Alþýðublaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.05.1963, Blaðsíða 15
HmMmtUUMMMMmMMUMMMHHIMMMMHUMWMMM FYRSTI KAFLl ÞEGAR brytinn bar gestunum eftirmatinn, hallaði Mayfie'd lávarður sér alúðlega að sessu- naut sínum á hægri hönd, frú Júlíu Carrington. Alkunna var, hve fullkominn gestgjafi Mey- field lávarður var og hann gerði sér far um að brjóta ekki í bága við þann orðstír. Enda þótt hann væri ókvæntur, var framkoma hans viz kvenfólk á- vallt hin ljúfmannlegasta. Frú Julía Carrington var um fertugt, hávaxin, dökkhærð og fjörmikil. Hún var mjög grann vaxin, en var ennþá fríð sýn- um. Einkum þótti hún hafa sér lega fagrar hendur og fætur. Hún var ákaflega fljótráð og eirðarlaus eins og gerist um taugaveiklaðar konur. Því nær beint á móti henni við kringlótt borð sat maður hennar, Sir George Carrington, flugmarskálkur. Hann hafði byrjað framabraut sína í.sjó- hernum og hafði enn til að bera hinn djarfmannlega hressi leik uppgjafasjóliðans. Hann hló og spaugaði við hina fögru frú Vanderljm, sem sat á aðra hönd gestgjafanum. Frú Vanderlyn var ljóshærð ■ og ákaflega fögur kona. Mál- rómur hennar hafði örlítinn amerískan hreim, alveg hæfi- lega til þess að gera hann skemmtilegan án þess að ýkja það um of. Á hina hönd Sir George Varr ington sat frú Macatta, sem átti sæti í brezka þinginu. Frú Macatta var talin með fróðustu mönnum um húsnæðismál og meðferð ungbama. Hún var ' stuttorð og gagnorð, fremur gelti en talaði og ásýnd henn- ar venjulega fremur uggvæn- leg. Líklega var ekki að undra þótt flugmarskálkin- um þætti sessunauturinn til hægri öllu skemmtilegri við- tals. Frú Macatta, sem aldrei tal- aði um annað en sínar sér- greinar, hvar sem hún var stödd, gelti smá fróðleiksgus- um um fræðigreinar að sessu- naut sínum til vinstri, hinum unga Reggie Carrington. Reggie Carrington var tutt- ugu og eins árs og gersneydd- ur öllum áhuga á húsnæðis- málum, ungbarnavernd og í sannleika sagt öllu, sem við- kom stjórnmálum. Stöku sinn- um skaut hann inní athuga- semduni eins og: „Óttalegt er að heyra!“ eða „Ég er yður algerlega sammála“, en það var greinilegt að hugur hans var hvergi nálægur. Herra Carlile, einkaritari Mayfields 'lávarðar, hgfði sæti á milli Reggies og móður hans. Það var fölleitur, ungur maður með nefklemmugler og gáfu- legan varfærnissvip, fámáll, en ávallt reiðubúinn að grípa inn í deyjandi samræður. Þegar liann veitti því athygli að Reggie Carrington barðist við geispann, hallaði hann sér fram og skaut fimlega spurningu að frú Macatta um tillögur henn- ar í „hæfnismálefnum barna“. Umhverfis borðið liðu hljóð lega í deyfðu skini rafljósanna einn bryti og tveir þjónar og réttu gestunum föt og fylltu vínglös þeirra. Mayfield lá- varður greiddi matreiðslu- manni sínum há laun og þótti hafa gott vit á víntegundum. Borðið var kringlótt, eu cng- inn gat verið í vafa um, hver væri gestgjafinn. Það var ekki um að viUast, að þar sem May- field lávarður sat, þar var há- borðið. Hann var hár vexti, herðabreiður, með mikið silfur grátt hár, stórt beint nef og lít- ið eitt framstæða höku. Það var andlit, sem auðvelt var að skopstæla. Á sama hátt og Sir Charles McLaughlim, hafði Mayfield lávarður sameinað það stjórnmálaferli sínum að hafa jafnframt á hendi yfir- stjóm mikillar vélaverksmiðja: Og sjálfur var liann fyrsta flokks vélsmiður. Hann hafðL verið aðlaður fyrir ári síðan og jafnframt var hann kjörinn fyrsti vopnamálaráðherra, nýtt ráðherraembætti, sem var al- veg nýstofnað. Agatha Ghristie Etfirmaturinn var kominn- á borðið. Portvínið hafði verið borið einn hring. Frú Júlia leit til frú Vanderlyn og reis á fæt- ur. Konurnar þrjár gengu út úr stofunni. Portvíninu var aftur hellt í glösin, Mayfield lávarður minntist lauslega á fasana. í fimm mínútur eða svo snerust samræðurnar um veiðar. Þá mælti Sir George: „Ég geri ráð fyrir að þú vilj- ir heldur komast til þeirra inn í dagstofunni, Reggie minn Mayfield lávarður tekur ekki til þess“. Ungi maðurinn tók bending- unni feginsamlega. „Þakka yður fyrir, Mayfield, lávarður, ég held að ég geri það.“ Herra Carlile muldraði: „Má ég biðja yður að hafa mig afsakaðan, Mayfield lávarð ur — það eru nokkrar minnis- greinar og ýmislegt fleira, sem ég þarf að ljúka — Lávarðurinn kinkaði kolli. Ungu mennirnir gengu báðir út. Þjónarnir höfðu fyrir nokkru dregið sig í hlé. Vopna málaráðherrann og yfirmaður flughersins voru einir eftir. Eftir nokkra þögn mælti Carrington: „Jæja — allt í lagi?" „Fullkomlega! Engar vélar í Evrópu komast í námunda við þessa nýju sprengjuflugvél". „Fljúga í kringum þá, ha? Það var það, sem ég átti von á“. „Yfirburðir í lofti“, fullyrti Mayfield lávarður. Sir George Carrington and- varpaði djúpt. „Það var mál til komið! Eins og þú veizt, Charlee, höfum við verið í aumustu niðurlægingu. Öll Evrópa eins og púðurtunna. Og við óviðbúnir, fjandinn hafi það! Það skall hurð nærri hæl- um. Og við höfum enn ekki yf- irstigið alla öðrugleika, hversu mjög sem við hröðum smíð- inni“. „Eigi að síður“, sagði May- field lávarður lágróma, „er nokkur hagur í því, að hefjast handa seint. Allmikið af fram- leiðslu Evrópuríkjanna er nú þegar únælt og þau eru hættu- lega nærri gjaldþroti." „Ég held að það hafi enga þýðingu", sagði Sir George þungbúinn. — Það er alltaf verið að segja að þessi eða hin þjóðin sé gjaldþrota! En samt hjara þær enn. Eins og þú veizt eru fjármál hreinasta he- brezka fyrir mig“. Það frá fyrir glettni i aug- um Mayfields lávarðar. Alltaf var Sir George Carrington sami forherti „djarfi, heiðar- legi, gamli sjóhundurinn". Til voru þeir menn, sem héldu því fram, að þetta væri fyrirslátt- ur einn, sem hann hefði tekið upp að yfirlögðu ráði. Carrington sneri nú umræð- unum að öðrum og sagði eilítið kæruleysislega: „Aðlaðandi kona, þessi frú Vanderlyn — ha?“ „Ertu að furða þig á, hvað hún sé hér að vilja?“ sagði Mayfield lávarður með bros í augum. Carrington varð ofurlítið ringlaður á svipinn. „Nei, alls ekki — nei —nei“. „Ójú, þú varst það nú! Vertu ekki að gera þig að fífli, George. Þér var nú svona um og ó, hvort það gæti skeð að ég væri síðasta fórnarlambið!" Carrington sagði: „Ég skal játa að mér fannst það örlítið einkennilegt, að hún skyldi koma hér — já, einmitt um þessa helgi“. Meyfield lávarður kinkaði kolli. „Þar sem liræið er, þangað sækja hrafnarnir. Við höfum eignast mjög áberandi hræ, og það mætti komast svo að orði að frú Vanderlyn væri fyrsti hrafninn". Flugmarskálkurinn spurði snúðugt: „Veiztu nokkuð um þennan Vanderlyn kvenmann?" Mayfield lávarður fékk sér vindil, skar endann af honum og kveikti vandlega í honum, kastaði til höfðinu og tíndi út úr sér orðin eftir nákvæma yf- irvegun. „Hvað ég viti um frú Vand- erlyn? Ég veit, að hún er ame- Sjálfboðaliðar ;! A-listann í Reykjavík vantar mikinn fjölda <; sjálfboðaliða á kjördag. Þeir sem vildu sinna i: ;; slíkum störfum eru beðnir að gera aðvart hið <; |í fyrsta í síma 15020, 16724, 19570 eða á um- <; daemisskrifstofumar. < > BÍLAR. — Þeir bíleigendur, sem myndu vilja i! ; I aka fyrir A-listann á kjördag, eru beðnir að <; Í! gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724, ij 11 19570. j; rtWMMMMMMMWMMIMMMMMMMMMMMMWMMMWMWM Orðsending til slþýHufSokksmanna og annarra stuðnfngsmanna A-listans. Fjölmargir kjósendur Alþýðuflokksins dveljast nú erlendis að venju. Þeir stuðningsmenn flokksins, er kynnu að þekkja einhverja þeirra, eru eindregið beðnir að skrifa þeim hið fyrsta og hvetja þá til að kjósa. A-LISTINN er listi Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum. Utankjörstaðakosning erlendis fer fram hjá ræðismönnum og sendiráðum á eftirtöldum stöðum: Bandarikin: Washington; Chicago; Grand Forks, North Dakota; Minneapolis, Minnesóta; New York; Porland, Oregon; Seattle, Wash. Kanada: Toronto, Ontario, Vancouver, British Columbia, Winnipeg, Manitoba.. Noregur; Osló. Svíþjóð: Stokkhólmur. Sovétrikin: Moskva. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Bonn, Lúbeck. Bretland: London, Ed- inburg-Leith, Grimsby. Danmörk: Kaupmannahöfn. Frakklandi:. °arís. Ítalía: Genova. HVERFASKRIFSTOFUR: A-LISTANS í REYKJAVÍK BERGÞÓRUGATA 2, sími 14968. Opin kl. 5—10. Hverfaskrif- stofa fyrir Austurbæjarskólann. STÓRHOLT 1, sími 16610. Opin ki. 5—10. Hverfaskrifstofa fyr- ir Sjómannaskólann. LAUGARÁSVEGUR 29, sími 32971. Opin kl. 5—10. Hverfa- skrifstofa fyrir Langholts- og Laugarnesskóla. RÉTTARHOLTSVEGUR 3, sírni 32331. Opin kl. —10. Hverfa- skrifstofa fyrir Breiðagerðisskóla. ALÞÝÐUHÚSIÐ, Hverfisgötu, sími 20249 og 20250. Opin kL 5—10. Hverfaskrifstofa fyrir Miðbæjar- og Melaskóla. Allt flokksfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar til starfs og ráðagerða. UtankjörstaðaatkvæSagreiSsEa Kosning utan kjörstaða er hafin. Kosið er hjá hreppstjór- um, sýslumönnum, bæjarfógetum og borgarfógetanum f Rcykjavík. en kjörstaður hans er í Melaskólanum og er op- inn kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Kjósendum ber að kjósa þar sem lðgheimili þeirra var 1. des. 1962. Þeir, sem ekki geta kosið þar á kjördegi, verða að kjósa utankjörstaðakosningu fyrir þann tíma. Kjósendur, sem staddir eru erlendis, geta kosið á skrifstofum islenzkra sendifulltrúa. Listi Alþýðuflokksins um allt land er A-LISTI. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 30. maí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.