Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 1

Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 1
Ánr' Árg. kostar hér á landi 75 au. í npv(/| A\/ÍW R WfSv IQIO Auglýsingar 1 kr. 25 au. þumljjnginn. 13.ARG. Vesturheim 40 cents. Ojaldd. 1 okt. KC. * tVJ A V IIV, O. INUV. Afgr. Austurstr.17.-Prsm.D.Östtu unds 9. TBL. Hvíldardagsmálið. Nokkrar athuganir við rit Mr. C. H. Cox: »Villukenning s. d. adventista«. Rvík 1912. IV. Sleggjudómur. A bls. 25 segir hann: »í tiúarkerfi s. d. adventista er því nær engin þekking á kirkju guðs eða upprisunni.* Um þessi orð segi jeg ekkert annað en það, að jeg skírskota tii ykkar og allra, sem þekkið starf okkar hjer þessi 15 ár, hvort það sje snefill af sann- leika í þessum sleggjudómi. V. Ósamkynja. Ekki hefur heilbrigð skynsemi nje biblíuleg sannindi heldur mikið að gjöra tr.eð eftirfarandi orð á bls. 30 í ritinu: »Hvernig getur þjófnaður, morð, hórdómur, Ijúgvitni eða heigihald sjöunda dagsins, staðið í nokkuru satnbandi við það, að lifa með Kristi í guði? Ætli lögmál syrdarinnar og dauðans sje til í hinni eilífu dýrð á himn- um? Ó, þjer heimsku s. d. Að- ventistar(!).« Meiri fjarstæðu er varla hægt að hugsa sjer, en að telja helgi- hald, sjöunda dagsins saman með svívirðulegustu glæpum. «Ó, þjer heimsku s. d. Adventistar«(!), segir Cox. Sumir mundu vilja breyta setningunni síðustu og snúa henni gegn hr. Cox, en það heidjeg að sje rangt. Hann mun hafa allgóða skynsemi, en taumlaus ofstæki varnar honum stundum allra nota hennar. VI. »Hvíldardagsbrot Jesú Krists.« Hið ailra versta í riti Mr. Cox’s er staðhæfingin á bls. 46, að Jesús Kristur hafi brotið hvíldar- daginn. Jeg ætla að tilfæra orðin í heild sinni, svo hver og einn sjai, að Mr. Cox fer í raun og veru með þessa voða-kenningu. Hann segir: »Ef þess er krafist af kristnum mönnum, að þeir haldi sabbats- daginn heilagan, hvernig eigum vjer þá að gjöra grein fyrir hvíldar- dagsbroti Jesú Krists, sem er fyrirmynd vor? Vjer trúum því, að hann, sem hafði vald til að búa til lögin, hlyti einnig að hafa vald til að nema þau úr gildi, og það gerði hann. (Matt. 12, 1—8; Jóh. 7, 22—23.). Mr. Cox kennir hjer berum orðum, að kristnir menn þurfa ekki að halda hvídardaginn heilag- an, af því að Kristur, »sem er fyrirmynd vor,« braut hann. Hefur Mr. Cox hugsað nokk- uð út í það, hvað hann hjer segir? Og hefur hann hugsað út í það, að hafi Kristur sjálfur framið »hvíldardagsbrot«, þá er hann syndari; orð hans: »Jeg hjelt boðorð föður míns« (Jóh. 15), eru þá ósönn; orð Páls postula um að Kristur hafi verið »lögmál- inu undirgefinn*, eru þá ósönn, og sama yrði að segja um svo margt annað í guðs orði, sem vitnar um að Jesús hafi verið syndlaus og heilagur. Og sje Kristur samkvæmt kenn- ingu Mr. Cox yfirtroðslumaður lögmálsins eða með öðrum orð- um syndari, þá g tur hann ekk verið frelsari vor. Og þá fer það að verða aumur boðskapur, sem Mr. Cox hefur að boða.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.