Alþýðublaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 5
WWWWMMWWWMWWWWMWWIIWM^WWMmWWIWIMWWIWWWWIWWWWMWlMIIWtWWWIIWWWtWWMWW GÍFURLEGAR FRAMKVÆMDIR: ILLJ. TIL 50 HAFNA Á þessu ári eru ráðgerðar miklar framkvæmdir í sambandi við hafnargerð víða um landið. Unnið verður að hafnarmann- virkjum á um 50 stöðum úti á landi, og samkvæmt bjóðhags- áætlun verður úthlutað 102 milljónum kr’. til framkvæmda við hafnir utan Reykjavíkur. Alls hefur þjóðhagsáætlunín gert ráð fyrir 110 milljón lnóna fjárveitingu til hafnar:-;rðar, þar af verður átta milljónuin úthlutað til Reykjavíkurhafnar. Þetta var meðal þeirru upp- lýsinga um hafnarger'5 á yfir- standandi ári sem vitamá'astjóri Aðalsteinn Júlíusson, lét Al- þýðublaðinu í té i gær. Mestar verða framkvæmdirn- ar við Þorláksliöfn, sem að ráð- gert er að kosti 20 milljónir kr. í ár. Þar næst kemur Rif á Snæ- fellsnesi, en þar stendur yfir hafnargerð. Til þeirra fram- kvæmda er ráðgert að fari im 15 milljónir kr. á þessu ári. í sumar verða hafnar fram- kvæmdir við Landshöfriina í Keflavík, og á að vinna fyrir sjö milljónir kr. þar á þessu ári. Verkið var hoðið út eins og kunnugt er, og mun tijboðum verða skilað til skrifstofu Jita- málastjóra um miðjan þennan mánuð. Ráðgert er að hægt verði að taka hafskipabryggjuna í Nes- kaupstað í notkun fyrir næsta haust, en þó mun lienni ekki að fullu lokið fyrir vetur. Þetta er um 220 metra löng bryggja, og verður dýpið við hana allt að rúmum sjö metrum, svo stærstu ■ skip íslenzka flotans ættu að AÐALSTEINN JULIUSSON vitamálastjóri eiga auðvelt með að leggjast þar að. Áætlað er, að verkið í heild muni kosta 10 milljónir kr. Búið er að festa kaup á mest- öllum efnivið tíl bryggjunnar og mun vinna hefjast af fullum krafti í lok maí. Miklar hafnarframkvæmdir standa yfir á Reyðarfirði. Hef- ur verið unnið við gerð haf- skipa- og bátakvíar þar síðan í febrúar í vetur, og miðar verk inu vel áfram, og er iafnvel vænst til þess, að hægt verði að taka hluta hafnarin.nar í notkun um og eftir næstu mán aðamót. Á Raufarhöfn er ætlunir, að gera stóra og góða höfn, og hef- ur þegar verið hafizt nancia um framkvæmdir við stóra og var anlega hafskipabryggju þar. Bryggja þessi á að verða rúmir 40 metrar ó lengd, og er luin aðeins hluti af stærra verki. Verið cr að gera slipp í Stykkishólmi og á hann að geta tekið 250 tonna skip. Verður því verki lokið snemma á næsta ári. Á ísafirði verður bátakvíin stækkuð til muna í sumar. Unnið er að endurbótum hafna á Siglufirði, Dalvík, Ólafs firði, Ólafsvík, Hrísey, Bolung- arvík, Sandgerði, Grindavík, Vestmannaeyjum, Grafarnesi í Grundarfirði og á mörgum fleiri liöfnum. Vitamálastjóri sagði, að hing að til hefði ekki mikið af hafn arframkvæmdum verið boðið út. Ástæðuna fyrir því kvað hann þríþætta. Fyrst og fremst væri fjármagnið til hafnargerðar ekki alltaf tryggt, svo væri vafa samt að bjóða sum verkin út vegna þess, að sandbotn getur verið varasamur, þar sem gera skal bryggju eða e.þ.h., og að- staða til sjávar ókunn verktaka. Sum verkin eru beinlínis þannig að ekki tekur að bjóða þau tít, enda hefur ríkið á að skipa góð um tækjum til hafnargerðar og hefur sérmenntaða menn á því sviði í þjónustu sinni. Hefur vélakostur hins opin- bera til hafnargerðar verið auk- inn mjög síðustu tvö-þrjú árin, og er nú svo komið, að telja má að vart verður á betra kosið. En þá rís upp annað vandamál, sem er eitt hið mesta, sem háfnar- málaskrifstofan á við að etja í dag. Það er næstum ógerning- ur að fá verkamenn til starfa í venjulegri daglaunavinnu eins og hafnargerð er. Nú er atvinna svo gífurleg við fisk, á síld, i frystihúsum og jafnvel upp til sveita, en það fæst vart nokkur maður til að vinna við hafnargeirð. Menn geta mokað upp peningum til sjávar og sveita og þá er ekki nema eðlilegt að þeir geri það. Hefur því orðið að grípa b'I þess ráðs, að láta verkamennina sem fást, vinna mjög mik'a eft irvinnu, bæði til þess að halda þeim, og einnig til að flýía hverju verki eins og unnt er. Þá er annað atriði sem ber mjög að hafa í huga í sambandi við hafnargerðir á íslandi og er orðið allmikið vandamál að sögn Vitamálastjóra. Það er misræmi milli góðra. hafna og bátaflotans aftur á móti. Mjög erfitt hefur reynzt að fá lausa fé til hafnargerðar, en aftur á móti virðist litlum erfiðleik- um bundið með fjármagn til fiskibáta. Þannig fjölgar fiski bátum og þeir stækka sífellt, á meðan hafnirnar standa í stað, eða þokast lítið eitt nær settu marki. Nú er orðið svo, að kröfurnar til gæða hafna eru orðnar meir en áður var, og þá eykst kostnaður við byggingu þeirra að mun, og 3Pá meters dýpi, ar voru um bátabryggjur árið 1960, eru orðnar úreltar í dag. Þetta stafar aðallega af því, að á síðustu árum hafa bátar stækk að að mun, og 3Vé meters dýpi, sem fyrir þrem árum var álit- ið nægjanlegt við bátabryggjur er ekki fullnægjandi nú. Nú þarf dýpi við bátabryggjur helzt að vera 4Vz meter að minnsta kosti. Stóru bátarnir veiða nú orð:ð kring um allt land eftir árs- tíðum og þurfa þvi flestir þjó:i ustu á minnst tveimur. þrem ur höfnum í stað einnar áður. Þetta skapar knýjandi þörf fyr ir aukinni hafnargerð. Vitamálastjóri sagði, að gíf urlegar breytingar þyrftu með í hafnarmálum landsins, ívj é~ standið geti kallast viðunanlegt. Framlag ríkisins til hafnnr- gerðar jókst á árinu t;em leið um tæp 60%, og er það vissu- lega mjög mikið. Vitamálastjóri kvaðst álita, að auka mætti framkvæmdir um 100-150% á næstu árum, og þá fyrst gæti aukning hafnargerðar haldist nokkurn veginn £ hendur við aukingu og stækkun bátaflota landsmanna, en svo þarf að vera til að vel sé. Vitamálastjóri kvað nýjar að- ferðir hafa verið reyndar við hafnargerð á íslandi nú á síð- ustu árum, sem lofuðu góðu. í Hrísey er verið að steypa land gang, og eru þá steypt nokkurs konar T, sem lögð eru hvert við hliðina á öðru, og svo fyllt upp í. Kallast þetta „strengja- steypa" og er mun sterkara og þarfnast minna viðhalds en , ,trékonstruktionir.‘ ‘ Að lokum sagði Vitamála- stjóri, að íbúar margra sjávar- þorpa úti á landi r\'ru fuLir áhuga að. fá góðar hafnir hið allra fyrsta, og pressan frá bei'.n mjög mikil, enda skiljanlegt, þar sem góð höfn er frumskii- yrði fyrir því að sjávarþorp geti blómgast. BAKKAFOSS AFHENTUR í GÆRMORGUN kl. 10 var Eimskipafélagi íslands af- hent sltip það, sem félagið festi nýverið kaup á í Ðan- mörku. Afliendingin fór fram í Kaupmannahöfn. Skipinu liefur verið Bakkafoss. valið nafnið Ms. Bakkafoss siglir frá Kaupmannahöfn nk. laugar- dag til Hamina, Finnlandi, þar sem liann fermir raf- magns og símastaura til ým- issa hafna úti á landi. Ráð- gert er, að skipið taki land á Austfjörðum, og fari síð- an norður um land til Rvík- ur. Skipstjóri á ms. Bakka- fossi er Magnús Þorsteins- son, yfirvélstjóri Ilaukur Lárusson og 1. stýrimaður Ágúst Jónsson. Birtingur TÍMARITIÐ Birtingur er ný- komið út. Þar ræðir Thor Vil- hjálmsson þá spurningu, hvort Ibsen sé abúrd? Geir Kristjánsson skrifar söguna Sá bleiki. Thor Vilhjálmsson skrifar um Trúba- dora og Kataloníuskáld og þýðir ljóð eftir S. Espiru. Hörður Ág- ússon skrifar Af minnisblöðum málara, Thor Vilhjálmsson um Fjörkipp í þýzkum bókmenntum, ■ og sá hinn sami þýðir söguna etfir Uwe Johnson og skrifar um Max Frisch og andorranska gyð- inginn. Amór Hannibalsson skrif- ar þætti um list í Sovét og þýðir Ijóð eftir Evtúsenko. Kápumynd gerir SkarphótSnn Haraldsson. USfarkápur Póplínkápur Nælonkápur Svampfóðraðar Kápur Skinnkápur Rúskinnskápur Jakkar, Pils og Vesti Napgia-skinvA KÁPUR OG JAKKAR Laugavegi 116. KVENSKÓR Nýjustu litir og Iínur. _ Austurstræti 14). TIMPSON SKÓR FYRÍR UNGA MENN Austurstræti 10. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. máí 1963 j| ‘

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.