Alþýðublaðið - 07.07.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 07.07.1963, Side 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSl EFTIR: LUCILLA ANDREWS Kennslukonan i hjúkrunarfor- skólanum stanzaði í miðjum fyr- irlestri og andvarpaði óþolin- móðlega. - Vaknið, systir Stand- ing! Hvað oft neyðist ég til þess að minna yður á, að þér eruð í kennslustund hjá mér, en ekki í rúminu yðar? Eg rétti úr mér. - Afsakið, systir. Kennslukonan virti mig fyrir sér. — Þar sem þér eruð nú vaknaðar af værum blundi, syst- ir, ættuð þér að fara fram á snyrtiherbergið og laga kappann yðar. Hann er kominn niður á hægra eyrað. Svo getið þér kom- ið aftur og skrifað upp athuga- semdirnar, sem þér missið af. Eg get ekki látið bekkinn sitja og bíða, á meðan þér eruð að greiða yður! — Nei, systir, mér þykir leitt, systir, sagði ég. Hún horfði á mig með upp- gjöf í augnaráðinu: Ég segi sama til. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem ég hef tekið eftir því, að þér sitjið og látið yður dreyma í kennslustundunum. Þetta er ekki heldur í fvrsta skipti, sem ég verð að segja yður, að kapp- inn á að skýla hárinu en ekki eyrunum. Eg vona innilega, að ég komist hjá því að minna yð ur ennþá einu sinni á það, syst- ir Standing, bætti hún við kulda- lega. — Nei, systir, ég á við syst- ir, já systir, stamaði ég. Hún kinkaði þurrlega kolli, og ég fór út í skyndi. Eg hafði raun- ar heyrt fyrirlesturinn, en ég vissi líka, að ég hafði setið eins og steingjörvingur og starað út um gluggann yfir til aðalsjúkra liússins, sem var hinum megin við garðinn. Eg hafði ágætt út- sýni, þar sem ég sat, og það, sem ég sá, tók hug minn allan. Það var eins og að horfa á þögla kvik mynd. Eg fylgdist með hvít- klæddu hjúkrunarkonunum og læknunum, sem áttu leið fram lijá gluggunum, horfði á sjúkra- bílana, sem stönzuðu fyrir fram- an dyrnar, á stúdentana, sem streymdu til og frá sjúkrahús- inu með bækur undir hendinni, og sjúklingana, sem komu og fóru. Bráðum fengi ég hlutverk í þessari þöglu kvikmynd, því að ætlun mín var að eyða fjórum næstu árum ævi minnar á St. Martinös sjúkrahúsinu í London. En, ég kemst aldrei á hvíta tjaldið, ef ég fell á forskóla- prófinu í næstu vlku, sagði ég áminnandi við sjálfa mig um leið og ég reyndi að laga kapp- ann fyrir framan spegilinn. Eg dauðkveið fyrir þessu prófi. — Kennslukonan hafði rétt fyrir sér, þegar hún sagði, að hún hefði oft þurft að áminna mig vegna þess, hvað ég var utan við mig og vegna þess, hvemig kappinn hallaðist á höfðinu á mér eins og skúta í stórsjó. Eg hafði gert allt, sem ég gat til þess að reyna að ráða bót á þessu hvoru tveggja, en þar var við ramman reip að draga. Litli, — stífaði kappinn hélzt ekki sóma- samlega á mér, hvernig svo sem ég nældi hann niður með spenn- um og hámálum og það var til einskis að lulla brilliantine í ljóst, mjúkt hárið. Eg festi kappann niður með fjórum spennum og vonaðist til að hann héngi tímann út, en um leið og ég kom inn í kennslu- stofuna var hringt út. Allar námsmeyjarnar fóm út nema Josephine Forbes. Hún kom til mín með glósubókina sína og bauðst til að lána mér hana, svo að ég gæti skrifað upp það, sem kennslukonan sagði, á meðan ég var úti. Kennslukonan horfði á okkur. Systir Forbes ef þér emð að bjóða systur Standing glósurnar yðar, verð ég því miður að banna yður það. Mér fellur ekki, að nemendumir fái glósur hver hjá öðrum. Leyfið systur Standing sjálfri að komast að raun um, , hvað hún hefur farið á mis við vegna hirðuleysisins. Hún leit á töfluna. Allar athugasemdimar eru hér, eystir Standing. Josephine og ég svöruðum i kór: — Já, systir, afsakið systir. Svo fóm þær báðar, og ég slcrif- aði í flýti niður athugasemdim- ar á töflunni í glósubókina mína. Eg gáði að því, hvort ég hefði skrifað rétt niður öll nöfnin og rifjaði upp nöfnin á heilataugun- um á leiðinni inn í matsalinn. Eg fékk mér kalt kakaó og hlaða af brauðsneiðum, síðan tók ég mér sæti við hlið Josephine við eitt af langborðunum. Hún horfði skelfingu lostin á brauðið og hrópaði: Ertu svelt heima. Hvern- ig geturðu borðað svona mikið, án þess að fitna. — Eg er sísoltin, sagði ég af- sakandi, og svo horast ég af á- hyggjum. Eg má ekki hugsa til prófsins í næstu viku. Eg finn það á mér, að eitthvað ægilegt gerist. Þótt það kraftaverk ger ist, að ég slampaðist í gegnum skriflega prófið, dettur kappinn annað hvort af mér eða þá að ég deiribi éinhverju ofan á yfir- hjúkrunarkonuna í verklega prófinu. Jóséphine var hagsýn og skyn- söm, .ung stúlka, og hún réði mér til að hafa hendurnar fyrir aft- an bák, á meðan ég svaraði spurningunum í munnlega próf- inu. Én í guðs bænum, gleymdu þér ékki eins og í dag, bætti hún við: Eg tók eftir þyí, að kennslu- konan horfði oft á þig, áður en hún ávarpaði þig. Þú varst alls ekki þarna sjálf, Rósa, — þú sazt bara og starðir út um glugg- ann; og lygndir áugunum aftur, eins pg þú ætlaðir að fá þér svo- lítinn dúr. , — En ég loka allt'af augunum, þegar ég hugsa stíft, sagði ég í 1 mótmselaskyni. Og ég hlustaði á kénnslukonuna. Eg get vel hlust- að með eyrunum, þótt ég horfi á eitthvað annað með augunum. Og- Jósephine, sagði ég og snéri mér að.henni, — ég sat og horfði yfir til sjúkrahússihs. Þú veizt ekki, hvað var mikið um að vera þar í morgun. Það var eitthvað sérstakt á ferðinni, Hvitklæddir læknar þutu fram og aftur, f jöldi sjúkrabíla komu á fljúgandi ferð og —. það var eins og að sjá tjaldið dregið frá í fyrsta þætti. Og ég hélt áfram að segja henni frá þögiu kvikmyndinni minni. —- Rósa, sagði hún -og hristi höfuðið. — Ef þú getur ekki fengið kappann til að haldast á höfðinu á þér og ef þú getur ekki haldið augunum opnum i kennslustundum, færð þú ekki að vera. með í myndinni. Þú verður að einbeita þér að prófinu núna. Ef þú kemst ekki í gegnum það, er draumurinn búinn í næstu viku. Og ef þér mistekst í verklega skyndipróf inu hjá kennslukonunni í dag, færðu ekki einu sinni að ganga upp til prófs. Vertu nú varkár og skvettu ekki vatni yfir rúmið eiris og síðast. Eg kingdi síðasta brauðbitanum, vertu ekki hrædd, Jpséphirie, — ég skal vera svo varkár og dugleg, að kennslu- kpnari . viti ekki, hvaðan á sig stéridur veðrið. Og ég gætti mín vel, skvetti engu yatni og missti ekki sápu- stykkið á gólfið, en kennslukon- án várð samt ævareið, því að, þegar ég var búin að sápuþvo brúðuna, sem að ég hafði fyrir sjúkling, rann hún út úr hönd- unum á mér ofan á gólf og fót- brotnaði. — Hverju finnið þér upp á næst, Standing, sagði kennslu- konan og stappaði fætinum í gólfið. Vesalings frú Clárk, bætti hún við blíðri röddu um leið og hún hjálpaði mér við að tosa brúðuíblykkinu aftur upp í rúm- ið. Svo rétti hún úr sér — og hrukkaði ennið. Komið henni nú vel fyrir, systir Standing — og verið nú varkárar — svo getið þér farið að búa yður undir að baða Janet. Þar eð Janet er sem betur fer úr gúmmíi ættuð þ é r ekki einu sinni að geta eyðilagt hana—bætti hún við heldur þurr á manninn. Það voru margar brúður í brúki í forskólanum. Frú Clark var þeirra elzt, en bæði hún og dóttir hennar, lafði Smith, höfðu verið sjúklingar þama síðustu þrjátíu árin eða svo. Smith átti son, sem hét Tom og var alltaf tólf ára, þótt árin liðu. Loks var Janet barnabarn lafðinnar. For- eldrar hennar höfðu týnst 1 iðu tímans, en Janet sjálf var ynd- isleg brúða, sem yndi var að. Eg bjó vel um gömlu frú Clark og forðaðist að líta í starandi, galopnu bláu augun hennar. Svo snéri ég mér að barninu og komst klakklaust í gegnum bað- ið. Kennslukonan liorfði þegjandi á, og þegar Janet var komin heilu og höldnu hvítþvegin í rúmið, sagði hún: Það virðist svo. sem mér hafi tekizt að kenna yður, hvernig eigi að baða smá- barn, og ég má víst þakka mfn- um sæla fyrir það. En áður en þér farið, vil ég að þér akið frú Clark til viðgerðar, við verðum að nota hana á prófinu, og ég vil ekki, að hún sé í gangi á meðan hún er löskuð. Farið nið- ur og sækið kápuna yðar og hjólastól, á meðan ég skrifa við gerðarbeiðni. Hjólastólamir og kápumar voru á ganginum, og þar sat og fjöldi námsmeyja og beið. — Eg held einhvem veginn, að ég fái þessa fjárans brúðu á prófinu, tautaði ég, á meðan ég leitaði að kápunni minni. Og ég er viss um, að hún slefast aftur niður á gólf fyrir framan augim á yfirhjúkrunarkonunni. Josephine gat þess, að ég yrði að fara að taka lífið dálítið há- tíðlegar. Hvernig gætist þér að því, ef þú hlytir sams konar með- höndlun, þegar þú ert veik, — Rósa, spurði hún. — Það kemur ekki til, sagði stúlka, sem hét Angela Blakk. Lifandi sjúklingar geta talað — það er miklum mun auðveldara að meðhöndla þá en brúður. Angela vissi alltaf svar við öllu. Hún hafði unnið í ígripum sem aðstoðarstúlka í sjúkrahús- inu í tvö ár og gat því gefið okk- ur ýmis konar upplýsingar um starfið. — Það er gott að heyra, sagðí ég. En ef sjúklingurinn er nú svo veikur, að hann getur ekki talað. Angela brosti. — Þá fengir þú ekki að snerta við honum. Nem andi á fyrsta ári fær ekki að koma nálægt fárveiku fólki. Það er ekki fyrr en á þriðja ári, sem það kemur til sögunnar. Eg andvarpaði feginsamlega og slengdi kápunni yfir herðam- ar. Guði sé lof og þökk. Joseph- ine hefur ugglaust rétt fyrir sér. Eg tek lífið ekki nógu liátíðlega. En nú verð ég aö hafa mig af. stað. Farðu úr hjólastólmun, Angela! Takk. Eg reyndi stólinnr og hann rann fagurlega á gljá- bónuðu gólfinu. Svo ók ég hon- um á fleygiferð til dyranna. ___, Það er gaman að þessu farar- tæki! — Rósa! Josephine kom þjót- andi á eftir mér. Þú mátt þetta ekki! Þú eyðileggur stólinn! — Raunvemleg hjúkrunar- kona gengur svona — ég ark- aði yfir gólfið eins og í kapp- göngu. — Eg veit það! Eg hef. séð þær f gegnum gluggann"- á) kenpslustofunni. — Ekki í gegnum garðinn, — sagði Angela með festu í röddv inni. Þú getur gengið svona eft+' ir göngunum, en yfir garðinm verður þú að ganga — virðulega; botnaði ég. t — Eg var að tala við konuna þarna. Hún borðar alðrei hafragraut. ALÞÝDUBLAÐIÐ — 7. júlí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.