Alþýðublaðið - 17.07.1963, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Qupperneq 2
onqtnr: Gull J. Asipðrssor (6b? o» Benedlkt Gröndal.—AöstoCarrltstjór’ 9fSr2vlo GuCmui.dFSon - Fréttastjórí: Slgvaldl HJálmarsson. — Símar •Jt (00 14 J02 — 14 003. Anglýslngasiml: 14 908 — AOsetur: AlþýOuhúslS ST®n smlOja AiþíBublaOF.ns, Hverflsgötu 8-10 — Askriftargjald kx. 65.00 t mauuTÚ T lataaaiilu kr. 4 00 eint. tltgefandh- Alþýöuflokkurlns ER R/fC/SSTJÓ/?A//A/ VEIK EÐA STERK? { RÍKISSTJÓRNIN er veik. Hún má ekki taka :neinar imeiri hát'tar ábvarðanir, sérstaklega ekki ef þær breyta aðstöðu þegnanna í þjóðfélagi okk- ar eða snerta utanríkismál. Þennan boðskap mátti lesa í leiðara Tímans í gær. Vár þar rætt um ósigur dönsku stjórnarinn- ar í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þá skoðun, að Krag forsætisráðherra verði að taka upp sarnn- inga við stjórnarandstöðuna um mikilvæg mál,-ef hann ekki efnir til kosninga. Segir Tíminn, að þetta þurfi ríkisstjórn okkar líka að gera. í þessum skrifum framsóknarblaðsins felst aug- Ijós beiðni til stjórnarflokkanna um að leiða Fram- sóknarflokkinn aftur til áhrifa. Er auðheyrt, að framsóknarmenn leita nú að röksemdum fyrir því, að stjórnarflokkarnir verði að leita til þeirra'.* Þetta er mesti misskilningur. Ríkisstjórnin hlaut fylgi 55,6% kjósenda, en stjórnarandstaðan aðeins 44,1%. Þarna munar 11,5%, og í þingræðis- ríkjum er það talinn mikill munur, sem skapi , sterka stjórn, en ekki veika. Árið 1934 mynduðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn stjórn, enda þótt þessir flokkar hefðu ekki nema 43,6% kjósenda á bak við sig, r en aðrir flokkar hefðu 56,4%. Ekki töldu fram- sóknarmenn það svo veika stjóm, að hún mætti { ekki gera ráðstafanir, sem gerbreyttu þjóðfélags- | viðhorfum, úr því að þetta fylgi gaf nauman meiri hluta á Alþingi. Árið 1956 var Vinstri stjórnin rnynduð, en þá höfðu stjórnarflokkarnir 53,1% og stjórnarand- staðan 46,9%. Fylgi þeirrar stjórnar var þannig veikara en fylgi núverandi stjórnar. Samt minnt- ust framsóknarmenn aldrei á. að sú stjórn væri veilc og mætti ekki gera neinar alvarlegar ráðstaf- anir án þess að tala við andstöðuna. Af þessum dæmum má Ijóst verða, að mat fram- sóknarmanna á styrk ríkisstjórna fer aðallega eftir 1 því, bvort þeir eru í viðkomandi stjórnum eða ekki. Þeir virðast telja þær stjórnir sterkar, sem þeir sitja sjálfir en aðrar stjórnir veikar. Raus Tímans er aðeins bergmál af brostnum vonum. Framsóknarmenn fengu ekki það stöðvun- arvald, sem þeir báðu þjóðina um í kosningunum. Ríkisstjórnin hélt velli og hlaut þann^stuðning frá kjósendum, sem tryggir fasta stjóm í öllum þing- ræðislöndum. GAMLIR MENN í Laugajrdal mótmæla því kröftugíega, að nýi veg-urinn milli Laugardals og Þing- valla sé kallaður: vegurinn vfir Lyngdalsheiði. Indriði Guðmu^I ( son, sem ég heimsótti í sumarbú- stað hans í dai'num, sagði mér, að þessi leið hefði alltaf í fyrri tíð verið köl'luð Gjábakkaliraun og hellarnir á „Laugarvatnsbökkum.“ „Lyngdalsheiði er sunnar og vestar og það sést bláma fyrir henni af völlunum.'1 ÉG VEIT EKKI hvort það þýðir nokkuð að vera að leiðrétta þetta, því að allir tala um Lyngdals- heiði og veginn yfir Lyngdalsheiði — og ég man ékki betúr en að ég hafi séð þetta prentað á kort oða leiðamerkjabók. Hins vegar vii ég nú gera skyldu mína og geta þesta rangnefnis. Hellarnir og undir- lendið við þá er alls ekki á Lyrig- dalsheiði, heldur í Gjábakkahrauni Það er slæmt þegar örnefni lugl- ast. Það á ekki að eiga sér stað. VEGURINN YFIR GJÁBAKKA- HRAUN, milli Þingvalla og I.aug- arvatns var sæmilegur, — og betri en ég hafði búizt við. Þó eru þarna tvær stórhættulegar blind- hæðir og er önnur sérstaklega hættuleg. Hún er í allmikilli hæð, vegurinn örmjór, svo að varla er hægt fyrir bifreiðar að mætast á henni. Öðrum megin skagar brún- in inn á veginn og þar er nann fullur af grjóti. Þess vegna sveigja alir inn á vitlausan kant, — og geta menn séð hversu mikil hættan er. Hvað þetta snertir er vegurinn þarna hin mesta handar- skömm og sannarlega ekki vitnis burður um fyrirhyggju eða ábyrgð artilfinningu þess sem réði. UMFERÐIN UM VEGINN var gífurleg um siðustu helgi. Full- yrða má að um tvö þúsund bílar hafi farið um hann og 95 af hundr aði komu frá Þingvöllum og héldu Framh. á 12 síðl CORTINA — 2ja dyra, 4ra dyra eða Station METSÖLUBÍLL Á NORÐURLÖNDUM. Næsta sending væntanleg mánaðamótin júlí—ágúst. — Sýningarbíll á staðnum. FORD-umboðið Sími 22470 £ 17. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.