Alþýðublaðið - 17.05.1963, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 17.05.1963, Qupperneq 3
AKVÆM Framh. af 1. síSn ur. Hér fer á eftir yfirlit -yir .síð ustu mínútur geimerðarinnar: 23.19. Cooper fær veðurskeyti. VeBrið hefur batnað. Ölduhæð 3 til 6 fet. Vindhæð 16 hnútar. Létt skýjað. 23.19. Fallhlíf til að auka stöð- ugleika lcsuð, þegar geimskipið nálgast Midway. 23.20. Fallhlifin opnast, 23.21. Aðalhlíf opnast. 23.22. Cooper sést á lofti frá „US S Kearsarge“. 23.25. Majór Cooper ke^nur í sjóinn „í góðu formi“. Kearsarge heldur í áttina til „Faith 7“ Þegar Faith 7 \ar aftur komið inn í gufuhvolfið eftir hringfe'rð irnar 22 umhverfis jörðiná og í um það bil 6.300 m. hæð, opnast 1.8 m. löng fallhlíf sjálfkrafa. —1 Fallhlifin jók á stöðugleika geira farsins á niðurleiðinni. Þegar Faith 7 var komið í um 3 þús. m. hæð, losnaði Iendingar fallhlífin sjálfkrafa. Um leið og Faith 7 kom í sjóinn opnaðist fall hlifin, sérstök litarefni, sem merkja staðinn, þar sem geimfar- ið kom niður, lituðu sjóinn, það kviknaði á geysiöflugum ljósköst- urum, 4.8 m. loftnet þandist út 1 og hátíðnis-radióviti fór í gang. KANAVERALHÖFÐA, 16. maí. — Bandariski geimfarinn, Gordon Cooper, var í góðu skapi og við beztu heilsu, þegar dró að lokum 34 Ráðstafanir hér vegna bólunnar HEILBRIGÐISMÁLARÁDUN. hefur ákveðið, að tillögu landlækn is, að allir, sem koma frá Sví- þjóð gang'st undir kúabólusetn- ingu eða sæti sóttvarnareftirliti, unz liðnir eru 14 dagar frá því að þeir fóru frá Svíþjóð. Ástæðan er bólusóttin í Stokk hólmi. Nú er vitað um sex örugg bólusóttartilfelli í borginni. Allir, sem sýkzt hafa, hafa haft sam- band við 57 ára gömlu konuna, sem lézt úr bólusótt fyrir þrem vikum. í tilkynningu frá landlækni, er blaðinu barst í gær, segir, ,ið all- ir, sem frá Svíþjóð koma og ekki geta sýnt gilt kúabólusetningar- vottorð, skuli, þótt þeir komi frá ósýktu svæði, gangast undir kúa bólusetningu eða, ef þeir neita bólusetningu, sæta sóttvarnareft- jirliti, unz liðnir eru 14 dagar fra því er þeir stigu um borð í flug far eða skip frá Svíþjóð. Öllum, sem ferðast til Svíþjóð- ar og ekki hafa verið bóluseltir með fullum árangri á síðustu 3 árum, er ráðlagt að láta bólu- setja sig gegn bólusótt, segir enu jfremur i tilkynningu landlæknis. í frétt frá norsku fréttastof- unni í gær segir, að sænska hoil brigðismálastjórnin telji, enn sem komið er, ónauðsynlegt að fyrir- skipa f jöldabólusetningu í. Stokk- hólmi vegna bólusóttar-tilfeilanna þar. Heilbrigðismálastjórnin sænska telur ekki nauðsynlegt að fyrir- skipa bólusetningu meðan ekki er tilkynnt um örugg tiifelli með al fólks, sem ekki unmgekkst konuna, sem lézt fyrir þrem vik- um. geimferðar hans, sem stóð i tima, í dagr. Ráðgert hafði verið, að geimhylk lð lenti í fallhlif á Kyrrahafi um kl. 23.20 (ísl. tími) nálægt Mid- way-eyju, og þar beið mikiil fjöldi skipa, þar á meðal flugvéla móðurskipið „Kearsarge", reiðu- búin til að ná geimfaranum úr sjónum. Cooper, majór, kemur me'ð mik- ihn fjársjóð vísindalegra upplýs- inga úr geimferð sinni, og munn þær koma að miklu gagni við til- raunir til þess að senda mann til tunglsins fyrir Iok þessa áratugs. Þessi verkefni, þ. á. m. miklar myndatökur fyrír “vTsindamenn, urðu til þess, að Cooper sagði eitt sinn hlæjandi: „Það eina, eem ég geri er að taka myndir, myndir, myndir". En stundum tók hann sér hvíid frá störfum þeim, sem honum hafði verið falið að gera, til þess að senda önnur skeyti. Er Cooper flaug yfir Afríku á 28.074 km. hraða á klst., sendi hann ráð- stefnu æðstu manna Monroviu- ríkianna í Addis Abeba, Eþíópíu, heillaóskaskeyti. Öðru sinni sá hann þrumuveð- ur í aðsigi, þegar hann fór yfir Ástralíu. Hann aðvaraði strand- borgina Perth við storminum, sem í aðsigi var. Einnig fékk hann heillaóska- skeyti frá leiðtogum margra þjóða. Forseti E1 Salvador sendi beztu heillaóskir og birgðamálaráðherra Ástralíu sendi eftirfarandi skeyti: „Gervöll Ástralía fylgist með ferð yðar af miklum áhugá". Raunar fylgist allur heimur- inn með ferð Coopers í sjónvarpi eða útvarpi. Ekkert heyrðist frá kommúnistaríkjunum um geim- ferðina. Þetta fór ekki fram hjá blöðun- um. ítalska blaðið,- „II Popolo“ benti á í forystugrein, að Rússar tilkynntu aðeins um geimferðir sínar þegar vitað væri með vissu að þeer myndu heppnast. Sovézkir borgarar kynnast ekki geimferðahetjum sínum, fyrr en ferðin er hafin, en við vitum um öll einstök atriði varðandi Cooper og fyrirrennara hans, segir blaðið. Um það bil 700 blaðamenn frá mörgum ríkjum fylgdust með upp hafi geimferðar Coopers. Honum var skotið upp frá skotpailinum á Kanaveralhöfða kl. 13.04 eftir ísl. tíma í gær. Öflug Atlas-eld- flaug þrýsti „Faith 7“ geimhylki hans á fullkomna braut umhvetf- is jörðina. „Faith 7“ þaut í gegnurn geim inn á nær 8 km. hraða á sekúndu og fór yfir 105 ríki, eyjar og ný- lendur. Alls átti Cooper að ferðast 920 þús. km. áður en ferðinni átti að ljúka um 80 mílur suðaustur af Midway-eyju. Starfsmenn Mercury-tilraunar- innar áttu ekki nógu sterk orð til þess að lýsa árangri ferðarinn ar. „Ótrúlegt", sagði John A. Pow- ere, undirofursti, aðalformælandi Mercury-tilraunarinnar. „Snprð u- lausasta ferðin til þessa“, sagði Christopher Kraft, sem stjórnaði geimferðinni. Líðan Coopers var sögð ágæt Cooper kom hins vegar með skýringu á þessu. Hann hafði vakn að við að honum var heitt í bún ingnum. Hann lagfærði hitann og sofnaði aftur. Auk þessa skýrði Cooper svo frá, að líðan hans væri ágæt. — Læknar í aðalstöðvum tilraunar- innar hafa staðfest þetta. Æða sláttur hans, blóðþrýstingur og hiti hafa ekki sýnt neitt óeðlilegt, sögðu þeir. Þjóðhátíðar- dagur Norð- manna í dag Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARD AGUR Norð- manna er i dag, 17. maí. Normands laget í Reykjavík mun minnast þessa dags að venju, en kl. 8,30 , f. h. í dag fer fram athöfn I Foss j vog^kirkjugarði) er blómsveigur verður lagður á leiði Norðmanna,- Hann svaf í sjö tíma frá því er ) sem létu lífið í heimsstyrjöldinni hann fór í níundu hringferðina ; síðari. og þar til hann lauk við þá 14. | Þá mun norski sendiherrann „Ég svaf vel“, sagði hann Við | hafa boð inni fyrir norsk börn hlustunarstöðvar. Mælingar, sem á íslandi, og eftir hádegi vcrðnr gerðar voru á jörðu niðri, sýndu. j móttaka fyrir meðlimi Normands- að æðaslátturinn jókst mikið — I laget og ýmsa gesti í norska sendi frá 58—60 slögum að meðaltali ráðinu. — í kvöld verður svo í 100 slög -— eitt sinn töldu lækn j veizla í Sjálfstæðishúsinu og dans ar að hann hefði verið að dreyma. ' inu stiginn fram eftir nóttu. 40 KORNTILRAUN- IR Á 18 STÖÐUM TILRAUNIR með kornrækt eru geröar á 18 stöðum hringinn í kringum landið og lýkin- sáningu í tilraunareitina í dag, ef veður leyfir, sagði dr. Biörn Sigurbjörns son, stjórnandi tilraunanna, í við- tali við Albvðnhlaðið í gær. Alls eru tilraunirnar á að gizka 40 tals- ins. í flestum tilfellum eni þær gerðar í samráði við búnaðarráðu- nauta á hverjum stað, en á stöku stað í samráði við einstaka bænd- ur. Mest af tilraunum Atvinnudeild- ar Háskólans fer fram í Gunnars holti, að Kormilfsstöðum, í eigin stöð deildarinnar, og á Skóga- sandi. Tilraunirnar skintast í þrennt: í fyrsta lagi svok«Haðar afbrigða- tilraunir, sem miða að því að bera saman mismnnandi afbrigði af byggi, höfrum og hveiti. Eru í þess um tilraunum notuð um 60 af- brigði af hverri tegund. í öðru lagi eru gerðar áburðartilraunir, og loks koma svo kynbætur. Þær fara fram þannig, að víxlað er saman mismunandi afbrigðum og síðan valið úr. Sagði dr. Björn, að til- raunir þessar væru á þriðju kyn- slóðinni, en það tekur 7 ár að fá hreint afbrigði aftur, og síðan 3—4 ár til að fjölga því og koma á mark að. Fyrsta sáning var gerð á Skóga- sandi 12; marz. Var það korn, sem há var sáð orðið 5 sentímetra hátt og fallega grænt hinn 9. apríl, er Þlraunamenn komu austur til ann arrar sáningar. Um nóttina gerði áhlanpið fræga, og morguninn eft- ir var allt dautt. Hins vegar er hað kom. sem sáð var 9. apríl, nú orðið 8 sentímetra hátt og lítur ágæt- lega út. Varð bví ekkert meint af knldaniim. Síðasta sáning á Skóga sandi var svo 13. maí. GRASTILRAUNIR í FYRRA voru gerðar tilraunir með 2000 sýnishom af grasfræi. Samanburðartilraun hefur verið gerð á íslenzku vallarsveifgrasi og venjulegu grasfræi, sem keypt var í verzlun. Áætlar dr. Bjöm, að um 80% af íslenzka grasinu sé lifandi, en allt verzlunarfræið er stein- dautt. Það merkilega hefur gerzt í grastilraununum, að af þessum 12000 sýnishornum skarar EITT langt fram úr öðrum. Hitt hefur ekki þolað veturinn. Og þá vaknar spurningin, hvort gera megi þetta j eina afbrigði enn betra? MEKILEGT AFBRIGÐI í FYRRA og núna í vor hafa verið gerðar tilraunir með grasafbrigði, sem vixlað var vestur 1 Kaliforníu. Mæður í þessu afbrigði hafa verið fengnar fram af fræi 14 afbrigða, en feður úr fræi 5000 afbr. Hefur 110 kg. af bessu grasfræi verið sáð í Gunnarsholti og að Korpúlfsstöð- um nú tvö ár í röð. BONN, 16. maí (NTB-AFP) — Vestur-þýzka þingið staöfesti í morgun fransk-þýzka samstarfssamninginn. Áður hefur þingráðið staðfest hann, og um þessar mundir fjallar franska þjóðþingið um hann. Sama ingurinn var staðfestur einróma. Þetta er í fyrsta skipti síoan i styrjöld inni að mikilvægrt uanrikismál er samþykkt einróma með fulium stuðn ingi stjórnarandstöðunnar. ★ BÚDAPEST, 16. mai (NTB-Reuter) — Forsætisráðherra Ungverja- lands, Janos Kadar, sem er aðalritari ungverska kommúnistaflokks- ins, fór með flugvél frá Búdapest í morgun, sennilega til Moskvu, þar sem hann mun ráðfæra sig við sovézka leiðtoga. Vestrænir blaðamenn, sem að tilviljun voru staddir á Ferihegy-flugvellinum skammt frá Búdapest, sáu forsætisráðherrann stíga upp í tveggja hreyfla flugvél. Margir menn voru í fylgd með honum, en ekki tókst að bera kennsl á þá. Formælandi stjórnarinnar gat ekki staðfest eða neitað að Kadar hefði farið frá Búdapest. ★ POLA, Júgóslavíu, 16. maí (NTB-Reuter). — Nasser, forseti Arabíska sambandslýðveldisins, fór í dag með flugvél til Kairó að lokinni fjög- urra daga opinberri heimsókn í Júgóslavíu. Nasser hefur rætt við Tito, forseta Júgóslavíu. BÁT STOLIÐ AÐFARANÖTT s.l. miðvikudags var bát stolið, en hann hafði verið sjósettur vestur við Grandagarð. í gærkvöldi höfðu engar spurnir iboHst af bátnum, en hann mun hafa verið búinn góðri vél. Höfðu jeigendur hans gengið fjörur, en ekkert fundið. Báturinn er nokkuð stór, eða um 5 metrar á lengd, svartur og hvítur með grænurn borðstokk. — Þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið, eru beðnlr að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar. ALÞÝÐUBLAÐI9 — 17. maí 1963 3:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.