Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 7
SÍÐASTLIÐIÐ ár var talið að um 250 íslenzk fiskiskip hefðu stundað síldveiðar norð anlands og austan og því mið- ur mikill hluti þess flota við lítinn orðstýr. Nú hafa bæzt í flotann nokkuð af nýjum skipum og gæti þá þessi tala farið hátt á þriðja hundrað skipa, sem hugðust stunda slí'kar veiðar á sumri kom- anda. Síldin er ,.lotteri“ og eink- um nú s. 1. 16 ár, eftir að hún minnkaði göngur Upp að Norð urlandinu. Margur báturinn mun bera þung fjárhagsleg sár frá s. 1. sumarvertíð. En menn munu segja, er nokkuð hér við að gera, verð- ur ekki hver og einn að ráða ferðum sinna skipa? Því má bæði svara játandi og neit- andi“. Skip þau, sem venjulega eru búin góðum tækjum til síldarleitar, hafa góð veiðar- færi og síðast en ekki sízt góða aflamenn til forustu. fá venjulega borgaða vertíðina, þótt almennt sé léleg, og fjöldi skipa sé lang frá því að fiska fyrir kostnaði. Þetta á eink- anlega við síðan síldin hætti að vaða og farið var að veiða eftir mælum. Nú spyr ég: Hefur þjóðin efni á að senda 250—300 skip út í ævintýrið í ár? Er ekki leið til að hafa eitthvert skipu lag á notkun fiskiflotans í stór um dráttum? Nú er það vitað, að þegar kemur fram j apríl og maí er oft rroklínuafli við Grænland, er það aðallega þorskur og helzt sú veiði alla jafnan fram eftir sumri meðan veður leyf- ir. Sækja Færeyingar nú orð ið mesta sína veiði þangað og venka afiann í salt. Verð er hátt á saltfiski í ár, líklega 10 til 11 krónur fob. pr. kg. af fullsöltuðum þorski, pökkuð- um. Væri nú ekki reynandi fyrir íslenzka flotann að líta á þessa leið — þ. e. a. s. að hluta til. Einnig held ég að stóru tog- ararnir ættu að fara nokkrar saltfisktúra til Newfound- landsmiða. T. d. s. 1. ár öfluðu bæði franskir og spænskir togarar ágætlega á þeim slóð- um, þar sem þorskmiðin þar eru. Sum skipin gerðu „rek- ord“-túra þarna. — Sjálfsagt gætu stóru skipin okkar kom ið með 4—500 lestir af salt- fiski, ef afli byðst. Þorskveið- in þarna ,r"’ miklu árvissari en karfaveiðin, og mjög mikil Hvað nú eftir lélega vertíð? hætta á að skipin komi með skemmdan karfa, þar sem ekk er hirt um að ísa afla fyrstu dagana í aluminium- kassa, sem myndu bjarga vöru frá skemmdum í flestum tilfellum. Allir smærri bát- arnir myndu frá 1. júní stunda dragnótaveiðar og humarveiðar, ef leyft verður. Þá hafa Norðmenn stundað, á tiltölulega litlum skipum, — línuveiðar við Suðurland og djúpt út af Norðausturlandi á sumrum oft með ágætum árangri. Verð ég að þessu athuguðu að segja að ýmsir aðrir mögu leikar eru til, en að hætta 250—300 skipum á happdrætt isveiðar eins og síldveiðarnar eru fyrir marga. En eins og áður er sagt, eru vel útbúin skip með tækjum og veiðar- færum og vönum síldarafla- mönnum oftast nokkuð örugg með afla og af'komu á síld- veiðunum. Ég vil nú leggja til að LÍÚ, Fiskifélag íslands og bankar þeir, sem lána til veiðanna, athuguðu nú þetta mál gaum- gæfilega, og geri sitt til að stöðva það að svo að segja all- ur flotinn — að undanteknum stóru togurunum og skipum undir 50—60 lestum — fari á happdrættisveiðarnar. Ef enginn aðili vil] skipta sér af þessu, þá verða bank- arnr, sem lána fé til veiðanna, að hafa hér nokkur áhrif. En ég held að allir geti verið sam mála um að sagan frá s. ,1. sumri má ekki endurtaka sig, sem sé að 250 skip leggi út í ævintýrið. Þar sem síldin er að mestu hætt að vaða og treysta verð ur á hin hárnákvæmu mæli- tæki og leikni og kunnáttu skipstjóranna, þá sýnist mér, að óbreyttum aðstæðum, hafi skip, sem ekki hafa þetta fyr- ir sig að bera, eigi ekkert er- indi á síldveiðarnar. Og það verður að gera þá kröfu til bankastjóranna, að áður en þeir veita lán til síldarútgerð- ar við Norðurland og Austur- land, verði þeir að vita hvort skipin eru búin þeim tækjum, sem nauðsynleg eru, til að aflarvon sé. Góð skip með góðum leitar- mælum og góðum veiðarfær- um, með vönum aflamönnum, bregst sjaldan veiði og undan farin ár hafa þeir dregið mik ið í bú þjóðarnnar. En svo eru það alltof mörg skip illa útbúin með tækjum og veiðar færum, sem lítíð hafa aflað og útgerð þ-eirra orðið sorg- arsaga. Það má enginn skilja orð mín þannig, að ég sé á móti því, að stunda síldveiðar. — Langt í frá. En allt kapp er bezt með forsjá, svo er hér. Og síldveiðigöngurnar við Suðurland er gullnáma, sem eflaust á eftir að gefa drjúg- an skilding á næstu tímum, en það er önnur saga. Ég hef rætt þetta mál, sem ég hef gert að umtalsefni hér Framhald á 11. síðu. ✓ Alþýðublaðið — 20. apríl 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.