Alþýðublaðið - 14.05.1963, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.05.1963, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1963 3 UNNU 866 SÆTI London, 13. maí (NTB—Reuter) BREZKi Verkamannaflokk- urinn skýrði svo frá í dag, að við bæjar- og sveitastjórnar- kosningar í síðustu viku hefði hann unnið 866 sæti, flest á kostnað íhaldsmanna. Enn fremur var því hald- ið fram, að flokkurinn hefði fengið meirihluta í 59 bæj- ar- og sveitarstjómum og alls 1.772 frambjóðendur Verkamannaflokksins hefðu hlotið kosningu. Verkamannaflokkurinn held- ur því fram, að með þessu hafi hann gert meira en að vinna aftur þau 600 sæti, sem hann tapaði við sams- konar kosningar 1960. í Bretlandi er engin opin- ber stofnun, sem safnar sam- an hinum ýmsu kosningaú- slitum. ★ STOKKHÓLMI: Verkfallinu í sænsku Áfengiyveirzluninni, seml staðið hefur í næstum 11 vikur, lauk í dag með því, að verk-stjór- ar ákváðu að taka líka upp vinnu. Stjórnarkreppa í Sýrlandi enn LONDON og BAGDAD, 13. maí. (NTB-Reuter). — í dag varð aftur stjórnarkreppa í Sýrlandi, önnur stjórnarkreppan á þrem dögum. Dr. Sami A1 Jundi, forsætisráð- herra, sem forsetinn fól myndun nýrrar stjórnar um helgina, skýrði , frá því í dag, að hann hefði iátið af störfum forsætisráðherra. j Jafnframf skýrði forsetinn, At- assi, hershöfðingi, frá því, að hann hefði falið Salah Eddin Bitar myndun nýrrar stjórnar. Það var Bitar, sem á laugardag lét af störf um forsætisráðherra vegua þving ana nokkurra ráðherra, svokaliaðra Einingarsinna, sem eru lilynntari fyftræt’lun Nasserk u.m stofnun Arabísks sambandslýðveldis. I Bitar, sem er úr sósíaiísk i end | urreisngrflokknum (Baath) er og | hlynntur stofnun sambandsrikisins, en flokksmenn hans munu aadvig 1 ir því, að aðeins einn flokliur verði leyfður í nýja sam'oaadsrík- inu eins og í Egyptalandi Nassers. Bitar myndaði þegar í stað | stjórnina og er hann sjálfur for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra. Dr. Jundi, sem var menn ingarmála- og upplýsingamálaráð herra í gömlu stjórn Bitars, gegu ir því embætti áfram fyrst um sinn. Hariri, hershöfðingi, verður landvarnaráðherra, en hann er auk þess yfirmaður landvarna. AFP hermir, að menn hafi veitt því eftirtekt, að í nýju stjórninni eru ekki þeir eindregnu stuðn- ingsmenn Nassers, sem átíu sætt í gömlu stjórn Bitars, að dr. Jundi undanskildum. ★ Endurskipulagning stjórnarinn ar í írak fór fram í dag. í fyrsta skipti verður þar ráðherra, sem fer með arabísk einingarmál ■— það er fyrrv. upplýsingamálaráð- herra, A1 Raw. Ahmed Hassan Bakr er ennþá forsæfisráðherra, en hann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneýti sitt á laugardag og kvað hann ástæð- una hina nýju h i m stjórnarinn- ar. Hún hefur fengið tvo nýja ráð herra og burtséð frá því. að iyrrv. ina’4'kisráðheírra er nú orðmn ipppiýsi\tamálaráðherra, he| ir engin breyting orðið á samseiningu stjórnarinnar. I DAG verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á mál- verkum og teikningum eftir Bjarna Guðjónsson frá Vestmannaeyjum. Verður sýningin opin frá kl. 1,30 til 10 hvern virkan dag fram til 34. þ. m. Á sýningunni eru 34 olíu- málverk og 19 teikningar. Eru mál verkin öll til sölu, en ekki teikn ingarnar. Bjarni Guðjónsson er 56 ára gamall tréskurðarmeistari frá Vest mannaeyjum. Hann hefur haldið eina sýningu áður, 1935 í Vest- mannaeyjum, en þá sýndi hann tréskurðarmyndir. Bjarni er list- lineigður maður og hapn hefur alltaf alið í brjósti löngun til að lielga sig málaralistinni, en lét ekki verða af því fyrr en ívrir nokkrum árum og eru á sýning- unni ávextir þeirrar vinnu. Bjarni Guðjónsson málar mest óhlutlægar myndir. Litir í verk- um hans eru bjartir, hreinir og afskerandi. -— Hann segist einnig mála hlutlægar myndir og bera teikningar hans því vitni. Aftur á móti virðist honum meira frjáls- ræði fólgið í svokölluðum ,.non- figurativisma". Bjarni kenndi teikningu og tré- skurð í fjölda ára við gagnfræöa- skólann í Vestmannaeyjum. Ættu sem flestir að leggja leið sína í Bogasalinn einhverja næstu daga að skoða verk þessa manns, sem leggur út á braut listarinnar, kom inn á sextugsaldur. ALABA WASHINGTON og ALABAMA, 13. bama og ástandið væri mjög óör- Robert Það mai (NTB-Reuter). - Kennedy, dómsmálaráðh. Banda- ríkjanna, sagði £ dag, að enn ríkti mikil spenna í sambandi við kyn- þáttaátökin í Birmingham í Ala- BJARNI GUÐJÓNSSON við verk sín á sýningunni í Bogasalnum. er upplýst, að 3000 fót- gönguliðar, fallhlífahermenn, her lögreglumenn og aðrir heí'menn hafi verið sendir til Alabama. Kennedy, forseti, lét á sunnu- dagskvöldið í ljós miklar áhyggj- ur yfir ástandinu í Alabama og gaf herliði sambandsríkisins jafn framt fyrirmæli um að fara inn í Alabama. í dag komu sveitir /: herliði þessu upp stöðvum á ýms um stöðum í ríkinu, og virtist ástandið hafa batnað. Ekki bárust fréttir af neinum árekstrum í dag, og mörg hverfi í Birmingham, sem lögreglan lokaði eftir átokin á sunnudagskvöld voru í dag opnuð aftur fyrir umferð. Á blaðamannafundi í dag u.up- lýsti dómsmálaráðherrann, að á- kvörðunin um að senda nerlið sam bandsríkisins inn í Alabama hafi verið tekin um helgina, en ekki fyrir helgi. Salinger, blaðafulltrúi Keaue- dys, forseta, skýrði frá því í dag, að forsetinn hefði í dag rætt við bróður sinn, dómsmálaráðherrann. Hann bjóst við, að forsotinn myndi í dag svara George Wa'lace, ríkísstjóra í Alabama, sem dregið haTrfi í efa rétt forsetaus til að senda herlið sambandsstjórnarinn ar inn í ríklð. j King, leiðtogi blökKumanna, reyndi í dag að róa hina æstu stuðn ingsmenn sína með því að bjóða yfirvöldunum í borginni að bafa frjálsar hendur um framkvæmd ráðstafana þeirra um niðurfellingu kynþáttaaðskilnaðar, er sainkcmu lag varð um í vikunni sem leið. Baseballleikarinn, Robinson cg boxarinn Floyd Patterson eru komnir til Birmingham og hyggj- ast taka sjálfir þátt í a'ð afneira kynþáttamismuninn. Séra Wyatt Walker, einn af nán ustu samstarfsmönnum Kings, sagði í dag, að Alabama-lögreglan hefði beitt ofbeldi í áiökunum á sunnudag. Hann segir, ■& lögreglu þjónn hafi barið sig með kyiíu og kona hans hefði verið lamin með byssuskefti. Lögreglan ? Alabama segir þetta vera „haugalygi'V MWMMMWMWMMWIWW Kvenfélags fundur KVENFÉLAG Alþýðuflokks- ins í Rcykjavík heldur fund n.k. fimmtudag klukkan 8 í Alþýðuliúsinu (gengið inn frá Ingólfsstræti). Fundar- efni: Félagsmál. Nokkrar nefndir skila stuttum skýrsl- um. Klukkan 8.30 verða sýndar skuggamyndir frá liópferð liéðan s.l. sumar til byggða V-íslendinga. Síðan verður rætt um alþingiskosn imrarnar, og hefur frú K itrín Smári framsögu. Félagskon- ur fjölmennið og takið með ykkur gesti. sk út- agastjórn Washington, 13. 5. (NTB—AFP) RANNSÓKNARNEFND frá Banda Iagi Ameríkuríkjanna (OAS) fór í dag til Santo Domingo í Dóminí- kanska lýðveldinu, en þaðan á nún að halda áfram til Port-au-Princc, höfuðborgar Haiti. Hefur nefndin umboð til að bjóða iýðveldunum tveim á eynni Hispaniolu að reyna að koma á sættum á milli þeirra. Talsmaður utanríkisráðuneyt- is USA tilkynnti í dag, að Banda- ríkjamenn mundu ekki viður- kenna útlagastjórn þá, sem stjórn málamenn frá Haiti komu á sunr.u- dag á fót í borginni San Juan á Puerto Rico. Washington mundi halda áfram að viðurkenna stjórn- ina í Port-au-Prince, þó að hinn löglegi embættistími Duvaliers forseta renni út 15. maí. Banda- ríkjastjórn væri ekki hrifin af þeirri ákvörðun Duvaliers að sitja áfram í embætti forseta, en það væri ekki nægjanleg ástæða til að hætta að Viðurkenna stjóm Haitis. Hann kvað hina svokölluðu útlagastjóm varla mundu geta haft mikil áhrif á þróun mála. — Hann sagði ennfremur, að ekkert ríki í Mið- eða Suður-Ameríku gæti viðurkennt útlagastjórnina, af því að hún hefði verið sett á laggirnar á bandarísku landi. — í fréttum frá San Juan hafði verið sagt, að Venezuela, Dominikinska lýðveldið og Costa Rica hefðu hugsað sér að viðurkenna stjórn- ina. ING GASAL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.