Alþýðublaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 4
HVAÐ GÆTU ÞEIR GERT? STJÓUNARANDSTAÐAN hefur vcrið fyrir- fram á móti öllum úrræðum núverandi ríkis-- stjórnar og telur svo auðvitað eftir á, að þau hafi mistekizt eitt af öðru. Staðreyndirnar skipta hana engu má!i í þessu sambandi. Þetta heitir að berja höfðinu við steininn. Minnisstæðastur er spádómur Karls Krist- jánssonar um móðuharðindi af mannavöldum sem afleiðingu stjórnarsamvinnunnar. En það, scm gerðist, er þetta: Atvinna hefur aldei ver- ið meiri og almennari í manna minnum. Spari- fé hefur stóraukizt í bönkunum. íslendingar hafa komið sér upp verulegum varasjóði erlends gjaldeyris og standa því miklu betur að vígi en áður, ef harðnar í ári eða snöggar verðsveiflur koma til sögunnar. Heillavænleg þróun atvinnu- lifsins heldur áfram til lands og sjávar. Samt er- um við auðvitað ekki í jarðneskri paradís, þar sem allir hafi allsnægtir og enginn þurfi yfir neinu að kvarta. Verðbólgan er til dæmis öllum ábyrgúm mönnum ærið áhyggjuefni. En vissu- lega hefur mikið áunnizt, og einmitt þess vegna standa vonir til, að framtíðarvandi efnahagsmál- ar.na leysist. Menn beri þetta saman við ástandið í órslok 1958, þegar Iiermann Jónasson gafst upp ■á hengiflugsbrúninni, fórnaði upp sínum glímu- mannshöndum og kunni engin ráð. Hlutverk Axlar-Bjarnar. ÞESSI árangur er ekki fyrir hendi samkvæmt fullyrðingum stjórnarandstöðunnar. Þvert á_ móti: Tíminn og Þjóðviljinn keppast við að sann færa þjóðina um, að hér sé hallæri og að öll við- Ieitni ríkisstjórnarinnar hafi mistekizt, enda að- eins fyrir henni vakað að klekkja sem eftirminni legast á landsmönnum, stéttum og einstakling- um. Verk ríkisstjórnarinnar eru henni líkt og sólin Axlar-Birni forðum daga. Hún sér þau ekki. Aðferð hennar er sú að loka augunum og neita staðreyndum. Slík baráttuaðferð er sjórnarandstööunni á- reiðanlega hættuleg. Þetta er Jíka sumum hyggn ari og gætnari málsvörum hennar ljóst, þegar þeir koma i heimabyggðir sínar og kjördæmi og gefa sig á tal við sjáandi fólk. Þá segja baráttu- menn Framsóknarflokksins eins og Björn á Löngumýri og Vilhjálmur á Brekku allt í einu sannleikann og viðurkenna, að hér eru engin móðuharðindi, heldur einstakt árferði í góðri sambúð guðs og manna og lands og þjóðar. En þær vitnanir sjást aldrei í Tímanum eða Þjóð- viljanum. Þar eru málefnin rædd af skapsmun- um Axlar-Bjarnar. Púðurskot í myrkri. EN HVER hafa svo mál stjórnarandstöðunn- ar verið á útlíðandi kjörtímabili? Því er ósköp fljótsvarað: Hún hefur barizt gegn öllu, en ekki fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Stefna hennar er neikvæð. Þannig er auðvelt að starfa í minni hluta á alþingi. En myndi ekki þjóðin eiga kröfurétt á að vita, hvernig Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn hefðu brugðizt við þeim vanda, sem komið hefur í lilut Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins að leysa? Það skyldi mað ur ætla. Þá væri unnt að gera einhvern saman- *">rð á ríkisst.lóminnl og stjórnarandstöðunni. Nú er hann alls ekki fyrir hendi. Stjórnarand- s+aðan hefur legið fyrir-akkeri allt kjörtimabilið eins og skip í myrkri og skotið púðurskotum út í bláinn. Hvernig væri umliorfs í íslenzkum stjórn- málum, ef Alþýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn fengju sameiginlegan meirihluta og ættu að takast á hendur vanda landsstjórnarinn- ar? í fyrsta lagi: Hafa þcssir flokkar nokkur málefni? í öðru lagi: Gætu þessir flokkar komið sér saman um nokkur úrræði, þó að foringjum þeirra dytti eitthvað í hug? Sannleikurinn er ein- faldlcga þessi: Það er enginn vandi að berjast GEGN öllu. Hitt krefst nokkurs að berjast FYRIR einhverju. Brigzlin ganga á víxl. KJÓSENDUR ætlast áreiðanlega til þess, að Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn svari þvílikum spurningum og öðrum slíkum. Þessir tveir flokkar hafa verið eins og samvaxnir tviburar í stjórnarandstöðunni allt kjörtimabilið, en í kosningabaráttnnni kemur smám saman í Ijós, að þeir eru engan veginn á eitt sáttir. AI- þýðubandalagið brigzlar Framsóknarflokknum um þá hugrenningarsynd að vilja komast í stjórn með Stjálfstæðisflokknum. Framsóknarflokkur-- inn ber Alþýðubandalagið aftur á móti gömlum og nýjum sökum, sem aldrei fyrnast. Hvað eiga svo kjósendur að halda? Stefnan er ekki aðeins neikvæð gagnvart ríkisstjórninni og verkum hennar. Alþýðubandalagið hefur einnig neikvæða afstöðu til Framsóknarflokksins, þegar á reynir, og Framsóknarflokkurinn geldur Alþýðubanda- laginu líku líkt. Það væri ömurleg tilhugsun, að slík hersing fengi meirihlutavald á Alþingi íslendlnga. Stjórn arandstöðunni hæfir vissulega bezt að halda á- fram púðurskotunum úti í myrkrinu. Herjólfur BlLALEIGUR i REYKJAVlK ®teiðraði ritstjóri. í Dagblaðinu Vísi birtist þriðju <laginn 14. maí sl. grein, sem nefn #st „Bílaleigur í Reykjavík“. -'supt -ar munu skoðanir um ýr.iisiegt, .sero þar er staðhæft, eins og geng «ir. Vegna þess, að Bílaleígan Bíll *nn á engan hlut að sumum þeim *koðunum, sem fram eru settar í «umræddri grein, biðjum við yður aum rúm. fyrir eftirfarandi ! heiðr- *iðu blaði yðar: t fyrrnefndri grein Visis cr tal- .að um geigvænlegar afleijjnagr diarðnandi samkeppni í þessari fþjónustugrein. Okkar skoðun er £Ú, að samkeppni muni, þegar til dtengdar -lætur, fyrst og fremst tryggja viðskiptavinum bílaleig- anna fullkomna þjónust.u, og álít- um við að síður en svo sé hér á döfinni neitt tiltakanlegt aimennt vandamál. Sérstaklega viljum við taka af öll tvímæli í sambandi við þann harða dóm, er „flestar bilaleigurn ar og forstöðumenn þeirra" leggja á landa sína sem leiguta -i b*.f- reiða. í nefndri grein er svo að orði komizt: „Flestar bílaieigurr- ar virðast taka þá (þ. e. erienda ferðamenn) fram yfir innfædda. Forstöðumenn þeirra segja, að út- lendingar séu ábyggilegri og kurt eisari en íslenzkir leigjendur. — Einkum liggur þeim ekki of gott orð til sjóma.ina, sem fá lcigðan bíl, fara í tveggja og þriggja daga ferðir í landlegu eftir að hafa greitt hinar föstu Jrúsund krónur fyrirfram, en eiga svo ekki meiri peniijga, þegar til greiðsíu á le g- unni kemur". Um framangreint tatar auövit- að hver eftir sinni reyn/lu. Fiest- ir erlendir ferðamenn hafa reynzt hinir ágætustu leigutakar hj.á okk- ur og að öllu leyti yerðuglr þeirr ar þjónustu, sem við .látum í té almennt, án tillits til þjóðernÍ3. H:'ns vegar viljum við láta koma skýrt fram að svo að ekki verði um villzt, að við teljum útlaadinga hvorki ábyggilegri né k'irteisari en islenzka leigutaka. Þá berum við sjómönnum hvort sem er í landlegu eða öðrum frí- um hið bezta orð. Þeir hafa frá upphafi verið meðal beztu við- skiptavina okka.r. Með þökk fyrir birjhiguua. Bflaleigan Bíllinn. Guðbjartur Páisson. 4 22. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ódýrar íbúð ;ir fyrir unga fólkið tillaga Alþýðu- flokksins BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu frá borg- arfulitrúa Alþýðuflokksins um at hugun á húsnæðisvandamálum ungs fólks, sem er að byrja bú- skap. Björgvin Guðmundsson, vara- borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, flutti svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavíkur telur, að tilfinnanlega skorti í borginni litlar, ódýrar íbúðir fyrir efnalítið ungt fólk, sem er að byrja búskap. Telur borgar- stjórnin nauðsynlegt, að úr þessu verði bætt roeð byggingu lítilla íbúða, sem unnt væri að selja og leigja með góðum kjör um ungum hjónum, sem eru að stofna heimill. Borgarstjórnin felur borgar- ráði og borgarstjóra að kanna, hve mörg ný heimili eru stofn- uð í Reykjavík á ári hverju og hversu mikil þörf er á því, að borgarfélagið aðstoði við iausn húsnæðisvandamála ungs fólks, . sem er að byrja búskap". Þór Vilhjálmsson (S) lagðl til að tillögunni yrði breytt og flutti hann breytingatillögu, er fól í sér efnisatriði síðari hluta tillögu Björgvins. Var sú tillaga samþykkt. BÍLHAPP- DRÆTTI DregiÖ 17. júní. Kaupið miða strax, drætti ekki frestað. Skíðadeiid BR. _ Sími 24204 Sw*íH*e,prjfts?NSSON 4 co. p o box um - mykjavik RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 Nylon regnkápur 3 gerðir, brúnar, bláar og köflóttar. Allar stærðir. — Verð frá kr. 460.— Bernharö Laxdal Kjörgarði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.