Alþýðublaðið - 14.05.1963, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 14.05.1963, Qupperneq 15
og hann hafði útskrifazt um leið og ég. ,,Svei mér þá, ef þetta er ekki Jeff Halliday!" sagði hann. Ég stóð á fætur og tók í hönd lionum. Hann vildi fá að vita, hvað ég væri að gera í San Fran cisco, og ég sagðist vera í við- skiptaerindum. Hann sagðist hafa lesið LIFE og vita allt um brúna. „Þú hefur aldeilis fengið vinn- una þar, Jeff! Það má nú segja! Hver einasti verkfræðingur þar um slóðir hefur verið að reyna að fá það verk.“ Við settumst niður og töluðum um brúna. Svo spurði ég hann, hvað hann gerði. „Ég vinn hjá Fraser og Grant, stálverksmiðjunum. Heyrðu ann- ars, Jeff. Það gæti verið, að við gætum hjálpað þér. Þig vantar stál og við getum selt þér það á verði, sem mun koma þér mjög á óvart.“ Mér datt skyndilega í hug, að ef eitthvað skyidi nú ganga úr- skeiðis með áætlun mína um að losna við Rimu og þetta væri rak- ið til mín, þá væri kannski ekki svo vitlaust að hafa góða ástæðu fyrir því, að ég skyldi vera í San Francisco, svo að ég sagðist hafa áhuga á öllum tölum í sambandi við verð á stáli. „Ég skal segja þér nokkuð,“ sagði hann og varð æstur, „hvern ig væri, að þú kæmir á skrifstof- una um hálf ellefu leytið og ég kynnti þig fyrir sölumanninum okkar?“ Hann fékk mér nafn- spjaldið sitt. „Ætlarðu að gera það?“ Ég sagðist mundu gera það og þegar hann hafði sagt mér hvern ig bezt væri að komast til skrif- slofunnar, fór hann. Ég eyddi morgninum og mest- um hluta síðdegisins með stál- sölumanninum. Tiiboðin, sem hann kom með, voru um tveim prósent lægri en nokkur önnur, sem ég hafði fengið frá öðrum. Ég lofaði að láta hann vita um leið og ég hefði rætt málið við Jack. Ég kom aftur á hótelið rétt eft ir klukkan fimm og fór upp í ber bergið mitt. Ég fór í sturtu, skipti um föt, settist síðan við skrif- borðið og skrifaði nafn og heim- ilisfang Rimu með stórum upp- hafsstöfum á pappírsörk. Ég setti hana síðan í umslag ásamt þrem dollaraseðlum. Ég skrifaði utan á það til Wilbur á Anderson Hotel. Ég fór niður í anddyrið og spurði Vörðinn um lestir til Hol- land City. Hann sagði, að það færi lest klukkan tuttugu mínút- ur yfir átta. Ég keypti af honum frlmerki og setti það á bréfið til Wilbur. Það kostaði mig átak að ganga yfir að póstkassanum og láta það í hann. Um leið og ég var búinn að sleppa því, fann ég til löng- unar til að ná því aftur. Ég fór inn á barinn og fékk mér sjúss. Ég svitnaði dálítið. Um átta leytið í fyrramálið mundi Wilbur fá bréfið. Hvað mundi hann gera? Ef hann hafði raunverulega áhuga á að drepa Rimu, gat hann verið kominn til Santa Barba klukkan hálf þrjú síðdegis. Hann var dópisti og því óút- reiknanlegur, eins, og Rima. Það gat auðveldlega farið svo, að hann eyddi fargjaldinu, sem ég hafði sent honum, í eiturlyf. Það var vel hugsanlegt, að hann færi alls ekki til Santa Barba, heldur yrði kyrr í San Franciseo. Með þessa hugsun til að kæfa samvizkubitið fór ég og fékk mér brauðsneið á mjólkurbarnum. Síð an greiddi ég reikninginn minn og á meðan ég beið'eftir því, að komið væri niður með töskuna mína fór ég inn í símaklefa. Ég bað um „upplýsingar“ og bað um símanúmerið í The Bungalow, East Shore, Santa Barba. Eftir venjulega töf var mér sagt, að það væri East 6684. Ég skrifaði það í vasabókina mina, fór síðan út og ók í leigubíl á járnbrautar stöðina. Ég kom til Holland City skömmu eftir miðnætti. Vörður- inn við hliðið á brautarpallinum brosti til min glaðlega. „Gott að sjá ykkur aftur, herra Halliday. Nokkrar góðar fréttir af frú Halliday?“ Ég sagði, að Saritu væri að fara fram og ég vonaðist eftir að sjá hana á laugardag. „Gleður mig að heyra það“, sagði hann. „Hún er ágætiskona, herra Halliday. Ég vona, að þeir loki þennan hund, sem keyrði á hana, inni í mörg ár.“ Leigubílstjórinn, sem ók mér heim, vildi líka heyra nýjustu fréttir af Sarltu. Mér skildist allt í einu, að hún var orðin vel þekkt, og ég fann til stolts. En ég varð hræðilega dapur, þegar ég opnaði dymar af íbúð inni og gekk inn í tóma stofuna. Ég beið lengi, eins og ég bygg- ist hálfpartinn við að heyra rödd Saritu heilsa mér. Ég var mjög einmana, þegar ég leit í kringum mig. Ég fór inn í svefnherbergið, háttaði, fór í sturtu og i nátt- föt. Svo fór ég aftur inn í stof- una og blandaði mér sterkan whiskysjúss. Ég settist við sím- ann og kveikti mér í sígarettu. Þegar ég var búinn með sjúss- inn og búinn.að drepa í sígarett unni, leit ég á úrið. Klukkuna vantaði nú tuttugu mínútur í tvö að nóttu. Hugur minn reikaði til skítuga hússins í Santa Barba, þar sem Rima og Vasari mundu vera að hátta, voru kannski þegar komin í rúm ið. Nú varð ég að leika annan leikinn í áætlun minni. Ég tók uppvasabókina mína, athugaði símanúmerið, hringdi síðan á landssímann. Ég sagði stúlk- unni númerið og sagðist mundu bíða í símanum. Ég sagt grafkyrr, horfði upp í loftið og hlustaði á suðið og draugalegax- raddirnar, sem bár- ust til mín af opinni símalínunni. Svo heyrði ég allt í einu hið stöðuga brr-brr-brr?, sem sagði mér, að síminn væri að hringja. Hann hringdi nokkra stund, svo heyrðist smellur og rödd Rimu sagði reiðilega: „East 6684. Hver er það?“ Ég fann hjartað í mér herp- ast saman, þegar ég heyrði rödd hennar. Ég gerði rödd mína harða og hrjúfa og sagði: „Er Eld þarna?“ „Hver er þetta “ Sambandið var gott, og ég gat heyrt hraðan, ójafnan andardrátt hennar. „Vinur hans. Skiptir engu hver það er. Ég vil tala við hann“. „Þér talið ekki við hann, nema þér segðu mér hver þér eruð“, sagði hún og ég heyrði vott af óróa í röddinni. Þá heyrðist skyndilega um- stang. Ég heyrði Rimu segja: „Láttu ekki eins og asni, Ed!“ „Haltu þér saman!" heyrði ég Vasari segja. „Ég sé um þetta!“ Svo gelti rödd hans upp f eyr- að á mér: „Hver er þetta?“ „Bara vinur“, sagðiég og tal- aði hægt og greinilega. „Það er bezt fyrir þig að hypja þig, Ed, í hvelli. Löggan sá þið í morg- un. Þeir vita hvar þú ert. Þeir eru að bíða eftir handtökutil- skipun, svo koma þeir og sækja þig • • •“ Ég heyrði hanng rípa andann á lofti, og þegar hann byrjaði að tala, lagði ég símtólið á. Ég sat þarna með höndina á símanum og starði yfir herberg ið. Þá var allt tilbúið, hversu svo sem það nú færi allt. Innan sex tíma mundi Wilbur opna bréfið. Annað hvort mundi hann taka næstu lest til Santa Barba eða ekki. Ef hann gerði það, var ég 2-lSG tonn Allt það fullkomnasta. Fæst hjá Leyland. Afborgunarskilmálar Einkaumboð fyrir LEYLAND MOTORS LTD. Almenna verzlun- arfélagið h.f. Laugavegi 168 Reykjavík. Sími 10199. Tdí J ////'/',. Ce/l/re D1 01 0 I 0 n U 0 n T -í-i' Einangrunargler Framleitt einungis úr gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega- Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57. — Sími 23200. ' SHÚOO SAMEINAR MARGA KOSTi: FAGURT ÚTUT. ORKU. TRAUSTIEIKA RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI ■OG LÁGT V E R Ð ! I TÉKKNESHA BIFFIEIBAUMBOÐIÐ VONAR5TfUtT» K2.5ÍMI 07581 SMURI BRAUÐ « Snittur. i1 Pantið tímanlega til fermlng- anna. Opið frá kL 9—23,30. j. • Siml 16012 I • Brauðstofan 1 ■ Vesturgötu 25. j íj: AÐALFUNDUR Byggingafélags verkamanna í Reykjavík. Aðalfuindur fél’agsins verður ‘haldinn í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll þriðjudaginn 14. þ. m. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 14. maí 1963 15 I

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.