Alþýðublaðið - 12.05.1963, Qupperneq 15
peningana mína herti mig upp.
Ég fór inn í símasjálfsalakleí'a
í anddyrinu, fletti upp á Ander-
son Hotel í símaskránni og
hringdi þangað.
Eftir stundarkorn svaraði
. stúlkurödd: „Já? Hver er það?“
Ég dró djúpt að mér andann.
Ég varð að taka á til að leggja
ekki símtólið á aftur.
, Þið hafið þarna lítinn náunga
með gleraugu?” sagði ég og
reyndi að láta röddina liljóma
harðýðgislega.
„Og hvað um það?“ Rödd henn
ar varð harðari. „Hver er þetta?“
„Vinur hans. Náðu i liann í
símann, kerlingin, og flýttu þér.“
„Ef þú ert vinur hans, hvað
lieitir hann þá?“
, „Hættu að tala svona mikið.
. Náðu í hann í símann.“
1 „Ó, bíddu þá,“ sagði hún og
röddin var skyndilega orðin leið.
Það varð löng bið. Ég stóð í
loftlausum klefa og hélt símtól-
inu fast að eyranu á meðan ég
beið.
Fimm mínútur liðu löturhægt,
þá heyrði ég hljóð. Ég heyrði
. stúlkuna segja reiðilega: „Hvern
ig á ég að vita hver það er? Ég
er alltaf að segja þér það. —
Komstu að því sjálfur!" Hún rak
snögglega upp sársaukakvein.
Ég heyrði símtólið tekið upp.
„Já? Hver er það?“
Ég sá hann fyrir mér standa
þarna, ljósið speglast í gleraug-
unum og grimmdarlegt andlitið
, eftirvæntingarfullt.
„Wilbur?" sagði ég.
„Það er hann. Hver er þetta?“
Ég talaði hægt og greinilega:
„Ég sá Rimu M-irshall í gær-
kvöldi.“
Ég heyrði hann sjúga snöggt
inn andann.
„Hver ertu?“
„Skiptu þér ekki af því. Hefð-
irðu áhuga á að vita hvar hún
er?
Ég fann kaldan svita i andliti
mínu, er ég talaði.
„Já. Hvar er hún?“
„Ég sendi þér heimilisfangið
eftir tvo daga — á föstudagsmorg
un og dálítið af peningum til að
komast þangað“ sngði ég. ,Bíddu
til föstudags".
„Hver í and^kotanum , ertu?“
sþurði hann. „Ertu vinur henn-
aí?"
.„Er svo að heyra, sem ég sé
'vínur hennar?" sagði ég og
lagði á..
II.
Snemma næsta morgun hringdi
ég úr herbergi mínu til lieilsu-
hælis Dr. Zimmermans. Hjúkr-
unarkonan sagði, að Dr. Zimm-
erman vildi tala við mig.
Þegar læknirinn kom í sím-
ann virtist hann hinn gláðvær-
asti.
„Ég hef góðar fréttir að færa,
herra Halliday. Konunni yðar
fer nú mjög ör.uggt fram. Hún
er röknuð úr dáinu og ég býst
við, að þér getið fengið að sjá
hana eftir svo sem tvo daga.
Við verðum að fara að hugsa um
þennan seinni uppskurð. Hve-
nær komið þér aftur?"
„Einhvern tíma á föstudag",
sagði ég. „Ég hringdi til yðar
um leið og ég kem í bæinn.
Haldið þér virkilega, að hún sé
komin yfir það versta?"
„Ég er viss um það. Ef þér
komið á heilsuhælið á laugar-
dagsmorgun, er hugsanlegt, að
þér getið fengið að sjá hana“.
Ég sagðist mundi koma og eft
ir nokkur fleiri orð slitum við tal
inu.
Fréttimar um, að Saritu íiði
svona miklu betur bættu mjög
skap mitt og ég var ekki eins
dapur. Ávörðun mín að losna
við Riinu tók að veikjast að
nýju.
Á laugardag yrði ég ef til vill
hjá Saritu. Er ég stæði við- rúm
hennar mundi ég vita, að ég
hefði af ásettu rúði eytt lífi. Ég
velti því fyrir mér hvernig mér
mundi líða, er augu okkar mætt
ust. Mundi hún sjá sektina í
mínum?
Ég stóð upp og tók að stika
fram og aftur um gólfið. Hvaðá
rétt hafði ég til að svipta Rimu
lífi, spurði ég sjálfan mig. Eg
hugðist aðeins útrýma henni til
að forða sjálfum mér frá að
lenda annað hvort í gasklefanum
eða fangelsi. Mundi ég þola að
lifa með þá vitneskju, að ég
hefði verið bein orsök dauða
hennar? Þetta var samvizku-
spursmál og það kvaldi mig.
Ég leitaði að annarri lausn. Ef
ég nú neitaði Rimu um meiri
peninga — hvað þá? Ég trúði
því, að liún mundi fara til lög-
reglunnar og ég yrði handtek-
inn. Hvað mundi verða um Sar-
itu án mín? Vissulega mundi hún
eiga peningana mína, en hvem-
ig kæmist hún af ein og fötluð?
Ég reyndi að vera heiðarlegur
gagnvart sjálfum mér. Var ég að
áforma að útrýma Rimu til þess
að forða sjálfum mér frá fang-
elsi eða vegna lijálparleysis
Saritu og þarfar liennar fyrir
mig?
Ég gat ekki komizt að niður-
stöðu um þetta, en ég vissi, að
Sarita þarfnaðist mín og að líf
Rimu var einskis virði.
Ég skildi, að áætlun mín um
að koma henni fyrir kattarnef
var var eins götótt og sía. Jafn
vel þó að ég sendi Wilbur heim
ilisfangið, var engin trygging fyr
ir þvi, að hann mundi drepa
hana. Það gat verið, að hatur
hans á henni hefði þegar runnið
út í sandinn og hann nennti
ekki að takast ferðina á hendur.
Það gat líka verið, að Vasari
færi ekki frá Rimu, þegar ég
hefði varað hann við því, að lög
reglan væri á liælunum á hon-
um. Ef hann færi, gat verið, að
Rima færi með honum, og Wil-
bur kæmi að húsinu tómu. Ef
— ef — ef . . .
Það var á þeirri stundu, sem
ég ákvað að láta morðáætlunina
vera út í hött. Þetta mundi vera
eins og að kasta upp peningi: kór
ónan — Rima deyr, talan — ég
í fangelsi. Með þessu móti þurfti
ég ekki að taka á mig alla sökina
ef áætlunin heppnaðist, og Rima
skyldi deyja.
Til þess að losna frá hugsun-
um mínum fór ég niður í morgun
verðarherbergið. Ég lét færa mér
kaffi og ristað brauð. Á meðan
ég beið leit ég í kringum mig.
Það voru aðeins átta eða níu
menn að borða morgunverð: all-
ir augsýnilega kaupsýslumenn,
sem einbeittu sér að mat sínum
og blöðum.
Ég varð var við, að einn þeirra, '
úti í horni lengst frá mér, hafði t
litið upp og horfði nú fast á mig. *
Þetta var náungi á aldur við mig r
og kringlótt og feitt andlitið á 1
honum kom mér einhvern veginn ;p
kunnuglega fyrir sjónir. Hann
stóð snögglega á fætur og kom '
til mín, brosandi. Það var ekki
fyrr en hann var kominn að borð
inu mínu, að ég þekkti liann. Það
var náungi, sem ég hafði unnið
með í háskólanum og búið með í .
herbergi. Hann hét Bill Stovall
Ný sending a£
Hollenskum nælonhönzkum -
höfuðklútum og regnhlífum
BERNHARÐLAXDAL
Kjörgarði.
Nælon - regnkápurnar
eru komnar í öllum stærðum.
Lækkað verð.
BERNHARÐ LAXDAL
Kjörgarði.
ÞJÓÐDANSAFÉLAGS REYKJAVíKUR
verður í Háskólabíói sunnudaginn 19. maí.ikl. 2 e. h. — Þar koma fram
nemendur úr öl'lum aldursflokkum, sýuingarílökkur unglinga, svo og sýn-
ingarflokkur, sem fara mun á Þjóðdarisamót Norðurlanda í Ntiregi í súmar.
Aðeins þessi eina sýning. — Forsala aðgöngumiða eftir kl. 1 á mánu-
dag á Klapparstíg 9. — Sími 12507.
ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ —
12 maí 1963