Alþýðublaðið - 29.06.1963, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 29.06.1963, Qupperneq 9
Mikilhæf kona hefur einnig hæfileikann til þess að láta öðr um finnast, að þeir séu mikilhæf ari. Hún gefur karlmanninum þessa trú og lyftir honum hærra en hann nokkru sinni dreymdi um að hann gæti komizt. í fé lagsskap mikilhæfrar konu finnst manninum, að hann geti gert þá hluti, sem hann hefur allt af langað til að gera, en, sem hann hefur hikað við að framkvæma svo lengi sem hann var meðal fjöldans. Hún verður ógleyman- leg af því að það var hún, sem gaf byr undir vængi draumanna. Það er ekki mörgum konum ætlað að móta alla þeirra samtíð í krafti kvenleikans. En hver og ein kona hefur möguleika á að verða ógleymanleg þeim manni, Maður nokkur er veikur og grun ur leikur á því, að sjúkdómurinn sé lífshættulegur. Á hann að líta svo á, að skapadægur hans sé kom ið? Og ef svo er, þýðir þá nokkuð I að berja höfðinu við steininn. I Það er forn trú að ævidagar hvers manns séu fyrirfram ókveðn ir. Hér er um að ræða eitt erfið- verið „góðar“ 1 orðsins eiginlegu merkingu. Þær voru kannski ekki nein dyggðaljós, en þær voru heil steyptar, hugrakkar og hjarta hlýjar. Sú kona, sem ekki hefur þessa eiginleika til að bera, nær ékki langt með töfrum sínum einumI(i því að gæðin eru fegurri og end- ingarbetri en allt annað. Smá- munasemi, hatur, illska og græðgi eru ekki lengi að setja ljót spor á andlit konu. sem hún hefur hrifið. Því að nún , , getur orðið sú kona, sem hann _°f h,eun þarfnast, — sú kona, sem veitir honum frið hugans og andans styrk. Því meir, sem konan leit- ast við að lifa í samræmi við sjálfa sig, því hlýrra, sem hjarta hennar slær, því umburðarlynd ari sem hún er við aðra, því auð- ugri og einlægari sem hugur hennar og sálarlíf er, þeim mun ó'gleymanleg/ri áhrif mun hún hafa á þá veröld, sem henni er kjörin. speki, sem sé eðli örlaga og forlaga. Forlagatrúin var sterk meðal ís- lendinga í fornöld, en með kristn- inni breyttist hún í forsjónartrú. |Á þessu tvennu er nokkur munur. Rammur forlagatrúarmaður er samjfærður um, að bæði líf og dauði sé fyrirfram ákveðið, og ekk ert þýði fyrir manninn, að reyna að ráða neinu um örlög sín. For sjónartrúin lýsir sér aftur á móti í þeirri fullvissu, að guð vaki yfir örlögum manafjins, án þess að svipta manninn sjálfan ábyrgð sinni. Manninum beri að heyja sína lífsbaráttu á öllum sviðum, og hve nær sem Guði þóknist að ’taka aft ur það líf, sem hann hefir gefið manninum, sé það í kærleika gjört. Ég hef oft fengið tækifæri til að kynnast því, hve forsjónartrúin er sterk hjá íslendingum. Ég minnist t.d. aldraðra foreldra, sem misstu son sinn í sjóinn. Þau sögða við mig: „Það er þungbært fyrir okkur að taka þessu, en við trúum því, að þetta hafi átt svona að fara, af því að það væri honum til góðs“ Þessi orð voru sögð með mikilli rósemi og vafalaust af fullri sann- færingu. Samt efast ég ekki um, að þau hefðu talið sjálfsagt að reynt væri til hins ýtrasta að bjarga :ífi sonar þeirra, hefði slíkt verið mögu legt. Ég hygg, að sjúklingur, sem hefur grun um, að hann sé lífs- hættulega veikur, hljóti í flestum tilfellum að hugsa líkt og þessi hjón, ef hann trúir á forsjón á annað borð. Maðurinn, sem leggur fyrir mig spurningarnar, segir, að „grunur" leiki á, að sjúkdómurinn sé ífs hættulegur. í því felst, að enu sé von um lengra líf. Kristmann Guð- mundsson skáld sagði einu sinr.i þessa setningu: „Meðan vonin iiiir er lífs von.“ Margur tíeyr íyrir tímann, af því að hann hefur giat að lífsvoninni. Og víst er um það að margur hefur orðið býsna ía\igt leiddur, og þó náð sér. Prófessor einn í læknisfræði sagði einu sinni i við stúdenta sína: „Að hvernig sem útlitið virðist vera, skyldu þeir jafn an vera því viðbúnir að kraftaverk ætti sér stað. — Og hvað sem öðru líður berjast læknarnir „fram í rauðan dauðann" fyrir lífi sjúkl inga sinna, og þó að allir eigi dauð an vísan að lokum, er því meiri von um árangur af baráttu læknisins, sem sjúklingurinn sjálfur er fús\ ari til að vinna með honum. Trú n flytur fjöll, hér sem annars staðar. Gamall læknir -agði mé.r eitt sinn, að hann hefði vei: ið sóttur til konu, sem var mikið veik. Þígar hann skoðaði sjúklinginn, varð honum ljóst, að hann hafði verið sóttur of seint, og því fullkomin -1 lífshætta á ferðum. Þegar hann var orðinn einn með eiginmanni íon- unnar, gat hann ekki stillt sig um að ávíta hann fyrir trassaskapinn. En eiginmaðurinn varð -ekki jrð laus. „Ég skal segja yður, læknir,' að ég er forlagatrúarmaður. Ef það á fyrir konunni minni að liggja, að hún deyi, þá deyr hún. Ef það á fyrir henni að líggja að lifa, þá lif ir hún.“ — Þegar læknirinn sagði mér söguna bætti hann við: „En honum gat ekki komið það til hug SPURNINGAR, sem lesendur óska svars við í þessum þætti, má senda til til blaðsins eða beint til prestsins. ar, mannskömminni, að það ætti fyrir henni að liggja, að til henn ar yrði sóttur læknir.“ Þessi gamli vitmaður í læknastétt sá vanda- málið í réttu ljósi. Hvort sem dauð inn er langt eða skammt undan, — og hvort sem dauðastundin er þeg ar ákvörðuð eða ekki, — þá er sjálfsagt að „berja höfðinu við steininn, unz yfir lýkur.“ Ég sagði áðan að lífsþráin væri manninum ásköpuð, og það er í rauninni andleg veiklun, þegar mað ur gefst upp í baráttunni fyrir líf- inu. Hitt er aftur á pióti eðlilegt að veikur maður spyrji sjálfan sig, hvor nokkuð þýði að „berja liöfð inu við steininn" þegar fullkomin vissa virðist vera fyrir því, að dauð inn sé á næstu grösum. Hvaða til gangur er í slíku spyrja menn stund um. Ég fyrir mitt leyti er hins veg ar sannfærður um, að lífið hefur sinn tilgang, svo lengi sem blaktir á skarinu, þó að við sjáum það ef til vill ekki í skýru ljósi, fyi-r en lengra er komið. Ég hef kynnst mörgu dauðvona fólki, og oft feng ið tækifæri til að sjá, með hvilíkri rósemi það bíður eftir lausninni. Um það ræði ég ekki frekar hér, þar eð spurningin gefur ekki oeint tilefni til þess. Jakob Jónsson UPPLESIUR TIL SÖLU Tveir New York-búar,- sem að auki eru skáld, þeir James Kirk- wood og Frederick Bradley Iiafa stofnsett fyrirtæki, sem á engan sinn líka í öllum heiminum. Þeir kumpánar leigja nefnilega út leikara til ljóðalesturs. Leigu- takar ráða hvort þeir leggja leikur unum til efnið eða láta þá Kirk- wood og Bradley sjá um það. Mjóstu rör í heiminum AMERIKANAR telja sig vera mikla uppfinningamenn. Til þess að gefa Englending- nm tækifæri til að kynnast yfirburðunum, sendu þeir þangað, nokkur ummáls- minnstu rör jarðarinnar. At- burður þessi skeði fyrir um það bil 40 árum. En oft sann- ast það fornkveðna, að sá hlær bezt, er siðast hlær, því að skömmu síðar endursendu Englendingar rör með hinni Irezku framleiðslu innan í. J ramleiðandinn var firmað Accles & Polloek. Sagan er enn ekkí öll. Ame- rikanar senda fyrrnefndu firma rör að þvermáli 0.02 mm. Met Breta var þvermál- ið 0.03 mm. Accles & Pollock bjuggu þá til rör með þver- málið 0.018 mm„ sem er fjór- um sinnum mjórra en manns hár. Þessi framkvæmd bætti mjög tæknina. Rörin mátti nota til dæmis við hunangs- drottningarrækt. Næsta skref var, að frægur gcstur á firmanu gaf út þá yfirlýsingu, að það gæti búið til alls konar rör. Það eina, sem þeir gátu ekki búið til var rör, sem snúa má við. — Þessi ummæli voru strax tek- in sem áskorun. Ekki leið á löngu fyrr en A & P fram- leiddu metrörið með þessum eiginleikum. Háskólaprófessor kom litlu síðar í heimsókn til firmans. Var honum sýnd nýja fram- Ieiðslan. Þá kom hið furðu- lega í ljós, að prófessorinn hafði árangurslaust reynt að framleiða slíkt rör á tilrauna stofu sinni. Taldi hann mikla þörf á því í sambandi við rannsóknir sínar á algjöra - núllmarkinu. Það sem í byrjun var ein- ungis framleiðslusprell varð að' mjög nauðsynlegu og not- hæfu vísindatæki. ::::a lllll !£■■■■■■ ■•■■■■■■■■■■■» i ■■■■■a■■■■■■■■■■■■■■■■■r■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■a■■■■■■■■•■«> NfcBCBB■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■la■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■« ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. júní-1963 g)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.