Alþýðublaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 8
• I t i * j » i I STIRETTUR 6E( NÞÁTTASKILNA HÆSTIRETTUR Bandankj- anna hefur kveðið upp úrskurð sem ekki er talinn síður mikil- vægur en úrskurður sá, sem kveðinn var upp 17. maí 1954. Þá var fullyrt, að kynþátta- aðskilnaður í opinberum banda rískum skólum bryti í bága við stjómarskrána. Hinn 20. maí 1963 lét dómstóllinn síðan ttl skarar skríða gegn kynþátta- aðskilnaði þeim, sem viðhafð- ur er í veitingahúsum í Suð- urríkjunum. Úrskurðurinn, sem Earl Warren yfirdómari hafði hönd í bagga með einn- ig að þessu sinni, kveður á um það, að samþykktir, sem yfirvöld í fimm. suðurríkjum hafa gert, gangi í berhögg við stjórnarskrána. Hér er um að ræða sam- þykktir, sem eru á þá leið, að ekki sé kleift að afgreiða hvíta menn og svarta hlið við hlið á veitingahúsum. í samræmi við þetta eru skiltin, sem sjá má víðs vegar í suðurríkjun- um og á stendur: „Aðeins fyr- ir hvíta.” Hæstiréttur úrskurðar einn- ig, að það brjóti í bága við stjórnarskrána, að reyna að gefa út lög um kynþáttaað- skilnað, sem í sjálfu sér stríði gegn stjórnarskránni. Á þess- um forsendum ómerkti dóm- stóllinn dómana yfir 28 þel- dökkum og þrem hvítum stúdentum, sem tekið höfðu þátt í svokölluðum setu-mót- mælaaðgerðum. Hæstiréttur hefur fjallað um málin síðan í nóvember I fyrra. Flest málin eru tengd bæn- um Birminghnm í Alabama, sem hefur verið svið alvarlegra óeirða upp á síðkastið. í einu málanna var ómerktur dómur yfir tveim negraprestum, er höfðu verið fundnir sekir um að hafa átt þátt í og hvatt til brota á kynþáttalögunum, eins og það var orðað í dómnum. Warren yfirdómari kemur fram með þessa athugasemd við þetta: Það getur ekki verið af- brot að hvetja til nokkurs, sem í sjálfu sér er ekki af- brot. —o— Hæstiréttuf hefur enn á ný látið í ljós skoðun sína á kyn- þáttastefnunni i suðurríkjun- um á sama tíma og loftið verð- ur meira lævi blandið en nokkru sinni fyrr. Til þessa hefur aðferð foringja hinna þeldökku og hvitra banda- manna þeirra verið að forðast valdbcitingu og fara að lögum. En óþolinmæðin hefur vaxið, og ný kynslóð er komin til sögunnar — kyn- slóð, sem hefur meiri trú á virkum aðgerðum. Enn sem komið er, hafa öfgasinij-'r ekk> fekið við stjórn inni, en margir óttast, að það geti orð'ff, ef negrarnir fái ekki aU-^-lega leiðréttingu s'nna mála. Einnig hefur mátt greina ágreining mcðal hvítra manna í suðurríkjunum. Yfirleitt taka yfirvöldin ofgakennda afstöðu, cn meðal borgarbúa éru að verki sterk öfl, sem vilja mála- miðlanir til þess að koma í veg fyrir styrkleikaþróf. Hér er einkum urn kaupsýslumenn að ræða. Slíkt styrkleikapróf mundi mundi m. a. fela i sér, að negrar neituðu að verzla í búð- um hinna hvítu. Af þessu mundi hljótast tilfinnanlegt tjón á þessum svæðum, þar — : aðskilnaður á kaffihúsum ólöglegur. sem helmingur íbúanna er oft negrar. Vitað er, að samtök svertingja hafa á prjónunum áætlanir um að grípa tii þessa vopns, ef kröfum þeirra verð- ur ekki sinnt. —o— Mikilvægt atriði í sambandi við úrskurð hæstaréttar er, að æðsti dómstóli landsins hefur í fyrsta skipti vakið athygli á þvi, að óbreyttir borgarar ger- ast sekir um brot á stjóruar- skránni, ef þeir viðhafa kyn- þáttaaðskitnað. í reynd eru þetta veitingahúsaeigendurnir, sem setja upp skiltin og biðja negrana að hafa sig burtu. Bannið gegn misrétti varð- ar því ekki aðeins opinber yf- irvöld heldur einstakiinga einn- ig. Langt er þangað til þessi hugsanagangur ræður lögum og lofum í suðurríkjunum. Yfirleitt verðr langt þangað til net fordómanna verður rif- ið niður í suðurríkjum Banda- níkjanna. N£u ár eru síðan hinn sðgulegi úrskurður um kynþáttaaðskilnað í skólum var kveðinn upp, en hve mik- ið hefur miðað áfram í reynd? Enn er ráðizt gegn kynþátta- misrétti, en hvenær er hægt að vona að hvítir menn og svartir geti setið saman £ veit- ingahúsum? Það, að sambandsstjórnin ber byrðar sambandsdómstóls- ins, er mikilvægt atriði, en af- staðan til hinna hvitu i suður- ríkjunum er mikið atriði, sem dregst frá. Hugarfarsbreyting getur orðið smám saman vegna þess að hart verður lagt að í- búum suðurrikjanna í norður- ríkjunum og einnig vegna þess, að öfl í ríkjunum sjálf- um munu beita sér fyrir mál- stað svertingjanna. En það hefur úrslitaþýðingu fyrir jafn- vægið í þjóðfélags- og stjórn- málum að þessu verði hraðað eins mikið og unnt er. (Arbeiderbladet). BJARNI Ab BJARNI ANDRÉSSON skóla- stjóri í Ólafsvík, leit sem snöggv- ast einn daginn inn ó ritstjómar- skrifstofur Alþýðublaðsins. Við notuðum tækifærið og spurðum hann frétta úr byggðarlagi hans og fer viðtalið hér á eftir: — Hvað er helzt að frétta úr Ólafsvík, Bjarni? — Úr Ólafsvík er allt gott að frétta. Atvinna hefur verið ákaf- lega mikil, svo mikil, að skortur á vinnuafli hefur gert tilfinnan- lega vart við sig í vetur. í Ólafs- vík er mikil og vaxandi útgerð, og er það ekki að ástæðulausu, því að hvort tveggja er, að bæði er stutt að fara á gjöful fiskimið og fólkið í byggðarlaginu er harð- sækið og duglegt. Afkoma fólksi á undanförnum árum hefur verið mjög góð, enda fjölgar nú íbúum, staðarins jafnt og þétt og mun, tala íbúa nú vera hátt á 9. hundr- aðinu. Óiafsvík er nú talin vera einn mesti framleiðslustaður landsins miðað við stærð og íbúa- fjölda. Eg hygg, að framleiðslu- verðmætið á sl. ári hafi verið milli 60 og 70 milljónir króna. SIGGA VIGGA OG TILVERAN i 8 30- maí 1963 — ALÞÝÐUBLAOIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.