Alþýðublaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 4
GAGNFRÆÐASKÓLANUM í KEFLAVÍK SLITIÐ Gagnfræðaskólanum í Keflavík var slitið í kirkjunni föstudaginn 31. maí. í skólanum voru skráðir 303 ncmendur í vetur. 76 nemendur þreyttu unglingapróf, 16 nemend- ur landspróf miðskóla og 34 gagn- fræðapróf. Hæstu einkunn í skólan um hlaut Guðný S. Guðbjörnsdótt ir 1. bekk 9,38 og bekkjarsystir Jiennar Þórunn Skaftadóttir hlaut Jíiæsthæstu einkunnina 9,04. Hæst á unglingaprófi var Guðbjörg Zak- aríasdóttir 8,79. Hæsta einkunn á landsprófi í landsprófsgreinum var 7,90, sem Runólfur Skaftason Jalaut. Hæsta eiukunn á gagn- íræðapróíi hlaut Þuríður Sölva- dóttir 8.50. Kennarafélag skólans, séra Björn Jónsson, Óskar Jónsson kennari og Skrifstofu- og verzlun arfélag Suðurnesja veittu verðlaun ;fyrir góðan námsárangur, stund- vísi og góða skólasókn, ástundun við nám og fyrir störf í þágu félags ; mála. Gagnfræðingar færðu einni bekjarsystur sinni, sem var banda- rískur síuptinemandi á vegum ; Þjóðkirkjunnar, myndabók frá ís- 'landi með árituðum nöfnum sín- um. Einnig færðu þau skólastjóra að gjöf skrautlega gestabók með árituðum nöfnum sínum. Skólan um gáfu gagnfræðingar veglegt landabref. Að loknu prófi fór 2. ' bekkur og 4. bekkur í ferðalag. GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR UM KJARA TRÚ Á ÆSÍ Hreint væri það ekki nein fjar- j íítæða, sem Sigurður A. Magnús- 1 .son vék að í Mgbl. þann 18. apríl sl. að núverandi biskup kvað eitt íúnn hafa viljað, að tekin væri hér itneð einnverjum liætti upp trú á Æsi, og er ástæða til að ætla, að ,';líkt gæti orðið til meiri heilla islendingum en flestum mun nú ! iíklegt þykja. Eins og liinn vitr-1 asti maður heíur sagt, þá rofnaði fiér við kristuitökuna guðsamband, sem eðlilegra var norrænum mönn- mm en það, sem upp var tekið, og sýnir sagan það líka, að því meira sem verið hefur hér vald kirkju j ■og kristni, því meiri hefur jafnar. j yerið vesa'idómur þjóðarinnar. — , Það sem bezt hefur haldið uppi íslenzku þjóðerni (málið) og það., r>em bezt hefur verið framkvæmt -af íslenzkum mönnum, hefur að iangmestu leyti verið heiðinn ari- xir og á heiðnum arfi byggt, og ILeggið leið ykkar að Höfðatúni 2 Bílasala Matthíasar, kdrfu- kjúklingiirinn ,• í hádeginu <»•» á kvöldin »••••• ávallt á boröum •••• •••• £ nausti eru þar hinar fomu Islendinga- sögur glöggt dæmi. Því meir, sem þær eru skráðar í heiðnum anda, því betri eru þær, og hafa mér ævinlega fundizt hin kristnu á- hrif í þeim, þar sem slíkt kemur í ljós, líkt og óhreinindl í mat. — NiS mun margur vilja halda því frarn, að með kristninni hafi freinur en með nokkru öðru verið boðuð mannúð og mildi, og skal því heldur ekki neitað, að margt buðorð er þar fagurt og gott. En sé hins vegar reynt að þekkja af ávöxtum, eins og kennt hefur ver- iö í kristnum fræðum, þá er síð- ur en svo, að kristnir menn hafi í raun ævinlega verið mildari og mannúðlegri en heiðnir eða lítt kfistnir. Og séu nú einnig þær þjóðir, sém voru uppalendur hinna ríkjandi trúarbragða, born- ar saman við sumar aðrár þjóð- ir, þá verður reyndin hin sama, Gyðingar og aðrir Semítar munu yfirleitt ekki hafa verið mildari í hugsun og framkvæmd en t. d. Persar eða Forn-Grikkir, og er í meira lagi hæpið að halda því fram, sem ég nýlega heyrði gert í útvarpserindi, að ránskapur ís- lendinga í fornöld hefði verið verri og lævíslegar framinn en ránskapur Serkja hér á 17. öld. Sannleikurinn er, að héðan voru aldrei neinar ránsferðir farnar eða gerðar út, þó að íslenzkir menn tækju stundum þátt í slíku, og munu þó engar heimildir vera til um slík fólskuverk þeirra og sum þau, sem í biblíunni segir, að ísraelsmenn liafi stundum framið. En þó að norræn trúarbrögð væru eðlilegri norrænum mönnum en hebreslc, þá kæmi auðvitað ekki til mála, að beinlínis yrði þar horfið til þess sem var. Það, sem verða ætti og verða á, er að v's- indi komi í stað trúar og vantrú- ar, og væri býrjun þess sú, að menn yrðu nokkru raunsærri og | sjálfstæðari í hugsun en þeir yf- irleitt eru. Það, sem verða á, er að uppgötvað verði, að guðir og aðrar æðri verur, séu meira en eintómur hugarburður, og að fund- in verði æ betri leið til mögnun- ar þaðan, sem hollast reyndist og bezt hverri manntegund fyrir sig. Þannig yrði þá auðvitað sjálfsagt, að Gyðingar leituðu sambanda og samneytis við Jave, framliðna spá- Samkomulag það, sem ný- lega náðist milli verkalýðsfé- laga norðanlands og vinnuveit- enda, markar að sumu leyti tímamót í þróun kaupgjalds- mála á íslandi. Æðsti maður ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar, forseti Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson, hafði að vísu skömmu áður hótað stéttastríði, allsherjar baráttu undir forustu Alþýðubandalags- ins gegn þeirri stjórnarstefnu, sem þjóðin hafði tveim dögum áður lýst ótvíræðu fylgi sínu við í kosningum. Fyrst Hanni- bal Valdimarssyni og skoðana- bræðrum hans hafði ekki tek- izt að fá meirihluta þjóðarinnar til þess að hafna þessari stjórn arstefnu, þá skyldi henni hnekkt með stéttabaráttu. Vinnufriður skyldi ekki haldast, forseti Alþýðusambands íslands boðaði stríð. En verkalýðsforingjarnir, sem sátu við samningaborðið, reyndust vitibornari og þjóð- hollari en forseti Alþýðusam- bandsins. Þrátt fyrir stríðsyfir- Iýsingu hans söindu þeir frið. Þótt kröfur þær, sem gerðar höfðu verið í upphafi, hefðu jafngilt um það bil 30% kaup- hækkun og því verið algjör- lega óraunhæfar, þá var samið um 7l/z% hækkun. Ríkisstjórn- in hafði beint þeim eindregnu tilmælum til samningsaðila að halda samningum sínum um kauphækkun innan þeir.-a marka, sem telja mætti, að efna hagskerfi þjóðarinnar þyldi. Eðlilegt er að líta á samning- ana sem jákvætt svar samnings aðilanna við þessum tilmælum ríkjsptjórnarilnnar. Þeiir viirð- ast telja efnahagskerfi þjóðar- innar nú þola umsamda kaup- hækkun. Ríkisstjórnin hlýtur þá um leið að skoða það sem skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stendur, til þess að svo mikill hluti þessarar kaup- hækkunar, sem mögulegt er, verði raunveruleg kjarabót. Því má að vísu auðvitað ekki gleyma að samkvæmt gildandi lögum, sem að stofni til eru orðin meira en 15 ára gömul, eiga bændur rétt á hliðstæðum kauphækkun- um og launþegar í bæjum semja um, svo að verð á öllum landbúnaðarvörum hlýtur «5 hækka í kjölfar þessarar kaup- bækkunar eins og allra ann- arra kauphækkana. Nokkur hluti hækkunarinnar hverfur því mjög fljótlega í hækkun á verði innlendrar landbúnaðar- vöru. Raunar ber til þess brýna nauðsyn að endurskoða hað fyrirkomulag, sem samkvæ nt gildandi lögum er á verðlagn- ingu innlcndra landbúnaðar <f- urða, enda eru aðstæður nú rð mörgu Ieyti orðnar mjög brey-‘t ar frá því, sem var, þegar þetta skipulag var lögtekið. En ]<að er önnur saga. Þá er nauðsynlegt að vekja sérstaka athygli á því, að mikl- um erfiðieikum er bundið að koma í veg fyrir hækkanir á öðr um innlendum vörura og þjón ustu, þegar jafnmikil breyting á kaupgjaldi á sér stað og 714% kauphækkun er, einkum og sér í lagi þegar á undangengnu ári hafði átt sér stað 14% kaup- hækkun verkamanna og jafn vel ennþá meiri hækkun hjá sumum öðrum starfshópum. Nauðsynlegt er að vara sér- staklega við þeirri skoðun, að verðlagseítirlitið geti komið í veg fyrir, að slíkar kauphækk anir valdi verðhækkunum. Verð lagseftirlitið er lögum sam- kvæmt skylt að taka tillit til afkomu hlutaðeigandi fyrir- tækja, og geta þau sýnt fram á að um taprekstur yrði að ræöa, kemst verðlagseftirlitið ekki hjá því að leyfa verðhækkaniz. Auk þess verður að minna á, að um langt skeið hefur ýmsu verðlagi verið haldið mjög lágu með opinberum aðgerðum, og má í því sambandi sérstaklega nefna ýmis flutningsgjöld skipa. Eftir því sem lengra hefur lið ið, hefur þetta haft alvarlejrri afleiðingar fyrir hagkvænan rekstur og skynsamlega fjár- festingu, en fyrr eða síðar verð- ur ekki hjá því komizt að ge.-a hér ólijákvæmilegar leiðrétt- ingar. Hið sögulega við kaupgjalds- samningana um daginn var þó að mínu viti ekki það, að samn- ingsaðilar reyndust hafa áhuía á að varðveita vinnufrið og virt ust vilja halda umsaminni kaupliækkun innan raunhæfari marka en olftast hefur áður tfðkazt undir slíkum kringum- stæðum, heldur hitt, að nú komu verkalýðsfélög og vinnuveitend ur sér saman um að láta fara fram sameiginlega athugun á því, hversu mikil kauphækkun gæti orðið, án þess að jafnvægi þjóðarbúskaparins yrði stefnt í voða. Var þetta samkomulag gert samkvæmt tilmælum rík- isstjórnarinnar, sem boðið hafði aðstoð sína við slíka rannsókn, m.a. með því að greiða kostnað liennar. Eitt af því, sem einna helzt hefur liáð heilbrigðri þró- un launantála hér á landi, er, að upplýsingar hafa verið af skornum skammti uhi raunveru legí gjaldiiol atvinnuveganna og engin samstaða um það milli stéttarfélaga, vinnuveit- enda og ríkisvalds að láta athug anir í þeim efnum fara fram, þann g að úr því fengist skorið með hlutlausum hætti, hversu hátt kaupgjald atvinnuvegirnir í raun og veru geti greitt sam~ fara því, að hæfileg endurnýj un og aukning framleiðslutækja sé tryggð, og án þess að kaup- gjaldshækkun leiði til almennr - ar verðlagshækkunar og þannig til minnkandi verðgildis krón- unnar og veröbólgu. Nú hefur orðið samkomulag um, að slík atliugun skuli fara fram á næstu mánuðum. Því ber að fagna sem einu heilladrýgsta spori, scm lengi liefur verið stig ið í íslenzkum kaupgjaldsmálum Launþegar ciga auðvitað að fá réttmætan skerf að þjóðartekj Unum. Atvinnuvegirnir e!ga að greiða fólkinu, sem við þá vinn ur, það kaupgjald, sem afrakst ur þeirra frekast gerir þeim kleift, auðvitað þó án þess að stofna afkomunni í hættu eða gera endurnýjun, endurbætur og aukningu óframkvæmanlega, því að slíkt dregur úr atvinnu, þegar fram í sækir. Á aian bóginn á ekki að hækka kiup- gjald almennt meira en svo, aö af kaupgjaldshækkununum þurfi ekki að leiða almennar verðlagshækkanir, því að þá er kauphækkunin tekin af faunþeg unum aftur í minnkuðu verð- gildi hverrar krónu. Þá er afleiðingin verðbólga, halla- rekstur, gjaldeyrisskortur og öli þau vandræði, sem við höf um því miður kynnzt of vel á undanförnum áratugum. Hið ánægjulegasta við nýju samn- ingana er, að þeir virðast bera vott um skiining beggja aðila vinnumarkaðsins á því, að tíma- bili hinna óraunhæfu kaup- hækkana á ísfandi verði að Ijúka. Það væri án efa of mikil bjartsýni að staðhæfa nú, að fullur skilningur sé hvarvetna orðinn á grundvallarvandamál- um kaupgjaldsmálanna og skeiði óraunhæfra kauphækkana sé lokið. En sterk von hefur vakn að um, að í kaupgjaldsmálum séu bjartari tímar framundan en að baki. íslendingum gæti nú • Htt orðið til nieiri gæfu en það, að sú von rættist. menn sína og ættingja. En reynd- J asta, að þegar á rétta leið væri ist norrænum mönnum hins vegar komið hér á jörðu, leið samtaka hollara að leita sambanda við Æsi og samstillingar, að hvað verði og aðra framliðna frændur, þá látið bæta annað upp án þess þó, væri á sama hátt sjáifsagt að þeir að samgrautun yrði um of. Það, gerðu það. Annars er hið líkleg- að hvað eina haldist aðgreint á i réttan hátt, er undirstaða hinna réttu samtaka, en ekki öfugt, eins og margir virðast nú ætla. Apríl 1963. Þorsteinn Jónsson frá Úlfsstöðum. 4 22. júní 1S63 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.