Alþýðublaðið - 09.11.1960, Page 3

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Page 3
ÞEGAR blaðið fór í pressuna hafði Kennedy forustuna í Connecticut, sem kýs 8 kjör- menn, Massachusetts, 116 kjör menn. Sömuleiðis hafði hann meirihluta í Alabama, Georgia, Arkansas, Norður- og Suður- Carolina, Texas, Ohio og Penn- sylvania. Nixon hafði meirihluta í New Jersey, Indiana, Michi- gan, Wisconsin, Kentucky og Tennessee. Auk þess í Maine, Vermont og New Hampshire. Úrslitin voru þá enn mjög óviss, enda þótt rafmagnsheilar nokkurra útvarpsstöðva spáðu Kennedy sigri. Bob Kenned.v, bróðir John Kennedy, sagði um þetta leyti að útlitið fyrir bróð ur sinn væri mjög gott. Tal?ð er að kaþólskir menn í Norðurríkjunum hafi almennt kosið Kennedy. en Eisenhower hlaut flest atkvæði þeirra síð- ast. Ekki er enn vitað hvernig trú j málin hafa haft áhrif á móímæl endur í Suðurríkjunum, en sam kvæmt fyrstu tölum virðast ; þeir hafa kosio Demókrata eing ] og oftast áður Ljóst er að Demókratar haía lumið mikinn sigur í þingkosn- ingunum. Þeir hafa tryggt sér ¥2 þingsæti í fulltrúadeildinni, en Repúblíkanar aðeins 2,1 öld- ungadeildarkosningunum bafa Demókratar einnig örugga for- ustu. Vinstri stjornm bauð samninga Framhald af 5. síðu. Utanríkisráðherra hóf mál sitt á því, að drepa á mál- flutning stjórnarandstæðinga við umræðurnar. Kvað hann mikið af ræðum þeirra hafa farið í að gagnrýna það, að rík- isstjórnin hafi tekið upp við- ræður við Breta og með því hafi hún brotið a.m.k. 10 ára gamla hefð. Afsannaði ráð- herra þessa kenningu rækilega með því að rekja í stórum dráttum gang þessara mála undanfarinn rúman áratug. G. í. G. las upp bókun úr fundargerð utanríkismála- nefndar frá 9. marz 1948, þar sem fulltrúi kommúnista í nefndinni, Einar Olgeirsson, lýsir yfir samþykki sínu við landgrunnslögin á þeim for- sendum, að leitað yrði sam- stöðu við aðrar þjóðir og ís- lendingar ráðfæri sig við aðra, áður en ráðist sé í útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Ráðherrann rakti að nýju útgáfu hvítu bókarinnar frá 1954, þar sem fram kemur, að Ólafur Thors, forsætisráðherra 1952, hafi þá farið til Lund- úna til viðræðna og kynning- ar á afstöðu íslands áður en reglugerðin um 4 mílurnar var gefin út. Kvað ráðherrann jpannig skjallega sannað, ótví- rætt, að stefnunni frá 1948 hafi verið fylgt. Sama hafi gerzt 1958, nema í miklu ríkari mæli. Þá fóru fram viðræður innan Atlantshafsbandalagsins frá því í maí og fram í sept- ember og allt gert til að reyna að fá bandalagsþjóðir okkar til að fallast á útfærsluna. Utan- ríkisráðherra kvað þær við- ræður hafa leitt til þess, að einungis Bretar hefðu haldið áfram veiðum innan 12 míln- anna, en aðrar NATO-þjóðir virt þær í verki. En það gerðist meira en við ræður, sagði ráðherrann. Rík- isstjórnin sendi 8. maí 1958 tillögur til NATO, þar sem, — ef bandalagsríkin viður- kenndu 12 mílurnar og vissar grunnlínubreytingar gegn því að fá að veiða um tak- markaðan tíma á ytri 6 míl- unum,-----ríkisstjórnin tjáði sig reiðubúa til að endurskoða afstöðu sína varðandi útgáfu 12 mílna reglugerðarinnar án tafar. Kvað ráðherrann Al- þýðuflokkinn og Framsóknar flokkinn hafa staðið'að þess- ari tillögu og Sjálfstæðisflokk urinn mundi hafa verið sam- þykkur þeim líka. Sagði G. í. G. að það væri furðulegt að heyra nú Hermann Jónasson halda því fram, að viðræður væru brot á hefð eftir það, sem á undan hefði gengið. Tilboðinu var hafnað, sagði utanríkisráðherra, en málinu var ekki lokið innan NATO. Reglugerðin var gefin út 30. júní 1958, en viðræðurnar héldu áfram. 13. ágúst var svo frá NATO uppástunga um við ræðugrundvöll til lausnar málsins og óskað gagntilboðs frá íslendingum. Því var hafn að, sagði ráðherrann, og 22. ágúst sendu Alþýðuflokkur- inn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svar, þar sem minnt var á fyrra til- boð fslendinga í málinu og þar yið sat. Kvað ráðherrann undarlegt að hlýða á mál- flutning Hermanns nú, þar Framhald á 14. síðu. New York, 8. nóv. (NTB). Þátttaka í forsetakosningun- um í Bandaríkjunum hefur ald rei verið éins mikil og í dag. Þegar síðast fréttist var jafnvel búizt við, að 70 milljónir manna hefðu neytt atkvæðis- réttar af þeim 83 milljónum, er látið höfðu skrá sig. Kjörstöð- um var lokað klukkan 11 eftir ísl. tíma á austurströndinni, en þremur tímum síðar á vestur- ströndinni. Talsmenn beggja flokkanna töldu, að hin kosningaþátttaka hefði orðið sínum flokki til framdráttar. Demókratar segja, að þeir vinni vegna þess, að kosningaþátt- takan í borgunum hafi verið meiri en búizt var við, en públikanar benda á, að ekki hafi verið síðri þátttaka í sveitum landsins, en þar eiga Repúblikanar mikið fylgi. Allar skoðanakannanir í gær nema ein gera ráð fyrir sigri Kennedy, ein telur, að Nixon sigri með litlum mun. Daily News í New York, sem styður Nixon, telur að Kennedy fái 415 kjörmenn, en Nixon 122. Popkornframleiðandi. sem und anfarnar vikur hefur gefið fólki kost á að velja milli pakka með mynd af Kennedy og Nix- On segir, að 54 prósent hafi keypt pakka með Kennedy en 46 prósent með Nixon. Eina verkalýðssaml^andið, sem styður Nixon, er samband hafnarverkamanna. Ráðmenn þess segja, að Nixon sé ekki eins slæmur og Kennedy og skora því á hafnarverkamenn að kjósa hann. Samt sem áður er búizt við, að meirihluti hafn arverkamanna hafi greitt Ken- nedy atkvæði. Hið stóra verka lýðssamband AFL-CIO styður hann og er formaður þess, W'alt her Reuther, einn skeleggasti stuðningsmaður hans, í dag var kært yfir því, að tveir útvarpshringar höfðu í undirbúningi að senda kosn- ingafréttir jafnóðum tíl vestur strandarinnar frá ríkjunum á austurströndinni en kjörfundi jýkur þrem tímum seinna ann- ars staðar í landinu. MET! ÞÁTTTAKA í forsetakosn ingum í Bandaríkjunum hefur aldrei orðið meiri en nú. Það hjálpaði tað á- gætisveður var um land allt, kalt en stillt. Þegar blaðið fór í prentun á öðr- um tímanum, var áætlað að um sjötíu milljónir manna hefðu greitt at- kvæði. Sextíu og tvær milljónir kusu í síðustu kosningum. MMMIWWWMWWWMMtWW — 9. nóv. 1960 3 Alþýðuhlaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.