Alþýðublaðið - 07.07.1963, Síða 9
/
Til þess að grandskoða þennan
útbúnað verður að klifra upp á
gamalt skúrþak í grennd við múr-
inn. Þaðan sjást vel öll þau her-
virki, sem að framan er lýst. Það
an sést líka inn í Austur-Berlín.
Af skúrnum horfði maður eftir
tveim allbreiðum götum, og sést
þaðan nokkuð vítt um. Enginn bíli
var á ferðinni. Enginn bíll sjáan-
legur. Mjög fátt fólk var á ferli
á þessum götum, aöeins nokkrar
hræður. Þetta var ekki ósvipað því
GUÐNASON
að horfa inn í dauðramanna borg,
þar sem örfáir eftirlifendur eru
ennþá á kreiki. Á einstaka stað
sást fólk í gluggum. Yfir þessu
vöktu hermenn í varðturni hátt
uppi á húsi einu skammt handan
við mörkin.
Verðirnir, sem standa vörð við
múrinn eru flestir ungir menn,
að því er okkur var tjáð. Vörður-
inn-er kvöð, sem lögð er á þá nauð-
uga viljuga. Þeir eiga þá ósk heit
asta, að losna sem fyrst undan
þessari ánauð, og þurfa ekki sam-
kvæmt skipunum yfirboðara að
skjóta Ianda sína á leið til frelsis-
ins. Við sáum þá víða og oft sá-
um við aðeins í augu þeirra og ein-
kennishúfur. Þeir voru huldir bak
við gægjugöt, og fylgdust þar með
því sem fram fór.
Fyrir framan eitt húsið í Bern
auerstrasse var minnisvarði, og
reyndar eru fleiri slíkir meðfram
múrnum. Fylgdarmenn okkar tveir
ungir Vesturberlínarbúar, sögðu
okkur sögu þessara minnisvarða.
Minnisvarðinn í Bernauerstrasse
var til minningar um gamla konu,
sem stokkið hafði út úr sjö hæða
húsinu, sem að framan er getið.
Lögreglumenn héldu útbreiddri
ábreiðu, sem gamla konan skyldi
stökkva í. Henni tókst það ekki,
og lét liún lífið. Við varðann voru
fersk blóm og lárviðarsveigur.
Síðan skoðuðum við minnisvarð
ann um Peter Feuehter, drenginn
sem blæddi út við múrinn í augsýn
þeirra, sem myr.tu hann. Sú stund
er við dvöldumst þar var áhrifarík.
Eftir Bernauerstrasse endilöngu
eru sporvagnateinar. Vestanmegin
hverfa þeir undir múrinn.og spor-
vagninn, sem þessa leið gengur
snýr þar við. Austanmegin hvecfa
teinarnir ekki innundir múrinn,
þeir hafa verið rifnir upp, og hring
braut búin til, þar sem vagninn
snýr við. Með þessu sýna valdhaf
arnir austanmegin, það að skipt-
ing borgarinnar er varanleg, en
ekki til bráðabirgða að þeirra
dómi. Vestur-Berlínarbúar hafa
ekki gert neinar breytingar, því
þeir telja og vona að borgin verði
heil og óskipt innan tíðar.
Frá Bernauerstrasse fórum við
að Charlie varðstöðinni (Checkpo-
int Charlie). Þar er aðalhi'aíð á
múrnum. Þar var fremur lítil um-
ferð er við vorum þar á ferð. Nokkr
ir bílar fórii og komu, sömuleiðis
Svona hefur Ulbricht látið hlaða upp í alla glugga húsa, sem standa á mörkum borgarhlutanna. Á
stöku stað eru örlítil gægjugöt milli múrsteinanna. Þar fyrir innan standa verðir og fylgjast með því
sem fram fer. Húsið, sem myndin sýnir er í Bernauerstrasse. Á framhlið þess eru alls 70 gluggar,
sem öllum hefur verið lokað eins og myndin sýnir.
nokkrir vegfarendur. Ekki fórum
við austuryfir, enda tíminn naum
ur og margt að skoða.
Öllum er frjálst að fara yfir til
Austur-Berlínar, — nema VestuV
Berlínarbúum, — en þeir eru
kannski þeir einu, sem þangað eiga
áríðandi erindi. Múrinn kemur
þannig í veg fyrir að ættingjar,
bræður systur, foreldrar og börn
geta hitzt. Þetta eru grimmdar-
legar ráðstafanir, um það ættu
allir að geta verið á einu máli.
Það er til ein leið, fyrir Vestur-
j Berlínarbúa til að hitta vini sína
og vandamenn austanmegin. Sú
leið er að mæla sér mót við þá í
Prag, Moskvu, eða einhversstaðar
á Krímskaga. Slíkar ferðir eru
að sjálfsögðu dýrt spaug og ekki
á allra færi. '
að lokum sigra, og þá verður múr-
inn rifinn. En minningin um hann
mun lengi geymast.
Það eitt að sjá Berlíarmúrinn;
það eitt að hann skuli vera til, er
áhrifarík sönnun þess, að ekki er
allt með felldu hvað varðar stjórn-
arfarið í .ðSustur-Þýzkalandi. Stjórn
arfarið þar, er það sama og íslenzk-
ir kommúnistar berjast fyrir með
oddi og egg að komið verði á hér.
Einn flokkur, — einn stjórnandi,
— einræði. Það má aldrei ske. En
Framhald á 14. síðu.
Nú er meira að segja svo kom-
ið að fólk austanmegin má ekki
Iengur veifa til fólks, sem stendur
vestanmegin; ættingja sinna eða
skyldmenna. Þetta eru harðir kost-
ir. Margir hafa tekið upp það bragð
að strjúka hár sitt, eða fara hönd-
um um andlit sitt og láta slíkt
koma í staðinn fyrir að veifa.
Nú kynni einhver að segja sem
svo: Auðvitað hlýtur þó þetta fólk
þó að geta talað saman í síma sín
á milli. Það skal að vtsu játað, að
slíkt er mögulegt, en erfitt er það.
Til að hringja til Austur-Berlínar
í hús, sem ef til vill stendur 100-
200 metra frá mörkunum, verður
fyrst að hringja til Frankfurt, eða
jafnvel Kaupmannahafnar, svo það
an til Leipzig og frá Leipzig til
Austur-Berlínar. Oft tekur það 7
klukkustundir að ná sambandi efí-
ir þessum krókaleiðum. Samt hikar
: I fólk ekki við að leggja þetta erf-
iði á sig til að geta rætt í örfáar
mínútur við vini austanmegin.
| Umbúnaöurinn í Bernauerst
nar. Takið eftir, að enginn bíll er sjáanlegur og fátt fólk er á ferli.
Vgarður, sem fyrst og fremst er reistur til að koma í veg fyrir að
götunni. í vinstra horni sést skurður, ein af hindrunum Ulbrichts
ríkí sínu.
Það er erfitt að lýsa nákvæm-
lega hvaða áhríf múrinn hefur á
mann. Fyrst og fremst vekur hann
ógn og viðbjóð gagnvart þeim
valdhöfum, sem voguðu sér að láta
reisa hann. Með múrnum hafa UI-
bricht og félagar hans reist sér
ævarandi svívirðingarvarða. Við
vonum og vitum að hið rétta mun
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 7. júlí 1963 §