Alþýðublaðið - 17.05.1963, Side 9

Alþýðublaðið - 17.05.1963, Side 9
Tvennt er það í þessum heimi auk frjálsrar verkalýðshreyfingar, sem við teljum æskilegt, og #em er í svo nánum tengslum við luig- takið frjáls verkalýðshreyfing, óð nefna verður það í sömu andránni. Það er full atvinna og stöðugt verð lag. Við teljum það til frumrétt- inda sérhvers manns, að hann geti fengið atvinnu sér við hæfi, ef hann óskar þess. Þar sem flostir eru þannig gerðir, sem betur fer, að vilja vinna, er hér um að ræða almenna ósk, sem þar að auki er við haldið og knúinn frain af þörf. Við viljum einnig hafa stöðugt verðlag. Ástæðan er að sjálfsögðu sú, að við óstöðugt verðlag — að sjálfsögðu er átt við hækkandi verðlag, sem auk þess er reglan — eru laun okkar sífellt að lækka og undir hælinn lagt að úr fáist bætt, og a.m.k. ekki fyrr en eftir dúk og disk. Stundum er sagt, og það með nokkrum rétti, að viö getum aðeins kosið okkur eitt- hvað tvennt af þessu þrennu: Fuil atvinna og stöðugt verðlag hljsti að leiða til ófrelsis verkatýðsitreyf ingarinnar, full atvinna og frjáis verkalýðshreyfing leiði til óstöð- ugs og hækkandi verðlags, en stöð ugt verðlag og frjálg verkalýðs- hreyfing til meira eða minna ai- vinnuleysis. Hvernig er þetta Ujá okkur í dag? Við höfum fulla at- vinnu og frjálsa verkalýðshreyf- ingu, en mjög óstöðugt verðiag. Á árunum eftir 1934 höfðum við stöðugt verðlag og frjálsa vorka- lýðshreyfingu en mikið atvinnu leysi.. í einræj'isríkjunum er sfóð- ugt verðlag og full atvinna, en verkalýðshreyfingin er ekki frjáis. Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna að þetta, sem nú var sagt, sé iög- mál, sem ekki verði umflúið. Ég Iæt ykkur um að dæma um það, og vissulega er hér um alvarlegt í- hugunarefni að ræða. í hverju einasta ríki í Vestur-Evrópu er lögð á það vaxandi áherzla. að af- sanfta í verki þess ískyggilegu kenningu, og hún er fyrir það i- skyggilegri en ella, að auðvelt er að færa fyrir henni bæði fræðiieg og ekki sízt söguleg rök. Það er eftirtektarvert, að óvíða, jafnvel hvergi, hefur betur tekizt að samræma fulla atvinnu, stöðugt verðlag og frjálsa verkalýðshreyf ingu| en þar sem verkalýðshreyíing in hefur náð hæstum innri þroska, en það er einmitt í þeim löndum, þar sem áhrifa jafnaðarmanna gæt- ir mest á hinum pólitíska vettvangi Það er minnzt á nýjar leiðit í kjdhabarátílunni’. Eðlilegt er að spurt sé: Hverjar eru þær leiðir, sem hverfa á frá? Það er að mín- um dóirii ekki hægt að taka upp alvég riýjar leiðir, og hafna til II——— m—ii i iiifniiiiiiMiii fulls þeim gömlu. í þessu sambandi kemur beiting verkfalisréttar'jns vissulgga fyrst í hug. Um nann út af fyrir sig, er rétt að fara nokkr- | um orðum. Á bernskudögum verkalýðs- hreyfingarinnar var verkfallið «vo til eina vopnið sem hinn vinnandi lýður gat beitt í sókn eða vörn. Minna má á, að það kostar harða minna má á, að það kostaði haroa baráttu að fá þann rétt viðurkennd an, fyrst af samtökum atvinnurek- enda og síðan af almenningsáliti og löggjafa. Þróunin hefur orðið sú, að einmitt þeim, sem bera verka lýðshreyfinguna mest fyrir fcrjöni er stöðugt að verða það betur og betur Ijóst, að beiting þessa réít ar hefur í sér fólgna mikla ann- marka. Það er einfaldlega vegna þess, að verkföllum fylgir óhjá- kvæmilega truflun á framleiðslu- störfum, og það sem meira er, truflunin kemur ekki aðeins fiam gagnvart þeim, sem verkfallinu er beint gegn, heldur þjóðfélaginu í | heild og þar með þeim þjóðfélags þegnum, sem verkalýðshreyfingin ! á ekkert sökótt við. En ekki nóg | með það. Verkföllin eru máske rvo afdrifarík fyrir þátttakendurna sjálfa, að jafnvel þótt þau vimrist, sem svo er kallað, þá er ávinrting urinn stórlega skertur. í fyrsta íagi vegna tímatapsins og í öðru h-gi vegna framleiðslustöðvunar, scm þegar frá líður kemur niður á óll- um jafnt á hinum sigrandi verkfallsmönnum, sem öðrum. í árdögum verkalýðshreyfingar- innar beindust verkföll gjarnan gegn einstaka atvinnurekanda eða gegn nokkrum atvinnurekendum á sama stað. Þjóðfélagslegt tjcn af völdum verkfalla við þær aðstæður jVar hverfandi lítið. En við tilknmu , vinnuveitendasambanda og verka jlýðssambanda, breytist viðh jríið gjörsamlega. Verkalýðsbaráttan færist yfir á breiðara svið. Nú eig ast ekki við litlir hópar manna gegn fáum vinnuveitendum, heldiir i heildarsamtök á báða bóga, og tjón það, sem áður var staðbundið margfaldast að umfangi, verður að þjóðfélagslegum vanda. Litli hópurinn gat gert sér von ir um að fá stærri skerf af kókunni og fyrir honum vakti ekki að fá stærri köku til skipta. Og þetta er kjarni málsins: Þegar það lýk/.t upp fyrir liinum vinnandi manni og samtökum hans, að til lengdar sé sú stefna heillavænlegri að vinna að því að stærri kaka verði i til skipta, þá skiptir sjálf verkalýðs baráttan um eðli. Óvarfærnisleg beiting hennar hlýtur að verka sem hemill. á að sá árangur riaist sem tlil gr ætíþzt. Við riöfum fjölda af hliðstæðum dæmum um þetta ur atvinnusögu síðari alda. Tökum t.d. það fyrirbrigði, að með an skilningur manna á náttúruniri var takmarkaðri, töldu þeir hag sin um bezt borgið með því að komast yfir sem mest af auðæfum henr.ar á stuttum tíma, m.ö.o. komu ekki auga á hættuna, sem þeim sjálfum stafaði af því til langframa. í kapphlaupinu um sem -tærst an skerf af kökunni gleymlist mönnum að líta til framtíðarmntr og eyddu náttúrugæðum, sem svo leiddi til þess að þeir sjálfir og þjóðfélagið urðu fyrir óbætanlegu tjóni. Menn sáu ekki að til lengd ar myndi það farsælla að vinna að því að fá stærri köku til skipta. Stundum heyrir maður þetta: Öll verkföll eru til bölvtmar og við skulum banna þau. Þetta er fljótfærnisleg fullyrðing og 'nvort tveggja er að hún er röng, en p .tt hún væri það ekki, þá er ekki lengra síðan beiting verkfallsretr- arins var óhjákvæmileg og viður kennd nauðs. en svo, að hinn skipu lagsbunflni ve^kalýður má ekki til þess hugsa, að vera sviptur því vopni. Þar við bætist, að væru verkföll bönnuð, kynnu óvönduð þjóðfélagsöfl að vilja ganga a Jag- ið og svipta verkalýðinn hluta af þeim réttindum, sem hann nýtur nú í skjóli vérkfallsréttariris, jafn vel án þess að honum sé beitt. Þetta er hliðstætt því orðtaki, að viljurðu frið, þá skaltu Dúa þig undir stríð. Þetta hljómar eins og mótsögn, en er spaklega sagt eigi að síður. Nýjar leiðir í kjara baráttunni eru ekki þær að af- nema verkföll, ekki heldur í því, að takmark^ þau við annað cn það, að ákvarðanir um þau séu teknar á lýðræðislegan hátt. Sama er að segja um verkbönn. Samtök vinnuveitenda verða líka að njóta hliðstæðs réttar við samtök hmna vinnandi manna. Ef um nýjar leiðir í kjarabarátt unni er að ræða, þá hljóta þær að verða að felast í lausn þess verkefnis, að sameina baráttuna fyrir stól-um skerf af kökunni, því að kakan stækki. M. ö. o. verk- efni kjarabaráttunnar verði það, að krefjast sanngjarnrar þóknunar fyrir tilstuðlun vinnunnar að sköp un verðmæta, um leið og það er haft að leiðarljósi, að stuðlað sé að sem mestri verðmætasköpu.i. Hér er máski ekki vikið frá upp haflegu hlutverki verkalýðsbarátt unnar, en því er í öllu falli bei'it inn á framandi svið. Verkefnið er ekki lengur það, að vernda hinn vinnandi mann og hjálpa honum að ná rétti sínum og santi gjarnri þóknun fyrir vinnu sína, lieldur eru samtök vinnandi mamia ef að þessu er horfið, orðin sér þess meðvitandi, að í þeim sjálfum felst afl til sjálfstæðra áhrifa á þróun efnahagslífsins. Eigi þarf orðum að því að eyða, að það er ekkert nýtt, að þau séu það afl. Hitt er tiltölulega nýtt, að þau geri sér það Ijóst að enn er eigi kornin sú tíð, að þau vinni sam- kvæmt þeirri vitneskju. Eu iími er til þess kominnn, og skal það nú athugað nánar. Hér að framan hefur vcrið rak- ið í örstuttu máli upphaílegt lnut verk verkalýðshreyfingarinnar og ' kjarabaráttunnar. Ég hef orðað það svo, að hlutverkið hafi verið þuð að krefjast sem stærstrar srieiðnr af kökunni. Ef við erum s.immála um, að láta okkur ekki nægja beua eitt, heldur láta baráttuna smiast Framhald á 13. síðu. Bílaperur í fjölbreyttu úrvali fyrir skoðunina. JÓH. ÓLAFSSON & CO. HVERFISGÖTU 18_REYKJAVÍK. SÍMAR: 1-1984 & 1-1630. Bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu ítalskir Kvenskór Ný sending. Stórglæsilegt úrval. Skóval Austurstræti 18 Eymundsonarkjaliara. K! Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100 MIWIIlllllllllllllllHMIIIlllllillllilllMllllllllllllililillllilllSilltiBlllllllllilillMillilillillllllllBlllBlllllllillffi ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. maí 1963 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.