Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 3
Kaupakona i Grímsnesið ijLóan er koornin a5 kveða burt snjóinn, kveða burt leiðindi það getur kún. Hún hefur sagt mér nð senn komi spóinn, svanur á engi og þröstur á tún. Hún hefur sagt mér til syndanna minna, ég sofi of mikið og vinni ekkr hót. Hún hefur sagt mér að vaka og vinna. Vonglaður tek ég því sumrinu mót“. í DAG kemur sumarið. En þótt almanakið kalli dagana sumardaga,eru þeir vordagar í augum okkar, og enn nokkur tími til sumars. Sumarið kem ur ekki fyrr en skólunum er lokið, vorverkin unnin, og heyannir hefjast í sveitum. I>að eru ekki nema nokkur ár síðan fjölgaði í sveitunum á sumrin, bændasynirnir, sem margir hverjir voru „sendir suður“ til meimta yfir vetur- inn sneru heim með vorinu, og síðan var von á kaupakon- unum, sem ýmsar ílengdust, töfraðar af ævintýrum sum- arsins, — en margar keyrðu þó burt einn haustsins dag og skildu ekkert eftir nema Ijúf sára minnngu í hjarta dala- drengsins. Núna hafa snúningsvélarn- ar éins og kunnugt er komið í stað kaupakvennanna, og dráttarvélin sér fyrir starfi kaupmannsins. — Það eru einna helzt unglingar og börn, sem send eru í sveit á sumr- um, — vínnukraftur þeirra nýtist þar við kúarekstur og aðra snúninga, — og „kaupa- konurnar,, eru margar hverj- ar svo ungar að þær fá ekki að fara á kaupakonuböllin, sem haldin eru undir haustið. Þessi ■ unga stúlka hérna á myndinni heitir Halla Sigurð ardóttir. Hún ætlar í sveit í sumar. — Hefurðu verið áður í sveit? — Já, eitt sumar. — Og hvert ætlarðu? — í Grímsnesið. — Kanntu vel við sveita- störf? — Já, — ég hlakka til að fara. — Heldurðu, að þú verðir kannski bóndakona? — Nei, — ég held ég vildi það ekkí. — Hvað ætlarðu þá að gera í framtíðínni? — Ég veit það ekki enn. — Hvað ertu gömul? — 13 ára og á að fermast 23. apríl. 0O0 Þessi ungi fulltrúi kaupa- kvennanna i blaðinu í dag er því ekki svo ung sem margar aðrar, — og kannski fer hún á kaupakonuballið { haust? Kannski verður hún sveita- kona í Grímsnesinu eftir allt saman----Hver veit? ★ Santiagó (UPI). Nú er mikið starfað í Chile til að ráða bót á húsnæðis- leysinu sem jarðskjálftarnir og flóðbylgjurnar ollu í maí í fyrra. Ríkisstjórnin hefur lagt fram háar upphæðir í þessum tilgangi eða um 3500 milljónir króna, á þessu ári. ’Verða byggð 16.591 hús og 10 þús. manns lánað fé til íbúða hygginga. Auk þess verður 2000 milljónum króna veitt beint til þeirra svæða sem verst urðu úti. Talið er að 20 þús íbúðir hafi eyðilagst í borgum og 15 þús. í sveitum landsins. GLEÐILEGT SUi þökkuin veturinn. Brunabótafélag Glebilegt sumar! i ' \ Alþý.ðujblaðilP — 20. 'aiprdl 1961 ’ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.