Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 1

Frækorn - 31.10.1912, Blaðsíða 1
13.ARG. Árg. kostar hér á landi 75 au. I Vesturheim 40 cents. Gjaldd. 1 okt. REYKJAVÍK, 31. OKT. 1912. Auglýsingar 1 kr. 25 au. þumtunginn. Afgr. Austurstr.17. - Prsm. D. Östlunds 8. TBL. Hvíldardagsmáliö. Nokkrar athuganir við rit Mr. C. H. Cox: vVUlukenning s. d. adventista«. Rvík 1912. I. Hvernig ritiö er samið. Hið fyrsla, sem íyrir mjer ver3 ur í riti þessu, er hrokinn, upp- belgingshátturinn og dómgirnin, sem jeg minnist ekki að hafa sjeð nokkurntíma á hærra stígi en hjá hr. Cox. Hjer er dálítið sýnishorn af orðasafni hans viðvíkjandi s. d. adventistum : »Fáfræði«, »heimska«, »sjerþótti«, »slægð«, »ofstækisfull villutrú«, »yfirskyn viskunnar«, »fölsun á guðs orði«, »hörmuleg hræsni«, »óguðleg ósvífni s. d. adventista« o. s. frv. Með þessu ósæmilega orð- bragði þykist Cox hafa »talað sannleikann í kærleika«(!), eftir því sem hann segir í formálan- um að ritinu, og Pál postula þykist hann hafa með sjer, en frjálslyndi og umburðarlyndi Páls hefur honum hörmulega yfirsjest. Jeg ætla að spyrja Cox með orð- um Páls : »Hver er þú, sem annarlegan þjón dæmir? Hann stendur og fellur sfnum herra; en hann mun standa, því máttugur er guð að láta hann standa.« (Róm. 14, 4.). Þangað til hr. Cox lærir það, að virða aðra menn og tala sóma- samlega um andleg mál<jfni, hef- ur hann öldungis ekkert erindi á ritvöllinn, og þ;mgað til rnunu slík »skrif« verka öfugt við til- gang hans. II. >Fölsun á guðs orði.« Hve rakalaust hann ritar, má t. d. sjá á bls. 21 í ritinu. Þar segir hann um aðventista nokk- urn, sem vitnað hafði í Opb. 22, 14 (»Sælir eru þeir, sem breyta eftir hans boðorðum«), að þetta — að lesa eins og í biblí- unni stendur — það sje »sannar- lega óheiðarlegt« og að »falsa guðs orð< (!!!). Hvað skyldi það heita hjá þ m herra, að lesa öðruvisi en í biblíunni stendur? Skyldi það vera »heiðarlegt« og rjett? Annars er hr, Cox hjer að koma upp um sig, hve lítið hann veit í þessu máli. Hann álítur svikin sjálfsögð hjá aðventistan- um, af því að nýa þýð. hljóðar þannig í Op. 22, 14: »Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar,« o. s. frv. Nýa þýðingin er því miður ekki gallalaus. Og hr. Cox ætti ekki að seíjast á svona háan hest í þps'ii-! máli, fyr en hann hefði kynt sjer b?ð, að í elstu hndr. af nýa testamentinu erU einmitt tveir lesmátar á þessum stað, svo að leggja má út á ivc... ^..... . , -...... i-, é,......« i-'y ^- hefur annarsvegar og nýa þýð. hinsvegar. Svo öll þessi stóryrði höf. eru með öllu ástæðulaus og sýna aðeins hans eigin vandræði. III. Sunnudaga hclgihald og langlífi. Höf. er að illmæla adventista víða í ritinu, lýsir mestu bölvun yfir helgihaldi sjöunda dagsins og segir svo meðal annars um sunnudaga helgihaldið, að þeir sem hvílast á þeim degi verða langlífari og heilsu betri en »hinir, sem ekki unna sjer hvíldar á þeim degi.« (bls 40). Hr. Cox verður að fyrirgefa, þó æði margir fari að brosa að þessum kenningum hans. Frh.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.