Alþýðublaðið - 09.11.1960, Page 2

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Page 2
 /SBWtJórarí Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt Gröndal. — JTulltrúar rlt- atjðmar: Sifivaldi Hjálatirsson og IndriSl G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: tijörgvin GuBmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasín^. $4906. — ASsetur: AiþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverlis- ■ata 8—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasílu kr. 3,00 eint. íltgaíandi: AlþýBuflokkurina. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson Forsetakosningarnar | TÆPLEGA 70 milljónir manna gengu í gær til ' atkvæða í Bandaríkjunum til að velja þjóð sinni :| forseta til næstu fjögurra eða jafnvel átta ára. i Þegar þetta er skrifað, hafa engin úrslit borizt ■ og ekkert er vitað um örlög forsetaefnanna T tveggja. Hins vegar er það ljóst, að hvor sem sigr i ar, þá munu Bandaríkin fá ungan mann og þrótt j mikinn til forustu, mann sem hefur heitið áfram haldandi þróun landsmála í áttina til meira jafn | réttis alira borgara, betri og jafnari lífskjara, full Ikomnari féiagslöggjöfar til öryggis gömlum og njúkum Hvor þeirra, sem sigrar, má vænta þrótt ! meiri þátttöku þessa lýðveldis í heimsmálum, ské ; leggari baráttu gegn útþenslu kommúnismans og ] meiri stuðnings við hinar nýfrjálsu fyrrverandi | \ nýlendur. j Þessar kosningar voru stórfelld sýning á kost- 1 um — og einnig göllum — lýðræðisins. Ekki 1 leyndi sér, að landshlutar, stéttir, hagsmunahóp l ar vinnandi.manna og fjármagnseigenda, einstakl ingamir sjáifir nutu fulls frelsis til að láta skoð- j anir sínar í ljós og berjast fyrir þeim. Ekki leyndi ! sér, að frambjóðendur urðu að ganga undir harða 1 'prófraun og almenningur fékk tækifæri til að sjá j og dæma um, hvernig þeir stæðu sig. Það er eðli lýðræðisins, að það þykist ekki vera j alfullkomið, eins og einræðisskipulag jafnan j verður að telja þegnunum trú um, að það sé. Lýð i ræðið viðurkennir galla sína og tryggir, að ein- - : mitt þeir séu rækilega afhjúpaðir, svo að unnt sé j að bæta úr þeim. Þetta atriði er oft túlkað sem 1 galli, þegar það er borið saman við einræði, þar 4 sem hægt er að gera hluti án þess að spyrja Í fólkið. En þetta er stærsti kostur lýðræðisins. Vonandi verða þessar forsetakosningar í Banda j ríkjunum til að auka skilning manna um heim i allan á eðli og kostum lýðræðisins. Sérstaklega er 1 þess að vænta, að hinar yngri þjóðir læri að meta l þetta skipulag og þrói það með sér, enda þótt 1 það geti verið brokkgengt, meðan stjórnmála- j þroski er á lágu stigi. j Vilboð óskasf í nokkrar Dodge Weapon og fólksbifreiðir er j verða sýndar í Rauðarárporti fimmtud. 10. þ. ' m. kl. 1—3. — Tilboðin verða opnuð í skrif j stofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Minningarorð: GuÓmundur Hagnússon skipstjóri Fæddur 26. okt. 1879 Ðáinn 29. okt. 1960. í dag er til moldar borinn. einn hinna eldri og virðulegu skipstjóra, sem settu svip sinn á þá stétt nærfellt í þriðjung þessarar aldar. Guðmundur heitinn var fæddur 26. okt. 1879 í Hafnar- firði. Aðeins 14 ára að aldri byrjaði hann sinn sjómann- sferil, sem varð nokkuð langur. 1904 varð hann skipstjóri á skútu til ársins 1907, en þá byrj- uðu hin vélknúnu skip starf- semi sína, og eðlilega varð Guð- mundur með þeim allra fyrstu, sem tók við skipstjórn slíkra skipa, stundaði hann skipstjórn í aldarfjórðung á gufuskipum og mótorskipum. Sagt hefur mér verið, að svo hafi Guðmundur verið eftir- sóttur, að eitt sinn hafði hann úr mörgum skipstjórnarstöðum að velja. Sá, sem þessar línur ritar, var tvær vertíðir háseti með Guð- mundi heitnum. Fyrri vertíðin var á síldveiðum við Norður- land og varð aflinn ágætur, — vorum við með allra hæstu skipum. Seinna árið 1931 var ég enn háseti hans á bv. „Pap- ey“ frá Hafnarfirði, einnig þá varð aflinn metvertíð á svo litlu skipi. Vertíð þessi var erf- ið og umhleypingasöm, en eigi að síður var flesta dagana ver- ið að veiðum á Papey. Þá varð mér fyrst Ijóst hve fádæma góður stjórnandi á sjó Guð- mundur var. Útsjón 0g fyrir- hyggja, ljúfmennska og glað- værð við skipverja var það, sem mér fannst áberandi í fari skipstjórans. En eitt er þó ótalið atf hans beztu sjómaniishæfileikum, það var að sjá út veður. Var það með eindæmum. Hef ég oft hugsað um það síðan, hvernig það mætti ske, að sjá út veður- far, breytingar á veðri 0. s. frv., þegar aðrir, sem fylgdust líka með veðurfarinu, sáu ekki neinar breytingar í vændum. Ég man aldrei til þessar tvær vertíðir að honum skeikaði í veðurfræði sinni. Ég get ekki stillt mig um að segja frá einu slíku atviki, sem ég hef áður skráð í bókinni „Á sævarslóðum og landleiðum11, sem út kom 1956: „Flestar veiðiferðirnar voru hverr annarri líkar, þó man ég eftir einstaka ferðum, sem voru sérstæðar. Einu sinni eftir los- un afla í Hafnarfirði fórum við af stað og héldum út í Miðnes- sjó, en skipstjóri tekur þá á- kvörðun, að breyta um stefnu og fara austur í Grindavíkur- sjó. Þegar við komum að Reykjanesvita, segir Guðmund- ur skipstjóri, að sér lítist svo- leiðis á veður, að hvessa muni af SA eða S og snýr til baka, Leggjum við alla línuna á svo- nefndum Hafnarleú’ útaf Höfn- um og Stafnesi. Urðum við hásetar mjög undrandi, því veður útlit virt- ist okkur mjög gott; logn var og varla sást ský á lofti. Svo var og talin meiri fiskivon í Mið- nessjó og í Grindavíkursjó, en mikiu minni á Hafnarleir. Þegar línan hafði öll verið lögð þarna eftir kúnstarinnar reglum, var gengið til náða. — Voru aðeins tveir menn á va'kt, 1. vélstjóri Jón heitinn Odds- son, sem gætti vélarinnar og ég, sem gæta skyldi þess að halda skipinu sem næst ljósbaujunni, en það er vani að láta ljós á þá bauju, sem er við enda línu. Þegar leið fram yfir mið- nætti fór að hvessa og kl. 5 að morgni var komið stórviðri, en kl. 7, þegar ég vakti mann- skapinn, var skollið á rokveð- ur af suðri eða suðaustri. Var þá strax byrjað að draga, en sökum þess hve grunnendi lín- unnar var nærri landi, varð að hafa sérstaka varúð sökum þess að grunnbrot ’ var þarna i kringum okkur. 'Var nú línara öll dregin og var afli góður, en þeir bátar, sem lögðu þá línu fyrir sunnan Reykjanes og út í miðnessjó urðu fyrir talsverðu lóðatapi“. Þessi litla frásaga lýsir bezt hve alveg sérstaklega Guð- mundur var veðurglöggur, svo með eindæmum var. En ég gæti sagt margar fleiri þessu líkar, Þá voru ekki útvarpsveður- fregnir að styðjast við, Það má Framliald á 10. síðu, H a n n es á h o r n i n u ýT Kast af litlu tilefni. Prentvillur og mis- þyrming á íslenzku máli. •fo Dagblöðin og hrafnarn ir. Mbl. sendi mér kveðju og týndi upp nokkrar augsýnilegar prent- villur úr pistli mínum. Það er að seilast langt. Prentvillurnar eru verstu óvinir okkar, sem fá umst við biaðamennsku og það verður að játa. að ekki eru þær fæstar í Alþýðublaðinu, enda hafa þær oft að morgni dags gert mér gramt í geði. KOLLEGAR mínir hjá Morg- unblaðinu hafa reiðst mér fyrir að taka til birtingar bréf frá Einari, þar sem hann minntist á „málblóm“, „fiðurfé“. Bréf Ein- ars var skrifað af alveg sérstöku tilefni, en ekki til þess að gagn- rýna málið á blaðinu, almennt, — og hvað sem öðru líður, er Einar mikill smekkmaður á ís- lenzkt mál. En ástæðan fyrir því að kollegar mínir reiddust var sú, að Einar minntist á löngu liðna tíð, ÞETTA kast varð til þess, að ÞAÐ VAR siður í gamia daga hjá blöðunum að grípa hverja prentvillu og gera veður út af. Það var sama iðjan og hjá hröfn- unum, sem kroppa augun hvor úr öðrum. Prentvillur eru sóða- skapur og vinnusvik. Þær eru þó ekki verstar, því að oftast getur góðfús lesandi lesið í mál- ið. VERRA er þegar safamiklir íslenzkir talshættir eru misnot- aðir og ákveðin orð, sem hafa alveg sérstaka merkingu notuð á rangan hátt. „Ég beið spölkorn eftir manni“, stóð fyrir nokkru í blaði. „Berklarnir eru ekki framar neitt feimnismál", sagðj annar og sá þriðji skrifaði: „Það er svo sem ekkj búið að drekka vatnið þó að búið sé að hella því í könnuna“. — Þetta kalla • ég að misnota íslenzkumál og siæva smekk þjóðarinnar fyrir því. ÞAÐ færist mjög í vöxt, að orðið feimnismál sé notað í al- rangri merkingu. Eins er það nú algengt að sjá á prenti, að ein- hver maður hafi „gengið erinda:; annars manns, svo aðeins tvennt sé nefnt. Slílc málspilling er hættulegri en prentvillurnar, þó að slæmar séu. — Það er furðu- legt fyrirbæri, að því erfiðara og flóknara, sem íslenzkunám er gert í skólum, því lélegri ís- lenzku skrifar unga fólkið, serra kemur sprenglært úr þeim, ÞETTA nægir í dag um ís- lenzkt mál. Það er ekki ástæða fyrir blöðin að haga sér eins og hrafnarnir, sem kroppa augura hvor úr öðrum. Það skal fúslegai játað, að það er nauðsynlegt fyr- ir Alþýóublaðið — eins og önn- ur blöð, að leggja meiri áherzlrs en gert hefur verið á betri próf^ arkalestur. Ilannes á horninu. s2 'SiM 1-960 — Alþý&úítfaði**'

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.