Alþýðublaðið - 14.05.1963, Page 8
Formaður verkalýðsfélagsins í Vík í aldarfjórðung:
HINN 27. febrúar s.l. varð Guð-
mundur. Guðmundsson skó-
smiður, formaður verkalýðsfé-
lagsins „Víkingur” í Vík í Mýr-
dal, áttræður. Guðmundur G.
Hagalín skrifaði um hann
ágæta grein í Alþýðublaðið
þann dag, en áður hafði Haga-
lín skrifað kafla í bók sinni,
Þrek í þrautum, um Guðmund,
Við ætlum því ekki að rifja upp
ævisögu hans hér, en báðum
hann í þess stað að bregða upp
svipmynd úr kjarabaráttunni í
Vík fyrr á árum.
frá Garðsauka formaður í tvö
ár, og svo tók ég við. Frá því
hef ég verið formaður samfellt
allt þetta tímabil, að undan-
skildum þremur árum, sem égir
dró mig í hlé, og þá var Helgi
Helgason formaður”.
— Svo þú hefur verið for-
maður verkalýðsfélagsins í ald-
arfjórðung?
„Já, tuttugu og fimm ár, rétt
er það, og ennþá eru þeir að
kjósa mig, þótt áttrasður sé”.
„Fyrstu kynni mín af verka-
lýðsbaráttunni urðu vegna
áhrifa frá Jóni Baldvinssyni.
Hann var hér á ferð, og spurði,
hvort ég teldi ekki þörf á að
stofna hér verkalýðsfélag. Jú,
ég var nú heldur á því, og við
gengum hér upp í lautina í
góðu veðri og ræddum á vídd
og breidd um þessi mál. Áður
en við skildum, var ég orðinn
fullur áhuga á framþróun þessa
málefnis fyrir verkalýðinn og
þjóðina í heild, og þá spurði
hann mig, hvort ég vildi stofna
verkamannafélag. Taldi ég mig
reiðubúinn að styðja það óg
styrkja það eftir megni”.
„Þetta mun hafa verið 1931
en verkalýðsfélagið var síðan
stofnað á árinu 1932 og átti því
þrítugsafmæli á seinasta ári.
Ýmsir fleiri menn stóðu að
þessu, t. d. Gunnar Benedikts-
son, sem þá var hér, en fyrsti
formaður félagsins var Oddur
Jónsson, en ég var í stjórninni.
Síðan varð Óskar Sæmundsson
„ÁÐUR en félagið var stofnað,
hafði ég lent í stórátökum,
þegar gerður var vegurinn aust
ur yfir Hellisheiði. Þetta var á
árinu 1918, þegar Katla gaus,
þá var tilfinnanlegt atvinnu-
leysi hér. Við tókum okkur
upp, níu eða tíu menn og fór-
um suður á Hellisheiði. Gísli
Sveinsson réði okkur í vinnuna
fyrir 90 aura á tímann.
Þeir hinir fóru átta saman
með Skaftfellingi suður, en ég
fór með hestinn minn landleið-
ina, af því ég vildi gjarna setja
hann í vinnu. Ég kom því nokk-
uð á eftir hinum í vinnuna, en
verkstjóri barna var Tómas
Petersen. Þegar við vorum bún-
ir að \rinna nokkra daga kom-
umsi við að því, að aðrir vinnu-
fiokkar. sem voru frá Eyrar-
bakka, höfðu hærra kaup en
okkur vav æílað, eina 'krónu og
tuttugu aura á tímann. Við vor-
um á 90 aura. Þegar borgað var
út, spurði ég verkstjórann,
hvort hann teldi þetta ekki ó-
sanngjarnt. Nú voru Skaftfell-
ingarnir allt harðduglegir
menn og samanvaldir vinnu-
forkar. Jú, hann svaraði því nú
engu nema að ekkert væri við
þessu að gera, við værum ráðn-
upp á þetta.
„Jæja, mikið er nú óréttlæt-
ið”, sagði ég, „og ég ætla nú
samt að sjá um, að þetta kom-
ist í lag. Ef það verður ekki, þá
skal ég fara með allan vinnu-
flokkinn úr vinnunni”.
„Ja, ég má nú ekki missa
ykkur”, sagði verkstjórinn.
„Þá verðum við að fá jafn-
rétti i kaupi á við aðra”.
„Ég skal reyna að tala við
Geir vegamálastjóra”, segir
hann, „og sjá hvprt þetta lag-
ast ekki”.
Næst þegar borgað ér út, sit-
ur allt við það saina.
Jæja, svo ég fer af stað til
Reykjavíkur og á skrifstofu
vegamálastjóra, hánn er þá
ekki sjálfur við, en ég segi er-
iiidi mitt við skrifstofumann,
sem þar var, og það með, að
ég sé kominn til að fá þetta
leiðrétt, það ranglæti, að við úr
öskunni, duglegustu mennirnir,
féngjum 30 aurum lægra kaup
en hinir.
„Já, þetta er ekki réttlátt”,
segir skrifstofumaðurinn og
þetta verður að laga strax. Ég
varð alveg hissa, en þetta var
þá Ásgeir Ásgeirsson, sem nú
er forseti.
Við þetta fór ég til baka. Þeg-
ar svo kemur að þriðju útborg-
un, kom kaupið til okkar, 1,20
á tímann og viðbótargreiðsla
fyrir mismuninn reiknað aftur
í tímann.
Þetta var fyrsta verkfallið,
fyrstu átökin og fyrsti sigurinn.
Svo varð ég veikur á Heiðinni
og fór til Reykjavíkur ög þá
hafði Petersen verkstjóri sagt:
„Ég er feginn, þegar hann fer
þessi”, og átti við mig. Aftur
kom ég þó á Heiðina og allt
gekk vel, og þegar ég fór, gerði
ég reikning fyrir hestinn og
ferðalagið suður og fékk allt
borgað.
Guðmndur Guðmundssou.
ÞAÐ er ómetanlegt hvað síðan
hefur áunnizt. Hörð barátta
var háð allt fram undir þetta
við mismunun eftir stjórnmála-
skoðunum verkamanna og duttl
ungum atvinnurekandans. Ég
sat á ölliun Alþýðusambands-
þingum og Alþýðuflokksþing-
um og gætti þess, að kaupið
væri ávallt það sama hér og í
Reykjavík og að allir fengju
greitt sama kaup.
Þá voru tryggingarnar ómet-
aníégar fyrir verkafólkið, ég sé
ekki hvernig fólkið hefði kom-
izt af án tryggingabóta og nú
er komin í framkvæmd sú
gamla krafa að landið verði eitt
verðlagssvæði. Þetta eru ómet-
anlegar kjarabætur. Mér skilst
að það muni um eftirlaun
verkamannsins í dag og mig
hefði munað um fjölskyldubæt-
ur með mínum níu börnum.
Ætli þær séu ekki í ár yfir
2.700 Éxónur á mánuði eða nær
32.000 krónur á ári, og þetta
kemur til viðbótar við kaupið,
sem er alls staðar jafnt.
Þetta er líka réttlátt. Það eru
verkamennirnir sem koma með
gull í greipum til þjóðarbúsins
og ég vil fyrir alla muni efla
Alþýðuflokkinn. Hann hefur
unnið stórvirki fyrir u'nga og
gamla og ég vildi örva aila, til
að styrkja Alþýðuflokkinn til
þeirra mestu valda, sem þjóðin
hefur að bjóða, til að hann geti
haldið áfram verkum. sinum.
Alþýðufólk ættl að styrkja
hann svo .vel,. að .hann þurfi
ekki á að halda samstarfi við
íhaldið til að koma fram sínum
góðu málum, því ég þekki hið
rétta innræti þess. -
Og hérna á Suðurlandí, í okfc-
ar kjördæmi, ætti fólk að
fylkja sér með Alþýðuflokkn-
um. Stórmálið okkar hér aust-
ur frá er höfn við Dyrhólaey
og háfnarmálin heyra' undir
Emil Jónsson, formann flokks-
ins. Ég hef miklar. mætur á
Emil og við ættum að styrkja
hans flokk. Siáið ekki, að Guli-
kistan er í djúpinu hérna fram-
undan. við sáum ljósadýrðina
hér í vetur, þegar þeir vöru að
soga upp silfrinu, síldinni.
í þessu þorpi, í Vík, eru
hundrað börn í skóla, um leið
og þau fá vængi-við fermingu
eru þau flogin á burtu úr þorp-
inu í vinnu annars staðar og þá
fara foreldrarnir stundum með.
Þessa þróun barf að stöðva. Að
þessu þurfum við að vinna inn-
an Alþýðuflokksins og fá hann
til að taka málið upp, þá vil
ég trúa að það gangi.
Hafnarfjarðarbíó: Einvígið. —
Dönsk mynd með John Price o.fl.
• Danir hafa gert margar snotrar
myndir, þó framleiðsla þeirra haíi
til síðustú ára vart talizt til heims
viðburða. Þess verður þó blessun-
aflega vart, að þeir eru óðum að
færa sig upp á skaftið og mynd sú,
sem sýnd er í Hafnarfjarðarbíó nú
um sinn er ein þeirra mynda, sem
athygli geta vakið á danskri kvik
myndagerð.
Dönum mun og sjálfum nafa
fundizt það, því þeir sendu hana á
kvikmyndahátíð í Berlín á sl. ári
og þar með aðalleikendurna (Frits
Helmunth og Malene Schwartz)
auk leikstjórans (Knud Leif Thom-
sen). Ekki hlaut hún þar verðlaun
eftir þvi, sem ég bezt veit, en
nokkra athygli.
Myndin fjaiíar að nokkru leyti
um þríhyrninginn (karla tvo og
konu eifta) að öðru leyti er hún
Y
byggð á röksemdafærsly um apa
og menn og þeirrá skyldleika, se.m
mér finnst illa motiveruð.
Úrslitin af þeim hugleiðingum
öllum verða þó nógu átakanleg og
eru talsvert vel hugsuð.
Ég tel þetta beztu dönsku mynd-
ina, sem hér hefur komið (þeirra,
sem sýndar hafa verið hér .-.íðustu
ár.)
Myndin byggist mjög á innri
spennu ,sem er betur unnin, en
venja er í dönskum myndum. And
rúmsloft myndarinnar er magnaðra
leikúrinn frumlegri. Schwartz <-g
Helmuth leika bæði þtokkaléga,
en afrekið er unnið af John Pcice.
Leikur fians er á köflum hrein
opinberun. Einnig er vert að geta
leikstjórnarinnar, sem er styrl- og
ber sterk persónuleg einkenni.
Myndataka var víða ágæt, en mis-
jöfn.
Eitt atriði í myndinni minnir illi
lega á umdeildustu senuna í 79 af
stöðinni, svo auðvelt er að láta
sér til hugar koma, að Balling hafi
haft Einvígið sterkt í huga er hann
vann að 79.
Annars tel ég erotisk atriði, sem
eingöngu eru klemmd inn í kvik-
mynd til að vekja útumsleikingar
viss hóps manna, eigi engan rétt
á sér. í Elnvíginu eru þau auðfund
in. Því miður. Það færir myndina
‘ niður um skör. — H.E.
Eftirfarandi fréttatilkymiing
barst blaðinu í gær frá Utanríkis-
ráðuneytinu:
Utankjörfundarkosnins getur
farið fram á þessum rstðum erlend
is frá og með 12. maí 1963:
BANDARÍKI AMERÍKU:
Washington, D. C.:
Sendiráð íslands
1906 — 23rd Street N. W.
Washington 8, Dt C.
Chieago, Illinois:
Ræðismaður: Dr. Árni Helgason
100 West Monroe Street
Chicago 3, Illinois.
Grand Forks, North Dakota:
Ræðismaður: Dr. Richard Beck
525 Oxford Street, Apt. 3
Grand Forks, North Dakota.
Minneapolis: Minnesota:
Ræðismaður: Björn Björnsson
Room 1203, 15 South Fifth Stre
Minneapolis, Minnesota
New York, New York:
Aðalræðismannsskrifstofa íslands
551 Fifth Avenue
New ork 17, New York
Portland, Oregon:
Ræðismaður: Barði G. Skúlason
1207 Public Service Building
Portland, Oregon
San Francisco og Berkeley, Cali-
fornia:
g 14. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ