Alþýðublaðið - 17.05.1963, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.05.1963, Qupperneq 1
GORDON COOPER geim- fari lenti heilu og höldnu í geimfari sínu „Faith 7“ eftir 34 klukkustunda ferð GORDON COOPER í geimnum kl. 23,25 eftir íslenzkum tíma í gær- kvöldi nákvæmlega á þeim stað á Kyrrahafi, þar sem fyrirhugað hafði verið að hann mundi lenda, 80 míl- ur frá Midway-eyju. „Faith 7“ lenti tæpar 2 mílur frá bandaríska flugvélamóðursUip inu „Kearsarge“ og uin miðnætti var hann kominn heill á húfi um ! borð í skipið og kenndi sér einsk- is meins. Kennedy, forseti, lýsti yfir undrun sinni vegna nákvæmn innar í Iendingunni. Þar sem ýmis sjálvirk tæki í geimfarinu ^börfu\Tu ekki, varð Cooper að stjórna lendingunni sjálfur. Hér var um að ræða bi! un í rafkerfinu og varð Cooper að skjóta liemla-eldflauginni sjálf ur, til þess að komast aftur inn í gufulivolfið. Kl. 23.07, eftir ísl. tíma, hófst 6 þús. km. fiug gelmskips Coop- ers inn í gufuhvolfið og til Ienfl- ingar. Sjö mín. síðar, hófst ferð geimfarsins inn í gufuhvolfið aft Framhald á 3. síðu. vSKflRRR Ea bRí) Nli OR-SH^R&SIE) \ biÓÐVtLjflWUH. RetTU MER HERMANN HÉLISTJÓ ARFUND I BORGARFi! MIKIL BLAÐASKRIF hafa orðið um leigu laxveiðirétt- inda í Grímsá í Borgarfirði undanfarna daga, og þykir al- menningi þetta athyglisvert mál. Þó eru í því sögulegir kaflar, sem enn hafa ekki séð dagsins Ijós, og er rétt að upp- lýsa þá með öðru málinu. Hermann Jónasson á búgarð að Kletti í Reykholtsdal, ekki langt frá þeim stað, þar sem Grímsá rennur fram úr Lunda reykjadal. Eitt sumarið, sem vinstri- stjórnin sat að völdum, sóttu ýms vandamál að stjórninni. Þó var ekki haldinn stjórnar- fundur, af því að forsætisráð- herra sat að búgarði sínum í Borgarfirði. Ekki er vitað, hvað hann hafðist að, livort hann var við heyskap eða önn- ur þjóðþrifastörf, nema hann fékkst ekki til að koma til höf- uðstaðarins til að halda stjórm- arfund. Þegar eliki varð lengur kom izt hjá fundi, kallaði Hermann ráðherra sína upp í Borgar- fjörð. Var stjórnarfmidur hali'.inn þar í sveitinni. Má því segja, að höfuðstaður íslands hafí verið í Borgarfirði skammt frá Grímsárbökkum þennan dag. -o a Hannibal samdi bráðabirg g gegn verkfalli sjóman n VORIÐ 1957 var verkfall á kaupskipafiotanum. Yfirmenn, sem ekki höfðu fengið grunnkaupshækkun í 7—12 ár, fóru þá í verkfall. — Ilannibal Valdimarsson var þá bæði forseti Alþýðusambandsins og félagsmáiaráðherra. Allur kaupskipaflotinn stöðvaðist og vinstri stjórn in ræddi málið á mörgum fundum. Á einum ráðherrafundinum lagði Hannibal frain lausn málsins. Ilann skýrði frá því, að hann hefði til- búin bráðabirgðalög um bann við verkfalli farmanna. Hafði Hannibal þá þegar látið semja bráðabirgðalögin. Nokkru síðar leystist deilan .-með frjálsum samningum og því kom ekki til þess að bráðabirðalög Hannibals yrðu lögfest. Hannibal hafði látið það verða sitt fyrsta verk í vinstri stjóminni 1956 að gefa út bráðabirgðalög um bann við kauphækkunum. Honum fannst því ekki nema eðlilegt fram hald þar af að gefa út bráðabirgða lög um bann við verkfalli sjómanna Hannibal gekk með bráðabirgða lögin upp á vasann tiibúin í marga | daga og vildi gefa þau út. En áður . en til þess kæmi hafði deilan um kjör farmanna verið leyst. | Þegar yfirmennimir á kaupskip junum gerðu vcrkfallið höfðu þeir I ekki fengið grunnkaupshækkanir um langt árabil. Sumir þeirra höfðu fengið kauphækkanir 1950. en aðrir 1945. Virtust kröfur þeirra um -kauphækkanir því ekki það ó- sanngjarnar að ástæða væri til þess fyrir forseta Alþýðusambands ís- lands að banna verkfall þeirra með bráðabirgðalögum. En þannig voru kommúnistar, er þeir voru í ríkis- stjórn. Þeir voru tilbúnir til þess að banna kauphækkanir og verk- föll og tilbúnir . til þess að sam- þykkja dvöl hersins í landinu, ef þeir aðeins fengju að halda ráð- herrastólunum. Blaðið hefur hlerað AÐ Ragnar Þórðarson hafi nú selt veitingastaðinn Glaum- bæ, og að kaupanflinn sé Sigurbjörn Eiríksson, sá er stjórnaði Vetrargarðinuiu áður en honum var iokað.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.