Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.04.1961, Blaðsíða 11
Hitler Framh. af 1. síðu. var málið ekki lagt á hilluna. T leyniskjölum býzka herfor- ihgj aráðsins hefur fundizt plagg, skrifað af major Frí- Iherra von Falkenstein. þar sem segir svo: ,,Foringinn er nú önnum kafinn varðandi bað mál að hernema Atlantshafseyjarnar til þess að geta síðar háð styrjöld gegn Bandaríkjun- um. Umræður um þetta mál fara nú fram hér“. Haustið 1940 leið og vetur- inn, án þess að Þjóðverjar tækju ákvörðun um innrás í ísland eða aðrar ..Atlantshafs éyjar“. í einkaskjölum Read- ers kemur fram. að málið hafi verið rætt vorið 1941, og er þá meira talað um Azoreyjar en ísland og hugmyndin að fá bækistöð til loftárása á Bandaríkin. Reader telur, að þessi mál muni koma alvar- lega á dagskrá þá um haustið, þegar hann og aðrir Þjóðverj ar töldu að þeir mundu búnir að sigra Rússa. Reader hefur það eftir Hitler, að eftir lok stríðsins á austurvígstöðvun- um áskilji hann sér rétt til alvarlegra aðgerða gegn Bandaríkjunum. En fram til þess tíma varaði hann flotann við því að gefa Bandaríkjun- um tilefni tii að lýsa yfir stríði. Hann vildi halda þeim utan við, þar til hann var við búinn að snúa sér aðþeim. Þýzki flotinn undi þvi mjög illa, að verða að hafa hemil á baráttu sinni á Atiantshafi vestanverðu vegna Bandaríkj anna. Þessa vormánuði 1941, fyrir réttum 20 árum, voru Bandaríkjamenn einnig að færa sig upp á skaftið og kalla sumir þeirra eigin sagnfræð- ingar það „óyfirlýst stríð“ af hálfu Bandaríkjanna. Hinn 18. apríl gekk Reader á fund Hitlers og tilkynnti honum, að Bandaríkjamenn fylgdu nú skipalestum alla leið til íslands á leið þeirra til Bretlands, og krafðist þess að fá að ráðast á þær. Hinn 10. apríl kastaði bandaríski tundurspillirinn „Niblack“ dj úpsprengjum á þýzkan kaf bát og fjölgaði nú slíkum á- rekstrum. En Hitler lét það ekki á sig fá og krafðist þess, að flotinn ögraði ekki Am- eríkumönnum á neinn hátt. í byrjun júlí tóku Banda- ríkjamenn við hervemd ís- lands, og vakti það skref mikla reiði í Þýzkalandi. Ribb entrop, utanríkisráðherra, — sendi Skeyti til japönsku stjórnarinnar, þar sem hann sagði, að „þessi innrás banda- riskra hersveita til 'hjálpar Englandi á svæði, sem hefur opinberlega af okkur verið talið styrjaldarsvæði, er í sjálfu sér árás á Þýzkaland og Evrópu“. Reader aðmíráll fór þegar til Wolfsschanze, þar sem Hitl er hafði aðalstöðvar sínar. — Krafðist Reader þess að fá úr því skorið, hvort hernám ís- hikaði lands af Bandaríkjunum eigi að teljast jafngilda þátttöku þeirra í styrjöldinni eða sem ögrun, er látin verða afskipta laus. Þýzki flotinn taldi þetta hreinar stríðsaðgerðir af hálfu Bandaríkjamanna og sendi tveggja síðu skýrslu til Hitl- ers um aðrar „árásaraðgerðir Roosevelt-stjómarinnar". — Flotinn heimtaði rétt til að sökkva skipum við ísland og ráðast á bandarísk herskip, ef tilefni gæíist til. En Hitler neitaði enn. Hann útskýrði, að hann vildi fresta því í nokkra mánuði, — að Bandaríkin yrðu styrjaldarað ili, þar til sigur væri tryggð- ur á austurvígstöðvunum. — 'Hélt Hitler þessari afstöðu allt sumarið og haustið 1941, hvað sem á gekk. Hann vildi ekki þurfa að heyja stríðið á tveim vígstöðvum, ef hjá því yrði komizt. Hvað sem flotaforingj ar hans sögðu, voru þeir háð- ir skipunum um að skjóta ekki á bandarísk skip. Samt kom til árekstra og fór þeim fjölgandi um haustið, unz ár- ás Japana á Pearl Harbor batt endi á þetta millibilsá- stand. | Ósigur Þjóðverja í Rússlandi varð einn nægilegur til þess, að þeir hafa varla hugsað frekar til innrásar í ísland. Þeir áttu fullt f fangi á megin landinu, unz yfir lauk. 99 ára deila Framh af 9. síðu. varizt þama þótt ekki væri nema litlu Hði, og þeir munu einnig hika við að fullyrða, að hlutdeild Hðs míns í þessu máli hafi ekki haft úrslitaþýðingu." Ásökun Shermans um að Buell hafi komið seinna á vettvang en hann hefði get- að gert, er í bréfinu svarað þannig, að allar tafirnar hafi verið vegna óhjákvæmi legra erfiðleika við að brúa á nokkra, sem varð á vegi liðsins. Happdrættis- veiðar Framhald af 7. síðu. að framan, við marga merka menn, og enginn þeirra 'hefur andmælt þessu, aðeins bent á að erfitt verði að skiþuleggja starfsemi hinna mörgu skipa. Það skal játað, en svo mikið er í húfi að einskis má láta ófreistað að koma hér ein- hverri viturlegri skipan á með yfirsögn hinná beztu manna, Á því er hin fylísta nauð- syn og málið þolir ekki neina bið. Útnesjakarl. S s s s s < s s s i s s s s s s s s $ s s s s s s s c \ s * s s s s s s s s s s s s s s s s s t * s ALÞÝÐUBRAUÐGERÐIN óskarölfu starfsfólki sínu og viðskiptavinum GLEÐILEGS SUMARS og iþalkfkar veturinn. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s N s s s s s s s s s V Tryggingastofnun ríkisins þakkar veturimi og óskar öilum landsmörmum $ < s s * s * s s * GLEÐILEGS SUMARS * s s s s s * s s s s s s s * s s s s s s s s « y £i s s s ! s V s ; s s s s s s s s s c Alþýðublaðið — 20. aprH 1961 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.