Alþýðublaðið - 29.06.1963, Qupperneq 5
MYNDIN af stúlkunum tveim
meðal barnanna er tekin á
leikveilinum við Njálsgötu.
I>ær eru báðar í vinnuskóla
Reykjavíkurborgar, og hafa
í dag starfað við barna-
gæzlu í eina viku, finnst það
gaman og verkið farið þeim
vel úr Iiendi. Þefsar ungu
blómarósir með föturnar
hafa unnið við gróðursetn-
ingu og hirðingu trjá-
plantna í Öskjuhlíð. í fötun-
um er Skarni, en eftir bros-
unum að dæma virðist þeirn
ekki óa við lyktinni. Það hef-
ur reynzt vel að bera þenn-
an umrædda áburð á trjá-
plöntur. Stúlkan á litlu mynd
inni situr fyrir framan eitt
af trjánum i Öskjuhiið, sem
vinnuskólinn hefur gróður-
sett.
I vinnuskóla Reykjavíkur-
borgar eru 316 unglingar
t vinnuskóla Reykjavíkur-
borgar eru nú 316 unglingar,
sem vinna að hinum margvís
legustu störfum. Af þessum 316
unglingum eru 168 þeirra stúlk
ur og 148 drengir. Stjórnand
vinnuskólans er Kristján Gunn-
arsson skólastjóri og hefur
hann verið það allt frá 1954.
Það mun hafa verið árið 1948
sem unglingavinnan hóf göngu
sína hjá Reykjavíkurborg Fyrsti
stjórnandi hennar var Magnús
Sigurðsson núverandi skólastj.
Hlíðaskólans. Voru þá eingöngu
drengir teknir í unglingavinn-
una og munu þeir þetta fyrsta
sumar hafa verið um 40. Árið
1951 byrjar svo Vinnuskóli
Reykjavíkurborgar og hefur
hann starfað á hverju sumr?
síðan og er því þetta 13. starfs
ár hans.
Eins og áður segir eru nú 316
unglingar starfandi í vinnuskól
anum. í fyrra var skólinn fjöl-
mennastur. Þá voru í honum 3V7
stúlkur og 227 drengir, sam-
tals 604 unglingar. Auðvitað
stendur fjöldi í vinnuskólanum
í beinu sambandi við það, hve
mikil eftirspurnin eftir vinnu-
afli unglinganna á vinnumark
aðinum er á hverjum tíma. í
fyrra t.d. hefur það vafalaust
haft mikil áhrif til þess' hve
skólinn var fjölmennur, að þá
var togaraverkfall og þess vegna
lítil sem engin frystihúsavinna,
en þar eru oft margar stúlkur á
þessum aldri í vinnu.
. í vinnuskóla Reykjavíkurborg
ar kemst engin eldri en 15 ára
og lágmark aldurs er hjá stúlk
um, aö þær verði á þessu éri
14 ára, en lágmark drengja að
þeir verði 13 ára á starfsárinu.
í sumar eru sárafáir unglingar
í eldri árgöngunum. Þeir eru
flestir í vinnu á hinum almenna
vinnumarkaði. Yngsti árgangur
inn er fjölmennastur í vinnuskól
anum.
Nemedur vinnuskólans fá
laun fyrir vinnu sína, en mis-
munandi eftir aidri. 13 ára ungl
ingar fá 8.00 kr. á tímann, 14
ára 9.00 kr. á tímann og 15 ára
11.00 kr. á tímann. Þarna ríkir
alls staðar fullkomið launajafn
rétti karla og kvenna.
Vinnuskóli Reykjavíkurborg-
ar hefst um mánaðamótin mai
og júni og starfar óslitið til
ágústloka að undantekinni einni
viku í júlí, en þá er gefið sum-
arfrí. Svo er alltaf nokkur
vinna á hans vegum í septemr
ber við að taka upp kartöflur.
Vinnan byrjar kl. 8 á morgnana
og kl. 3 síðdegis hætta ctúlkurn
ar vinnu, en drengirnir kl. 4.
Þannig skila stúlkurnar 36
vinnustundum á viku, en dreng
irnir 42 vinnustundum.
Aðsójcn að vinnuskólanum hef
ur verið mísmunandi mikil eins
og áður seglr, en alltaf hefur
verið hægt að taka alla, sem
vilja komast í vinnuskólann
hverju sinni.
Tilgangurinn með vinnuskól
anum er fyrst og fremst sá, að
sjá unglingunum fyrir hæfileg
um og hollum viðfangsefnum
þar sem hvorki sé um að ræða of
erfiða vinnu, né of langan vinnu
dag. Þannig á skólinn að forða
þessum unglingum borgarinnar
frá því að ganga um í iðjuleysi
og tilgangsleysi yfir sumartím-
ann. .
Verkefnin, sem unnið er að í
vinnuákólanum eru mörg og
margvísleg Er þar fyrst að nefna
umhirðu og snyrtingu skrúð-
garða borgarinnar. Þá er Gkóg-
rækt stór þáttur í starfsemi
skólans, bæði í Heiðmörk og
Öskjuhlíðinni. Hefur það starf
þegar skilað góðum árangri. í
Öskjuhliðinni hefur vinnuskól-
inn einnig unnið við að leggja
gangstíga. Á hverjum leikvelli
borgarinnar eru tvær stúlkur
frá vinnuskólanum til þess að
leika við börnin þar og líta
eftir þeim. Drengjaflokkar frá
vinnuskólanum eru önnum kafn
ir við vinnu sína á- íþróttavöíl
unum, núna er þeir að vinnu
á KR-vellinum og Víkirigssvæð-
inu. Fjórir flokkar hafa hreins
unarverkefni hjá borginni.
Hverfisstjórar borgarinnar
benda á verkefnin, sem vinna
þarf, en síðan eru verkefnin
unnin undir stjórn vinnuskólans
Er þetta míkil þarfavinna í
þágu borgarinnar. Þá eru vinnu
flokkar frá vinnuskolanum að
störfum á golívellinum og upp.i
á Silungapolli.
Um daginn fékk vinnuskólinn
mjög skemmtilegt verkefni að
vinna. Einar Pálsson, fékk
drengi úr vinnuskóianum tíl
starfa fyrir Umferðarkönnun-
ina. Þetta starf stóð í 4 daga og
voru drengirnir nettir á vissa
staði til þess að telja umferðina
Tókst þessi umferðarkönnun hið
bezta og er sennilegt að erfitt
hefði reynzt að £á vinnukraf •
til þess að framkvæma þessa -
umférðarkönnun, ef vinnuskól- .
inn hefði ekki getað leyst hana
af hendi. Bein garðyrkjustörf
eru lítið sem ekkert unnin í -
vinnuskólanum. Þau störf eru
fyrst og fremst unnin í Skóla-
görðum Reykjavikurborgar en
það er önnur og sjálfstæð stofn
un. Unglingarnir í vinnuskól
anum vinna i þrjár vikur á sama
vinnustað, en þá er skipt um.
í vinnuskólanum una ungling
arnir vel hag sínum. Þeir njóta
þess að starfa að heilbrigðum
og hæfilegum verkefnum. Það
er ekki. oft, sem þau hætta í
vinnuskólanum. ug ef þau -
hætta er orsökin venjulegast,
að þau fara í sumarleyfi með for
eldrum sinum eða þeim býðst
önnur vinna betur borguð. Mörg
koma aftur, þegar sumarleyfi
foreldranna .er á enda. í vinnu
skölanum við lausn hollra
verkefna við sitt hæfi finna ungl
ingarnir hamingju sina.
;
\
i
i
\
i
r
r
t
t
!
ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 29. júní 1963