Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 6

Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 6
62 F R Æ K OR N Merkilegt afturhvarf. Eftir Sarah Casteline í »Signs of the Times« Tómás Hinton var einn nafnkunn- asti maðurinn í Wausau, Wisconsin, um þær mundir, er sá viðburður gerðist, sem hjer segir frá. Hann var 53 ára gamall og hafði verið umsjónarmaður fjölda mörg ár. Hann átti millu um 5 enskar mílur frá heimili sínu í Wausau. Tómás Hinton var alþektur frí- hyggjumaður. Fagra morgunstund í ágúslmán- uði 1865 lagði hann af stað í ferð til Stevens Point, og var sú vegalengd um 40 enskar míltir. Hann ók í stórum viðarvagni og hafði komið sætinu fyrir mjög hátt, svo að hann hafði rúm fyrir alt það, sem hann ætlaði að flytja aft- ur til millunnar og til heimilis síns. Þegar hann var búinn að ferðast stundarkorn, kom yfir hann hræðilegt myrkur, og hann var gagntekinn af ótta. Þetta varaði þangað til hann kom til veitingahúss, 12 enskar mílur frá heimilinu. Hann áleit rjettast að bíða þar um tíma í von um, að hinar óþægilegu tilfinningar hyrfu. Ó, hve hann þráði að mega finna einhvern, sem hann gæti talað við sjer til huggunar! En árangurslaust. Það var barátta milli hans og guðs. Hann var þarna alla nóttina og hjelt aftur áfram ferð sinni um morguninn. Hann varð aftur gagntekinn af sömu tilfinningu, enn hræðilegar en daginn áður. Fyrsra verk iians var að stöðva hestar.a; því næst fjell hann á knje þarna uppi á háa sætinu og tók að ákalla guð sjer til hjálpar. Að stundu liðinni sagði hann við drottin, að ef hann gæfi sjer frið, þá vildi hann játa, að Jesús væri guðs sonur. Á augabragði fann hann sjer Ijetta. Hann settist aftur og hjelt áfram ferðinni. Sá fyrsti, sem hann hitti, er liann kom til Stevens Point, var gamall spilafjelagi. Þessi maður bauð honum að koma í »eina Whist« og blótaði um leið. Ó, hvað hrylli- lega þetta hljómaði nú í eyrum Tómásar Hintons! Hann var ekki framar í samræmi við manninn nje spilin og fór undireins burtu. Stuttu eftir heimkomu hans, kom jeg í kynnisför hjá honum, án þess að vita um, hvað gerst hafði. En jeg tók strax eftir, að á knjám hans lá stór heimilisbiblía opin. Hann hafði auðsjáanlega verið að lesa í henni áður en jeg kom. »Jeg er orðinn alveg umbreyttur«, sagði hann við mig. »Já«, bætti kona hans við, »maðurinn minn hef- ir tekið sinnaskiftum«. Nú sagði hann mjer reynslu sína, eins og jeg hefi þegar skýrt frá henni. Þegar hann hafði lokið sögu sinni, sagði jeg: »Herra Hinton, nú verðið þjer að játa opinberlega, að Jesús er guðs sonur; því annars munuð þjer brátt komast í myrkur aftur, Annað kvöld verður bænasamkoma í samkomu- húsinu, og þjer verðið að efna heit yðar.« Þetta lofaði hann að gjöra, og bæði hann og kona hans voru við- stödd. Með auðmýkt og iðrun bar hann fram vitnisburð sinn, og það hafði mikil áhrif. Undir eins og fregnin um þenna viðburö barst út, vöknuðu margir syndarar, og samkomur voru halan- ar með þeim. Afleiðingin varð sú, að í margar vikur voru haldnar vakningasamkomur, þar sem sálir snjerust til guðs, og miklu góðu var til vegar komið. Hinton var ávalt viðstaddur á þessum samkom- um, Hann var altaf jafn auðmjúkur og þakklátur, og lofaði guð fyrir frelsun og lýsti undrun sinni yfir guðs langlundargeði, sem umbar hann þessi mörgu ár, er hann hafði lifað í synd og þvermóðsku. Hann sagði, að hann fyndi, að þetta væri síðasta köllunin, er ætti að koma til sín. Hann hafði átt guðhrædda móður, sem var nú dáin fyrir mörg- um árum, og hann hjelt, að bænir hennar væru nú heyrðar. Fám mánuðum síðar, í desember, var hann að aka heyhlassi heim af akrinum. Meðan hann sat á hlassnu bilaði reipið og vagnstöng- in kastaði honum niður á freðna jörðina;hann meiddist,svo þaðað dró hann til dauða í næstkómandi maí- mánuði. Þannig sannaðist, að kallið var hið síðasta. Ó, látum þenna viðburð hvetja oss til að biðja fyrir börnum vor- um. Bænir vor geta borið ávpxt, jafnvel þó það verði ekki fyrri en vjer erum dáin. Meðtökum þann sannleika í örugri trú, að drottins fyrirheit bregðast aldrei. E. S. Uisáð og uppskera. Bóndi nokkur í Connecticut í Bandaríkjunum, fann kartöflu í vasa sínum, þegar hann kom heim frá akri- num. Hann gaf hana dreng sínum, sem var 12 ára, og sagði um leið: »Taktu þessa kartöflu, og þú munt fá að eiga alt, sem þú getur fengið úl af lienni, þangað til þú >'<rrður fullorðinn.* Drengurinn skar kartöfluna í eins marga hluti, eins og »augu« voru á henni, og gróðursetti.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.