Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 4

Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 4
60 Lögmálið hið innra með oss. (Hebr. 8.) Postullinn talar um tvo sáttmála, sem guð hafi gjört við mannanna börn, þar sem sá fyrri gilti aðeins um visst tímabil og varð því upp- hafinn á sínum tíma, og annar kom í staðinn. Báðir sáttmálarnir voru bygðir á fyrirheitum, hinn fyrri á þeim, sem takast skyldu aftur, þar eð þau voru háð skilyrðum, en hin síðari skilyrðislaus og þess vegna óaftakanleg. Á tíma gamla sáttmál- ans voru lögin gefin í ytri mynd- um og skrifuð á steintöflur, en á nýa sáttmálatímanum skyldi skrifast á holdspjöld hjartans og þannig ekki verða lög utan við manninn, heldur Iög skrifuð inn í hjartans insta djúp. Hafi nú gamli sáttmálinn verið bygður á fyrirheitum, er eftir eðli sínu urðu að afturkallast, hver voru þá þessi fyrirheiti? Hver var upp- runi gamla sáttmálans, Þegar Abraham hlýddi £uði; lof- aði guð honum sjerstakri blessun fyrir holdlega eftirkomendur hans. Eftir fjögur hundruð ára þrældóm í Egyptalandi leiðir guð þá út það- an og flytur þá yfir Rauða hafið til Sínaí. Frá tíndi fjallsins talar guð til þeirra og birtir þeim sitt lögmál og bætir við: Nú ef þjer hlýðíð minni röddu grandgæfilega, og haldið minn sáttmála, þá skuluð þjer vera mín eiginleg eign um fram allar þjóðir. 2. Mós. 19,5. Já, ef — já! Ef þjer heyrið, ef þjer hlýð- ið, ef þjer haldið minn sáttmála. Gamli sáttmálinn var grundvallaður á hlýðni fólksins. Hlýddi það guðs boðum, svo að það fylgdi hans setningum? Fám dögum síðar, þeg- ar Móses veik sjer frá, sagði fólkið F R Æ K O R N við Aron: Kom! gjör oss guði þá, er fyrir oss fari, því vjer vitum ekki, hvað af þessum Móses er orð- ið, er leiddi oss burt af Egyptalandi. Aron heimtar eyrnagull þeirra og gjorir úr þeim gullkálf, og þeir dansa í kring um hann. Þá kem- ur Móses ofan af fjallinu með lög- málstöflurnar í hendi sjer. og þegar hann sjer dansinn, verður hann stór- reiður og kastar lögmálstöflunum á jörðina, þær brotna og nú er sátt- málinn rofinn. Guð segir við Móses: Mín reiði upptendrist gegn þeim og eyðileggi þá, síðan vil jeg láta stóra þjóð æxlast út af þjer. En hvers virði var það íyrir Móses, hvað yrði iirn hann og eftirkomendur hans? Fyrir honurn var það eitt mikils um vert, að guðs nafn yrði dýrðlegt, og guðs eigin þjóð leidd inn i fyrirheitna landið. Móses afneitar sjálfum sjer og segir: ef þú ekki efnir þitt heit, og leiðir þetta fólk inn í landið, sem þú hjest þjónum þínnm Abraham, ísaak og Jakob, þá afmá mig af þinni bók, sem þú hefur skrifað. 2. Mós. 32. Guð snýr frá sinni reiði og' tekur enn að nýu að sjer fólk sitt, sem hann öld eítir öld hafði annast og leitt. En, ef vjer lítum á sögu þessa fólks, sjáum vjer hana einkenda van- trú og fráfalli frá þeim guði, em frambýður henni náð sína, og þeg- ar guð loks sendi þeim sinn eigin son, þekkja þeir hann ekki, heldur negla þeir hann á kross bölvunar- innar. Þegar fólkið óhlýðnaðist þannig guði, varð guð að afnema sáttmálann og stofna annan, grund- vallaðan á órjúfandi fyrirheitum, þar sem skilmálinn ekki var hlýðni fólksins, íieldur hlýðni sonarins, Krists, hans, sem að lítillækkaði sjálfan sig að öllu,' og tók á sig þjóns mynd og varð mönnum lík- ur og varð hlýðinn til dauðans, já, fram í dauðann á krossinum. Fil. 2, 8. Frh. Dásamlegt minni. í hinum merkilegu endurminn- ingum sínum, um fræðslustarf meðal ungra manna, sem höfðu í hyggju að taka þátt í opinberu predikunar- starfi, skýrir Wflliam Paret biskup frá eftirfarandi merkilegum atburði: »Þegar mig vantaði kennara í hebresku við skóladeild mína, kom einn af elstu rabbínunum, Szold að nafni, og bauð sig fram. Jeg var því mótfallinn og sagði að hann væri alt of hátt settur maður, og jeg rjeði ekki yfir hinum nauðsyn- legu peningum til að geta boðið honum sæmileg laun, og að hann þess vegna áreiðanlega gæti ekki tekið á móti stöðunni. Hann svaraði, að hann hvorki óskaði eftir nje vildi taka á móti einni einustu krónu. Hanií hafði sökum hinnar háu eili sinnar orðið að leggja niður embætti sitt og hefði ekkert að gera, og nú hjelt hann að það inundi verða sjer til dægrastyttingar og skemtunar að geta komið saman við greinda unga menn tvisvar eða þrisvar í viku. Eftir ósk hans hlustaði jeg við og við á kenslustundir hans. Við byrjun fyrsta tímans spurði hann mig hvar hann ætti að byrja. eg svaraði: »Að öllum líkindum með síafarófinu og hebresku málfræð- inni«. En hann sagði: »Nei, við skulum byrja á einhverju í biblí- unni«. Síðan völdum við 23. Davíðs sálm á hebresku. Jeg opnaði biblí- una og bauð honum hana, en hann sagðist ekki þurfa hennar við. Eftir minni fór hann yfir sálm- inn, kendi þeim stafrófið ogsýndi

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.