Alþýðublaðið - 15.05.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.05.1963, Blaðsíða 7
SAMTÖK OGIFTRA1 á eftir að færa út landamæri sín. Þess skal að lokum getið, að á ráð- stefnum þessum eru fluttir fræði- legir fyrirlestrar ætlaðir þeim ó- giftu. Af fyrirlestrum, sem fluttir verða í ár, má nefna Sálarfræði einlífisins og Ógift fólk og skatt- greiðslur. — Virðist vissulega tímabært að stofna samtök ógiftra, og stemma stigu við ógnum einlífisins, sem mörgum virðist standa eigi all- lítill stuggur af. Frú Reijn og fylgifiskar hennar hafa riðið á vaðið og á þessum tímum félaga og samtaka er ekkert líklegra en að fleiri muni á eftir koma. Ný kirkja Ný kirkja var vígð í Berlín fyrir skömrau, svonefnd „Písl arvottakirkja". „Píslarvotta- kirkjan" er helguð minningn þeirra, sem létu lífið í barátt- unni gegn Hitler. Guðshús þetta er m jög veglegt og ein- hver hin nýtízkulegasta kirkja , sem um getur. Hér á myndinni sjáum við skrúð- göngu presta og preláta á vígsludaginn og „Píslarvotta kirkjuna" í baksýn. 11 ára drengur hlekkjaður við rúm sitt f 2-3 ár Heimsráðstefnan fyrir ógift fólk verður á þessu ári haldin um borð 1 farþegaskipi einu, og er búizt við allmiklum fjölda þátt- takenda. í fyrra var haldin svip- uð ráðstefna og var þar heldur hörgull af karlmönnum, en nú er gert ráð fyrir að bæta úr því með liðstyrk frá Bandaríkjunum. Frú Mia Reijn, sem er ekkja fyrrverandi forvígismanns að ráð- stefn/um ógiftra,, Gerards Reijn segir, að ógiftir karlmenn og kvenfólk — flest frá Hollandi, Belgíu og Vestur-Þýzkalandi, hugsi sér að fjölmenna um borð i hollenzka skipinu „Statendam” og fara síðan í fimm daga reisu. Aformað er, að leggja upp í ferð- ina hinn 22. maí næstkomandi. Segir frú Reijn, að þegar ha'fi um 400 manns boðað þótttöku sína, og Richard nokkur Kay frá Ohio hafi lofað að bæta í hópinn að minnsta kosti 12 piparsveinum. Á ráðstefnu ógiftra í Dussel- dorf í Þýzkalandi í fyrra, tóku þátt um 800 konur en aðeins um 200 karlmenn. Þetta segir frú Reijn, að stafi af því, að karl- mennimir séu ragari en kven- fólkið. Tilgangurinn með slikum ráð- stefnum ógiftra, en þær eiga um þessar mundir 10 ára afmæli, er, að leiðbeina ógiftu fólki í hina öruggu höfn hjónabandsins. — Naumast verður annað sagt en að markmiðið sé (að flestra hyggju) göfugt og gaman verður að fylgj- ast með því, hvort hreyfing þessi -SMÆIKI — Er falek mjög dýrt, pabbi? — Nei af hverju helduðu það? — Af því að mamm varð svo reið, þegar ég dembdi úr blek- byttunni niður í teppið. ★ Prófessorinn: Hvað munduð þér gera ungi maður, ef sjúklingur yð ar hefði etið eitraða sveppi? Læknastúdentinn: % mundi ráð leggja honum að breyta um mat- ræði. Hann: Mundir þú vilja giftast af glapa til fjár. Hún: Á þetta að vera bónorð?* ★ Kennarinn: Hvernig stendur á því að heimastíllinn þinn er réttur núna aldrei þessu vant. Nemandinn: Pabbi var að heim- an í allan gærdag. ★ — Þú segist græða á lúðrinum þínum. Spilárðu kannski í hljóm? sveit? — Nei, pabbi borgar rnér fyrir að blása ekki í hann. Ellefu ára gamall drengur í Leesburg, Ga'cf.-gia, hefur vqrið hlekkjaður við rúmið sitt í nið- dimmu herbergi £ tvö eða þrjú ár. Samkvæmt því sem hann segir lög- reglunnl i Leesburg hafa foreldr- ar hans einnig misþyrmt honum og vegna kulda hcfur hann marg kalið, þar eð herbergið, sem hann ÓLÖGLEG SKOTVOPN TIL þess að hafa skotvopn undir höndum þarf bæði hér á landi og víðast hvar erlendis sérstök leyfi hjá viðkomandi lögregluyfirvöld- um, en svo undarlegt sem það er, eru menn alveg ótrúlega hirðulaus ir um að afla sér þeirra. Mun það oft vera orsökin til tregðu manna til að afla sér leyfa sem þessara, að þeir eru undir þeim aldri, sem áskilið er, að hver sá hafi náð, er sækir um byssu- leyfi. Hér á landi mun til dæmis vera fjöldi aðila, sem hefur skot- vopn undir höndum án þess að mega það og til marks um hvernig ástandið er í þessum efnum erlend is, má geta þess, að I Osló einni sarnan mun um 15.000 manns hafa í fórum sínum skotvopn án þess að hafa aflað sér nægilegra leyfa til þess. Er illt til þess að vita, að borgararnir skuli hafa fyrirmæli yfirvaldanna um svo alvarlega hluti sem þessa að engu og oftar en einu sinni liafa hlotizt af því slys, bæði hér heima og erlendis. var geymdur í var óupphitað. Það voru foreldrar drengsins, sem lok- uðu hann inni og misþyrmdu hon- um svona. Drengurinn, sem heitir Agnew Jenkins er ekki stærri en fimm ára barn. Honum tókst fyrir skömmu að flýja úr prísundinni, er foreldrar hans voru bæði dauða- drukkin. Ilann gekk síðan 2-3 km. með þunga hlekki um háls- inn þar til að hann kom að húsi, og fólkið sem þar bjó, gerði yfir- völdum strax viðvart. Lögreglan segir, að drengurinn sé næstum orðinn blindur eftir að hafa verið £ svarta myrkri f tvö eða þrjú ár, en vonir munu standa til að hægt verði að ráða bót á því. Gasklefinn of þröngur NýLEGA spratt upp allkynlegt vandamál i San Quentin fangelsinu illræmda i Kaliforniu, þegar að því kom að taka þurfti af lífi fjóra dauðadæmda glæpamenn á einum og sama degi. Svo er mál með vexti, að gasklefinn heimskunni, sem mörgum ógæfumanninum hef ur stytt aldur, rúmar ekki nema tvo í einu,. og bentu því horfur í þá átt að aftakan yrði fram að fara í tvennu lagi, en það mun næsta óalgengt í sögu þessarar stofnun- ar, að gasklcfinn gegni ekki hlut- verki sínu betur en svo. — Málið leystist þó á síðustu stundu með náðun eins fangans, en frestun á endanlegum lyktum í málum hinna þriggja. f Miðvikudagur 15. maí 8.00 Morgunútvarp (Bæn. .— 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður- freknir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir). 18.30 Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir, 20.00 Varnaðarorð: Sigurður Ágústsson lögregluvarðstjóri talar ura merkingu og frágang við mannvirkjagerð. 20.05 Lestur fornrita: Ólafs saga he'.’a; XXV. (Óskar Halldórssca cand. mag.). 20.25 íslenzk tónlist: Lög eftir Þórarin Guðmundsson. 20.50 „Tak hnakk þinn og hest“: Dagskrá Lanssambands hesta- mannafélaga. Páll H. Jónsson og séra Guðmundur Óli Ólafs- son flytja stutt erindi, og Broddi Jóhannesson les bókarkafla eftir Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði. Ennfremur sungin nokkur lög. 21.30 Tónleikar: Spænskir dansar nr. 1—5 eftir Moszkovviski. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). '7 00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; XX. (Örnólfur ThorTacius). 22.30 Næturhljómleikar: Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói 26. f. m_ Stjórnandi: William Strickland;. Einleikarar: Björn Ólafsson fiðluleikari og Einar Vigfússon sellóleikari. 23.35 Dagskárlok. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^-45; maí 1963 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.