Alþýðublaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 2
KroiígigtÐju
< Knotjórir: Giáll J. Astþórssor (át) Og Benedlkt Gröndal,—ABstotJarrltstJórl
i •jorgvla GuCmundsspn — Fréttastjóri: Sigvaldl Hjóimarsson. Símar.
! M909 — 14 302 — 14 903. Auglýslngasíml: 14 906 — ASsetur: AlþýöuhúslO.
| _ yren smiOja A'.þýOublaOsins, Hverfisgötu 8-10 — Asliriftargjald kr. 65.00
j I I Uaaaaiilu kr. 4 00 elnt. tltgefandl: AiþýOuflokkurinn
Til mikils mælzt
FRAMSÓKNAHFLOKKURINN þykir tilætlunar-
samur, og þetta sagði glöggt til sín 1 Tímanum nú
á dögunum. Hann mæltist til þess, að tveggja flökka
kerfi yrði upp tekiið á íslandi, og lofaði mjög það
fyrirkomulag. Hugmynd hans er sú, að Framsóknar
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verði keppi-
: nautarnir í íslenzíkum stjórnmálum.
Samkvæmt þessu eiga Alþýðuflokkurinn
og Alþýðubandalagið að hverfa af sjónarsvið-
inu. Það er að heimta nokkuð mikið. Þessir
tveir flokkar fengu í haustkosningunum 1958
, samtals 26531 atkvæði. Framsóknarflolduir-
inn varð þá að láta sér nægja 21884 atkvæði
eða 4647 atkvæðum færra en Alþýðuflokkur-
inn og Alþýðubandalagið. Eigi að síður finnst
Tímanum stund tveggja flokka kerfisins upp
runnin á íslandi. Þetta yrði að sönnu ærið
hagræði fyrir Framsóknarflokkinn, en ýms-
um mun finnast tilætlunarsemin of mikil.
Tíminn segir, að með þessu móti yrði vinstri
stefnu betur þjónað á íslandi. Sú fullyrðing fær
ekki staðizt, nema hann álíti, að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé allt í einu orðinn vinstri flokkur. Sann-
leikurinn er sem sé sá, að Framsóknarflokkurinn
rverður að flestu leyti að teljast íhaldssamasti flokk
ur landsins, þegar hann er veginn og metinn á
vogarskál málefnanna. Dekur hans við kommún-
ista undanfarið breytir í engu þeirri staði'eynd.
Framsóknarflokkurmn naut um langt ára-
skeið sérréttinda úreltrar kjördæmaskipunar
og átti mun fleiri fulitrúa á alþingi en svaraði
fylgi hans í landinu. Nú hefur fengizt leiðrétt-
ing þessara mála að frumkvæði Alþýðuflokks-
ins. Þá gerir Framsóknarflokkurinn sér hægt
um vik og mælist til tveggja flolcka kerfis í
íslenzkum stjórnmálum, svo að hann verði einn
um hitu samkeppninnar við Sjálfstæðisflokk-
inn, þó að fylgi hans sé mun minna en þeirra
tveggja flokka, sem vílcja eiga til þess að Fram
sóknarflokkurinn standi hetur að vígi. Fylgis-
munur, sem nemur 4647 atkvæðum, skiptir
hann engu máli. Þannig er lýðræðisást Fram-
sóknarflokksins. Auðvitað er þetta bamaleg
heimtufrekja. En hún talar vissulega sínu
máli eigi að síður.
Hér mun mörgum finnast til mikils mælzt —
! allt of mikils. .
Auglýsið i Alþýðublaðinu
SUMARTÍZKAN
1963
FALLEGRA OG
GLÆSILEGRA ÚRVAL
EN NOKKRU
SINNI FYRR
o-O-o
HERRAFÖT - JAKKAR
BUXUR - FRAKKAR
PEYSUR - SKYRTUR
.............................................................................miiii*iiHiii*«**»»****»»****»iMi»Wfg
I Kvöldskemmtanir Kvenfélags Alþýífuflokksins.
i + Gott starf fyrir aldraS fólk.
ir Einmana fólk, sem aldrei fer neitt.
Minnt á gamla tillögu.
5 5
»•lllIlIlMllMlMH»,,»,"»,»,,,,,,,»,MM*MlMlMMMMM*,»,»»»",,,,,,,,l,,,,l,,,l,,,,,,",MI,,,,,l,,,"",*l,l,,l,l,l^,l,l,,,,,••
KVENFÉLAG Alþýðuflokksins
Jiefur allmörg undanfarin ár efn.t
til kvöldskemmtunar fyrir aldrað
fólk. Hin síðasta var á mánudags-
kvöld. Þá var Iðnó fullskipað öldr-
uðu fólki, sem naut veitinga og
ýmissa ágætra skcmmtiatriða og
undi sér hið bezta. Það er gott
starf og gagnlegt, sem kvenfélagið
vinnur í þessu efni, enda njóta
þessar skemmtanír þess mikiila
vinsælda.
MJÖG MARGX af því fólki, sem
boðið er á þessar árlegu skeramt-
anir kvenfélagsins, sækir aldrei
skemmtanir og fer yfirleitt mjög
líUð af heimilum sínum. Það er
því mikil upplyfting fyrir það að
zsækja þessar skemmtanir, enda
hlakkar það til þeirra allt árið
ÞVí fólki, sem víða fer, tengur
kannske erfiðlega dð setja sig inn
í þetta, en svona cr jy ð sarnt.
HÉR í BORGINNI er mikill
fjöldi af einmana, öldruðu fólk;,
sem nýtur fárra vina og kutiningja,
fær mjög sjaldan heimsóknir og
fer ekkl neitt nema ef það fer í
verzlanir til þess að afla sór nauð
sýnja. Sérstaklega eru konur fjöl-
mennar í þessum hópi, konur. sem
ekki hafa gifst eða éru orðnar
ekkjur — og börnin þeirra farin
að heiman. Brautir æskunnar og
ellinnar liggja ekki saman, hvort
sem mönnum líkar það betur eða
ver og heimsóknir eru ekki tíðar.
ÉG ÞEKKI ALLMIKIÐ af öldr-
uðu fólki, sem þanrng er ástatt um.
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég
um málefni þess. Ég gat þe6s að
hér starfaði ekki neinn félagsskap
ur, sem veitti því aðstoð, en til
Framhald á 14. síðu.
£ 22. maí 1963 — ALÞÝÐU3LAÐI0