Alþýðublaðið - 15.05.1963, Blaðsíða 15
allviss um, að hann mundi
myrða Rimu, en á meðan var
tvennt til um það, hvort Vasari
hlypi á brott eða ekki. Ef hann
gerði það, þá var sá möguleiki
til, að Rima færi með honum,
svo að Wilbur kæmi að húsinu
tómu. Hins vegar gat verið, að
Vasari yfirgæfi Rimu, og Wilb-
ur fyndi hana. Og svo gat líka
svo farið, að Vasari flýði ekki,
lieldur yrði kyrr hjá Rimu, og
þá mundi Wilbur fá nokkra mót
spyrnu. Sem morðáætlun var
þetta út í hött, en sem gáta bauð
þetta upp á marga möguleika.
Svo marga, að þetta var eins ^pg
að kasta upp um eitthvað.
Allavega var þetta ekki iengur
á mínu valdi. Ég var búinn að
undirbúa allt og yrði nú að biða
úrslitanna.
Ég slökkti ljósið og fór inn í
svefnherbergi. Tóma rúmið við
hliðina á mér kom mér til að
hugsa um Saritu.
Mig langaði til að biðja fyrir
henni, en ég fann ekki orðin.
Ég fór upp í, en slökkti ekki
ljósið. Samvizkan vill verða
beittari í myrkri.
i SJÖUNDI KAFLI
I I.
Klukkan rúmlega sex næsta
morgun ók ég niður að brúar-
stæðinu.
Það var þegar byrjað að vinna
og ég skiptist á nokkrum orðum
við verkstjórann. Jack hafði af-
kastað feikimiklu síðan ég fór.
Það var búið að hreinsa burtu
jarðveginn beggja vegna árinn-
ar. Það var þegar búið að reka
niður nokkra staura.
Ég gekk um og horfði á menn
ina vinna í svo sem tíu mínút-
ur, en sá þá hvíta og svarta
Thrunderbirdinn hans Jacks
koma á fleygiferð niður hæðina.
Hann stanzaði rétt hjá mér,
steig út úr bílnum, gekk til mín
og skapgott andlitið á lionum
bókstaflega gliðnaði í sundur í
brosi.
„Hæ, Jeff! Gaman að sjá þig.
Allt í lagi?“
Ég tók í höndina á honum.
„Já, allt í lagi svo er ég með
svolítið, sem kemur þér á óvart.
Ég get fengið allt það stál, sem
við þurfum fyrir tveim prósent
minna en lægsta tilboð, sem við
höfum fengið til þessa.“
Hann starði á mig.
„Ætlarðu að segja mér,.að þú
hafir verið að vinna á meðan
þú varst í burtu? Ég hélt, að þú
hefðir farið í einkaerindum“.
„Ég er alltaf að vinna“, sagði
ég. „Hvemig lízt þér á þetta,
Jack? Við spömm tuttugu og
fimm þúsund“.
„Mér lízt vel á það! Segðu
mér frá þessu“.
Við töluðum um viðskipti í
næstu tuttugu mínúturnar, síð-
an sagði hann. „Við þurftum að
tala um þetta við verktakana okk
ar, Jeff. Þetta eru góðar fréttir.
Heyrðu, ég þarf að gera smáveg
is hér, og svo kem ég á skrif-
stofuna. Sé þig þá“.
Hann gekk með mér yfir að
bílnum mínum.
„Og Sarita?" spurði hann.
„Fréttirnar eru góðar“, sagði
ég. „Ég fer til dr. Zimmermans
á morgun“.
Ég sagði honum frá þvi, að
læknirinn vildi gera annan upp-
skurð.
Hann lilustaði fullur samúðar,
en ég sá, að brúin var honum
efst í huga, og ég skildi það.
„Það er fínt, Jeff,“ sagði harn
„Jæja, ég held þá . . . ”
„Já, ég fer á skrifstofuna",
sagði ég. „Hvernig reynist
Weston?"
„Það er allt í lagi með hann,
en þú kemur alveg á réttum tíma,
Jeff. Hann þarf hjálp, og ég lief
ekki tíma til að veita honum
liana“.
„Ég skal sjá um hann“.
„Fínt. Jæja, sé þig um ellefu
leytið," og hann fór burtu og
hrópaði jafnframt á verkstjór-
ann að koma.
Þegar ég kom til skrifstofunn
ar, leit ég á klukkuna í mælaborð
inu. Hana vantaði kortér í átta
fyrir hádegí. Eftir svo sem kort
ér mundi Wilbur fá bréfið frá
mér. Hvað mundi hann gera.’ Ég
varð var vlð, að ég hafði skyndi
lega svitnað í lófunum.
Ég lagði bílnum og fór upp
skrifstofuna, þar sem Weston og
Klara voru þegar komin að
verki.
Þau heilsuðu mér og siðan
fékk Klara mér heilan búnka af
bréfum, skjölum, útreikningum
og möppum.
Ég settist og byrjaði að vinna.
Það var ekki fyrr en tíu, er
ég stanzaði til að kveikja mér í
sígarettu, að ég mundi eftir
Wilbur. Það var lest til Santa
Barba klukkan tíu mínútur yfir
tíu og ég fann til skyndilegrar
löngunar til að vita, hvort hann
hefði tekið hana.
Ég var þegar búinn að skrifa
heilmikið af athugasemdum
handa Jack, og ég hefti þær nú
saman og fleygði þeim yfir á
skrifborðið til Westons.
„Viltu vera svon vænn að fara
með þetta niður eftir til Jacks",
sagði ég. „Hann þarf á þessu að
halda. Ég skal passa allt hér á
meðan“.
„Sjálfsagt-.
Ég horfði á hann.
Hann var laglegur strákur, á-
kafur og með á nótunum. Sams
konar unglingur og ég hefði
viljað vera. Ég horfði á haon
taka blöðin og flýta sér út. Ég
horfði á hann með öfund. Ég ósk
aði, að ég hefði verið eins og
hann. Ef hann væri heppinn,
mundi hann ekki fá eldheitt
sprengjubrot framan í sig og
þurfa að leggja mónuðum sam-
an á spítala, hlusta á stunur og
óp þeirra sjúklinga, sem ekki
þoldu sársaukann. Hann mundi
ekki skipta sér af silfurhærðum
dópista með gullna rödd, sem gat
drepið mann, án þess að depla
auga. Hann mundi ekki lifa við
ógnun um uppljóstrun, né held
ur mundi hann leggja á ráð um
morð . . . einn af hinum fáu
heppnu, og ég öfundaði hann.
Um leið og hann var farinn
tók ég upp símann og bað
Klöru um línu út. Þegar ég fékk
hana hringdi ég í landssímann
og gaf stúlkunni númerið á And
erson Hotel. Hún sagði að ég
þyrfti aS bíða, hún mundi hringja
aftur.
Ég sat og reykt> og svitnaði.
Ég varð að bíða í tíu íangar og
taugatrckkjandi mínútur, áður
en ég fékk samband.
Sama kæruleysislega kvenn-
mannsröddin svaraði: „Já?
Hvað viljið þér?“
„Ég vil fá að tala við Wilbur",
sagði ég.
„Þér getið það ekki. Hann er
farinn“.
Hjarlað í mér kipptist svolit-
ið til.
„Eigið þér við, að hann sé
farinn af hótelinu?"
„Hvað lialdið þér, að ég meini
annað?“
„Vitið þér hvert hann fór?“
„Nei, og hef heldur engan á-
huga á því“, sagði hún og lagði
símtólið á.
Ég lagði símann frá mér og
tók upp vasaklút og þurrkaði
mér um lófana og andlitið.
Svo að hann var farinn, en
hafði hann farið til Santa Barba?
Ef hann hafði gert það, gat hann
ekki verið kominn þangað fyrr
en eftir klukkan tvö. Ég fann
skyndilega til ofsalegrar þarfar
til að stöðva þetta aUt saman.
Það eina, sem ég þurfti að gera
var að hringja til Rimu og að-
vara hana. t
i
Hárlakk
Just wonderful
Hárlakk
Shbbh
VfRItUNIN^aer
<Z^>Í
| 'r‘ "
SAMEINAR MARGA KOSTi:
FAGURT ÚTUT. ORKU. TRAUSTIBKA'
RÓMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG LÁGT VEROi
TÉHHNESHA BIFBEIÐAUMBOÐIÐ
VOHARSTH*TI K.SÍMI J7SSI
TECTYL
er ryðvöra.
ielL
a
NÝKOMIÐ
Hvítt terylene, slétt og plyseruð,
Einnig 5 aðrir litir af sléttu
terylene.
»
Eigum enn 27 krónu
SOKKANA
Bankastræti 3. 1 A. Verzluiim Snót !J' Yesturgötu 17. % f
r*
1 - )
| GRANNARNIR
Guð, mamma, hvað þú ert klúr.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. maí 1963