð- inginn norski, að hjónaskilnaður sje mjög að aukast hjá æðri stjettum þar, og að skáldin eigi sinn þátt í þessu, þeim sje sumura hætt við, að reyna að fegra hviklyndið í ásta- málum. Sjá »Kirke og Kultur*, 1906 og 1911. Vonandi er, að vjer sjeum nú skárri í þessari grein — að minsta kosti eru skáldin vor þar fremur saklaus. Og þegar jeg talaði um íslendinga erlendis, var jeg hreyk- inn yfir Gesti Pálssyni fyrir það, að hann gerði ótrygðina hlægilega og fyrirlitlega, bæði í »KærleiksheimiI- inu« og í »Tilhugalífinu«. (Var líka, hreykinn yfir því, að hjer væri svo sáralítið um stjettarhrokann !) Eins má geta þess, að sum hjónaleysi breyta svo vel hvort við annað og eins viðbörnin, að heim- ili þeirra verða miklu betri en mörg heimili kærleikslausra hjóna. Væri því rjett að skifta óskilgetnum börnum í 3 flokka, þegar dæmt er um skírlífið. Eru í fyrsta flokknum þau börn, sem getin eru af foreldr- um, sem aldrei skilja, sem arfleiða hvort annað og svo börnin, og eru eins og hjón nema að nafninu til. En í hinum flokknum eru þau börn, sem getin eru af foreldrum þeim, sem ekki lifa í neinu varanlegu sambandi, en sjá þó vel um börnin. Og í þriðja flokknum börn, sem foreldrarmr hafa eignast í kærleiks- lausum flysjungslifnaði og hirða svo lítið eða ekkert um þau. Mætti, ef til vill hafa flokkana fleiri. Barneignir ógiftra eiga því oft ekki saman nema nafnið, ekki að- eins hjer á landi, heldur einnig annarstaðar. Samt er ekki ólíklegt, að fleira sjeaffyrsta flokks börnum hjer á landi en annarstaðar. En því giftist þetta fólk ekki, eink- um þá fyrsta flokks fólkið ? Hver bannar því það ? Eru máske fátækra- stjórnirnar þar tiltálmunar? eða þá kvíðinn fyrir að þær sundri hjón- unum vegna fátæktar? Þessum og þvílíkum tálmunum þarf alveg að ryðja úr götu, svo þeim verði ekki að kenna óskírlífið. Að sundra hjón-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.