Alþýðublaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 10.05.1963, Blaðsíða 13
KVEÐJA: Jörgen Kr. Jónssoh í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu jarðarför Jörgens Kr. Jóns- sonar skipsfélaga míns um 26 ára skeið. Kynni okkar byrjuðu árið 1928 er ég réðist í skipsrúm hjá Kristjáni heitnum Kristjánssyni skipstjóra á b.v. Andra. Það er því margs að minnast á kveðjustund. Jörgen var fæddur 15. maí 1898 að Gilsbrekku í Súgandafirði, son ur hjónanna Elisabeiar Hafliðadótt ur og Jóns Jónssonar. Hann ólst upp í Súgandafirði þar til hann á 16. ári flutti til Bolungarvíkur. í þá daga var ekki hægt að velja um atvinnu sem nú. Sveitarsíörf og sjó sókn voru aðalatvinnugreinar þeirra tíma. Jörgen valdi sió- mennskuna. Hann hyrjaði á árskip- unum frá Bolungavik, var síðan á mótorbátum frá ísafirði um langt skeið. Á þeim tímum voru vafið síðan hann leit dagsins Ijós Með Jörgen er horfinn einn af mínum góðu félögum. í 26 ár vor um við með sama skipstjóranum jafn langan tíma vorum við saman á vakt í blíðu og stríðu á sjónum öll stríðsárin fórum við báðir er okkur bar tað sigla. Þú, sem kynnt ir þig öllum vel áttir alltaf ál hlýju til að víkja að ungum sem öldnum glaður og reifur í ölduróli lífsins, ert nú kvaddur af félaga þínum og vini. Þó leiðir séu skild ar í bili vænti ég þess að við h. tt umst á ókunna landinu. Ég 'ýk svo þesum kveðjuorðum með pví að votta eftirlifandi konu hans og syni, bræðrum hans og systur, tmi lega samúð og bið þeim allrar blessunar á ókomnum árum. .... Hilmar Jónsson. 4 teknir tyrir þjófnað úr bifreiðum FJÓRIR piltar, allir um tvítugt, voru teknir í Kefla vík í fyrradag grunaðir um þjófnað úr bifreiðum. Þeir hafa játað brot sín. Hafa þeir aðallega stolið ýmsum hlutum, sem þeir hafa notað sjálfirt eins og dekkjum, verkfærum og vélahlutum. Borið hafði á þessum þjófn uðum í Iíeflavík undanfarna 3 mánuði, sem smátt og smátt bárust böndin að þess um piitum, og þeir handtekn ir í fyrradag. flesíár íslenzku bátarnir á úti- legu í Faxaflóa á vetrarvertíð 'g lögðu aflann á land í höfnunum við flóann. Vestfirzku sjömennirmr hlutu harða skóla sjósóknanna á þeim tíma er útilega var stunduð á 30-40 smábátum þar sem ekkert var skýlið til að bei.a í og að afl- anum var gert um borð og hann saltaður. Þar dugðu ekki aðrir en dugnaðarmenn og Jörgen var eitm þeirra. En hugur hans stóð til að komast á stærri fiskiskip. Skips- rúm á togurum voru þá eftirsótt, því segja má að þá væri það bezta atvinnan sem völ var á, hvað ,-ð- búnað allan og tiekjumöguleika snerti. Árið 1925 réðist hann á Hilmi, til hins kunna dugnaðar- og aflamanns Péturs heitins Mokk og var með honum 2 vertíðir. Um pláss á ísfiskveiðum var þá ekki að gjöra fyrir byrjendur, menn' þurftu að laira vel til starfa, vinna sig upp eins og sagt var. í ágúst 1927 skráðist hann á b.v. Gulltopp til Kristjáns heitins Kristjánssonar skipstjóra og var með honum til ársins 1954, á þeim skipum er hann fór með skipstjórn -á. Eftir það stundaði Jörgen ýmis störf um skeið. Nú síðustu árin starfaði hann hjá Reykjavíkurborg 06 vann fram á síðasta dag lífs síns hér í heimi. Jörgen var dugnaðarmaður hinn mesti, trúr í starfi og ósérhlífinn að hverju sem hann gekk. Allir, sem kynntust honum náið, muna hann. Alltaf fannst okkur vanta, í hópinn, skipsfélögunum, ef hann var ekki með, hvort sem verið var að starfi eða við hittumst á öðrum vettvangi. Jörgen kvæntist Viktoríu Guð- mundsdóttur ágætiskonu og eiga þau einn son, Valdimar Sigurð, sem ástúð góðra foreldra hefur um Minning: Ingveldur Ó. Hermannsdóttir Fædd 4. ]úní 1887 - Dáin 5. maí 1863 Dauðinn er óskeikull. Hann fer ekki í manngreinarálit, og enginn veit hvernig hann kann að haga ferðum sínum. í hinu daglega lífi, er hann okkur aðeins hugtak, en verður að raunveruleika, er við lieyrum þytinn af höggum hans. Hann verður að raunveruleika, þeg ar hann tekur eitthvað frá okkur, sem okkur er kært. Sumum er hann líknsamur, en þeim sem lifa veldur hann sorg og harmi. Það er aðeins eitt, sem hann þá ekki getur tekið, og það er minningin, trúin og vonin. Fyrir tæpum 76 árum fæddist hún að Læk í Aðalvík. Foreldrar hennar voru Guðrún Finnbjö ns- dóttir og He.rmann Sigurðsson, bóndi. Hún var skírð Ingveldur Ólína, og lífsneisti hennar varð sjóður fullur af hamingju. Skömma eftir að hún fæddist, fluttust ior- eldrar hennar að Sæbóli 1. Aðal- dal. Þar ólst hún upp. Árið 1913 giftist hún Birni Björnssyni, og hamingjusjóðunnn varð enn gildari. Þau bjuggu að Sæbóli í eitt ár, en fluttust síðan að Unaðsdal á Snæfjallaströnd. Einu ári síðar fluttust þau til ísn- fjarðar, þar sem Björn var skip- stjdri og síðar verkstjóri. Á ísafirði bjuggu þau svo þar til fyrir 10 árum að þau fluttust til Reykjavikur. Þau eignuðust fimm börn, sem öll eru á lífi. Á heimili þeirra á ísafirði var löngum gestkvæmt, og þar sat lífsgleðin í hásæti, en hún er ávallt fylginautur iiamingjunnar. Ing- veldur stýrði hinu stóra heimili með röggsemi, elsk að góðum bók- um, blómum og tónlist. „Vitur kona er kóróna manns sins,“ segir á einum stað. Þau hjónin voru mjög samrýmd, og gagnkvæm virðing einkenndi Fjáröfl unard agur Hraunprýðiskvenna HINN árlegi f járöflunardagur Slysavarnardeildarinnar Hraun- pfýðis í Hafnarfirði verður í dag1, 10. maí. Verður fyrirkomulag' með svipuðu sniði og undanfarin ár, Merki dagsins verða seld á göt- unum, en þau verða afgreidd sölu- börnum kl. 9 fyrir hádegi í Bæjar bíói. Góð sölulaun verða greidd. Þá verður eins og að venju kaffi sala í Alþýðuhúsinu og Sjálfstæðis húsinu frá kl. 3—11,30 um kvöld- ið. Hafa starfsmenn ýmissa fyrir- tækja í bænum jafnan fjölmennt í þrjúkaffið. Ekki þarf að minna Hafnfirðinga á að styrkja slysavarnardeildina þennan d’ag, það hafa þeir jafnan gert með auknum framlögum ár frá ári. þeirx-a góða hjónaband. Eftir nær 50 ára samveru hlýtur skilnaður að vera erfiður, og vandfyllt í eyðuna. En þá koma minningin, trúin og vonin til hjálpar. Góð og falleg. Þannig var Ing- veldur í mínum augum. Hún vildi allra vanda leysa, og við hana eru aðeins góðar minningar tengdar. Þessi kona hefur vissulega miðlað ríkulega úr hamingjusjóð sínum á langri vegferð. Hún lézt 5. maí síðastliðinn, en þá bjuggu þau hjónin á Hrafnistu. Það er hugsunin um brottnám- ið, sem skelfir. En maðurinn sér svo skammt, og þv£ verður raun- veruleikinn sár. Þeir sem trúa, vita að lífið er ekki bundið við þíssa jörð, og þó líkaminn deyi, er vitn eskjan um eitthvað æðra og betra, öllum sorgum huggun. Á. G. HÚSAVÍK HÚSAVfK FLOKKSKAFFI verður haldið í Hlöðufelli, Húsavík, laugar- daginn, 11. maí, kl. 8,30 e. h. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður, Friðjón Skarphéðinsson alþingismaður og Bragi Sigurjónsson ritstjóri munu sitja kvöldkaffi þetta og svara fyrir- spumum flokksmanna. Fjölmennið! ALÞÝÐUFLOKKURINN. HÚSAVlK HÚSAVfK HÚSAVfK HÚSAVÍK Almennur kjósendafundur verður haldinn í Hlöðufelli, Húsavík, næst- komandi laugardag, 11. maí kl. 4 e. h. Ræðume.nn: Gylfi Þ. Gíslason, menntamála’ iðherra, Friðjón Skarphéðinsson, alþingis- maður, Eggert G. Þorsteinsson, alþingismað- ur og Bragi Sigurjónsson, ritstjóri. Húsvíkingar eru hvattir til að fjölmenna. ALÞÝÐUFLOKKURINN. HÚSAVÍK HÖSAVÍK AKUeEYRl AKU'REYRI FLOKKSKAFFI verður haldið í Café Scandia á Akureyri næst komandi sunnudag 12. maí kl. 8,30 e. h. Ræðumenn dagsins sitja kvöldkaffi þetta og svara fyrirspumum flokksmanna. Fjölmennið! .. ALÞÝÐUFLOKKURINN. AKUREYRI AKUREYRI AKUREYRI AKUREYRI Almennur kjósendafundur verður haldinn í Borgarbíói, Akureyri, næst' komandi sunnudag 12. maí kl. 5 e. h. Ræðumenn: Gylfi Þ. Gíslason, menntamála* ráðherra, Friðjón Skarphéðinsson, alþingis- maður, Eggert G. Þorsteinsson, alþingismað- ur, Guðmimdur Hákonarson, verkamaður og Helgi Sæmundsson, ritstjóri. Fundarstjóri verður Steindór Steindórsson yfirkennari. Akureyringar eru hvattir til að fjölmenna. ALÞÝÐUFLOKKURINN. AKUREYRI AKUREYRI ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 10. maí 1963 J,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.