Alþýðublaðið - 19.05.1963, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1963, Síða 1
sem tryggi frelsi einstaklingsins, félags- legt öryggi, næga atvinnu, réttláta tekju- skiptingu og fullkomin menntunarskilyröi % ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur samþykkt nýja stefnuskrá. Samkvæmt henni stefnir flokkurinn að því að skapa hér á landi velferðarríki, er grundvall- ist á traustu lýðræði og algeru jafnrétti. Alþýðuflokkurinn stefnir að því að skapa réttlátt þjóðfélag, þar sem allir húa við velmegun og enginn þarf að óttast. um afkomu sína, mannréttindi sín eða frelsi sitt. Alþýðuflokkurínn telur leiðina að þessu marki þá, að ísleadingrar hélgi sér markmið jafnaðarstefn- Onnar í því skyni að tryggja: 1. ÞJÓÐFÉLAG, sem setur frelsí einstaklingsins í óndvcgi osr verndar hann fyrir hvers konar kúgrun ogr ofríki, gcrir alla þeg-na jafna fyrir lögrum og tryggir fé- lagslegt réttlæti. ?. ÞJÓÐFÉLAG, sem hcfur skipu- lega heildarstjórn á efnahags- kerfinu til þess að tryggja al- menna velmegun, næga atvinnu réttláta tekjuskiptingu og sann- gjarna niðurjöfnun skatta, örv- ar framtak einstaklinga, féiög pg opinbera aðila, en lætur esgn og stjórn atvinnutækja lúta hags munum þjóðarheildarinnar. 3. ÞJÓÐFÉLAG, sem veitir öllum þegnum sínum öryggi irá vöggu til grafar, verndar lítilmagnana, tryggir afkoinu sjúkra, ijrkumla og gamalla. 4. ÞJÓÐFÉLAG, sem veitir öllum jafnan rétt til hvers konar menntunar án tillits til búsetu eða efnahags, örvar menningar- starf og eflir listir og vísindi. 5. ÞJÓÐFÉLAG, sem er aðili að alþjóðlegu samstarfi þjóða til varðveizlu friðar og frelsis. Framundan er barátta fyrir þjóð félagi jafnaðarstefnunnar. í þeirri baráttu vill Alþýðuflokkurinn liafa samstöðu með frjálslyndum öflum, sérstaklega samtökum launþega og annarra neytenda. tSjá opnu). ALLT Á HULDU! ELAÐIÐ ræddi í gær við Loga Einarsson, yfirsaka- dómara, og innti hann frétta um „njósnamái* Þjóðviljans, en eins og kunn- ugt er, afhjúpaði Vísir lyga- vef kommúnista í fyrradag, og stcndur nú hver fullyrð- ingin upp á móti annarri í þessum blöðum. Logi sagði, að ekkert væri nýtt að frétta í því máli. Spurningu um, hvort Ásgeir hefði í hyggjti að kæra þau ummæli Þjóð- viljans í gærmorgun, að hann væri njósnari bandaríska sendiráðsins, svaraði yfirsaka dómari þannig, að sér væri ekki kunnugt um það. \ Afvinnutækin lúti heildinni EINN mikilvægasti kaflinn í hinni nýju stefnuskrá Al- þýðuflokksins er kaflinn inn hagkerfi jafnaðarstefnunnar. Þar segir svo: Alþýðuflokkurinn telur eðlilegt, að íslenzkt hagkerfi sé reist á opinberum rekstri, samvinnurekstri og einkarekstri. Höfuðatriðið er, að eign og yfirráð atvinnutækja þjóni hags- munum þjóðarheildarinnar, en ekki cingöngu einstaklinga eða hópa inanna. Opinber fyrirtæki skulu skipa veigamikinn sess í íslenzku þjóðfélagi. Ríki og sveitarfélög hafi forystu um að koma á fót og viðhalda þjónustustofnunum og atvinnutækjum, orkuvemm og stóriðju. Þá er kafli er nefnist lýðræði í efnahagsmálum. Hann er á þessa leið: LÝÐRÆÐI í EFNAHAGSMÁLUM. Alþýðuflokkurinn telur íslenzku þjóðfélagi hættulegt, að mikið efnahagsvald safnist á hendur einstakra eða fárra manna. Setja verður löggjöf um stórfyrirtæki og fyrirtækjasam- steypur til að tryggja lýðræðislega stjórn þeirra og birtingu upplýsinga um hag þeirra og starfsemi, og einnig löggjöf, er keinur í veg fyrir einokun eða myndun einorknnarhringja. I stjórnum fyrirtækjasamsteypa og stærstu fyrirtækja sitji full- trúar hins opinbera. Efla skal starfsemi gagnkvæmra trygg. ingarfélaga, er skili hinum tryggðu ágóða sínum. StefnuskráBii í heild á bls. 8r 9 og10. SKEMMTUN Á-LISTANS ER / DAG MÆÍIÐ ÖLL Eggert Guðm. Ófeigur Þuríður Það er í dag kl. 2, sem A- lista skenuntunin verður í Súlnasalnum í Hótel Sögu. Þrír frambjóðendur A-Iistans flytja ávörp, þ.e. þeir Guð- mundur Magnússon skóla- stjóri, Ófeigur J. Ófeigsson læknir og Eggert G. Þorsteins son alþingismaður. Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona syng ur einsöng Jórunn Viðar píanó leikari leikur undir. Söngkvart ett syngur: Árni Tryggvason Bessi Bjarnason, Brynjólfur Jóhannesson og Lárus Ingólfs son. Kynnir verður Sigurður Guðmundsson. Einar Jónsson píanóleikari leikur á milli at- riða. Síðdegiskaffi verður iram reitt meðan á dagskrá stcnd ur. Aðgöngumiðar eru afhent ir í skrifstofu Alþýðuflokks- ins og hjá trúnaðarmönnum um allan bæ. Stuðningsmcnn A-listans! Mætið vel og gerið , kjósendafagnaðinn glæsilegau

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.