Alþýðublaðið - 17.07.1963, Page 7

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Page 7
Leikararnir Linda Christian og Edmund Purdom giftu sig í aprílmánuði áriff 1962. Eftir nokkurra mánaffa sambúð hljóp allt í bál og brand og þau fengu skilnaff. — Edmund er afbrýffisamur og eigingjarn, sagffi Linda og andvarpaffi. Fjórtán mánuffum eftir giftinguna tóku þau Linda og Ed- mund saman aftur. Þau hittust í Róm og nutu lífsins þar í rík- um mæli. Þau leigffu sér snoturt hús fyrir utan borgina og Iifffu í vellystingum praktuglega. — Margt í fari Edmunds finnst mér ákaflega hvimleitt, sagffi Linda fyrir skömmu á næturklúbbi einum í Rómaborg, er þau voru bæffi stödd þar. Hann er alltaf seinn. Og hann er óskaplega seinn aff borða. En þrátt fyrir þaff, elska ég hann, — ög alla hans mörgu galla. Og Linda þrýsti hönd Edmunds sfns eins og til aff gefa orffum sínum áherzlu. — Viff Edmund munum aldrei framar skilja, er þaff síff- asta sem haft er eftir Lindu Christina. Skyldi hún reynast sannspá? Áfmæli ,glæpons' í Chicago í Bandaríkjunum hélt stórglæpamaðurinn New Nardiello nýlega upp á 80 ára af- mæli. Það er mesta furða, að Nar- diello þessi skuli enn vera lifandi, því að hann hefur oft komizt í klær ; lögreglunnar fyrir alvarlega glæpi. i Á langri æfi hefur hann oftar en einu sinni sloppið naumlega við rafmagnsstólinn og skotin úr byss- um lögreglunnar. Þegar blaðamaður nokkur spurði Nardiello í tilefni áttræðisafmæl- isins, hverju hann þakkaði sitt langa líf, hafði Nardiello svarið á reiðum höndum. Hann brosti og svaraði kankvíslega: Eg á án efa líf mitt að launa skothelda vestinu mínu og duttlungum yfir- valdanna. Bann við barsmíð Allmargir þingmenn Neðri mál- stofunnar brezku hafa borið fram lagafrumvarp um að afnema lög frá sextándu öld, sem enn eru í gildi. Umrædd lög kveða á um það, að eiginmenn megi ekki berja konur sinar á milli klukkan níu að kvöldi og sex að morgni „vegna þess að liávaðinn af því kann að raska næturró íbúanna.” ■SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI- Doddi: Má ég sjá lófana á yður, herra Pétur? Pétur: Gjörðu svo vel, en segðu mér hvers vegna í ósköpunum þig langar til þess? Doddi: Ja, ég heyrði systur mína vera að hvísla því að mömmu, að þér væruö „loðinn um lófana.” Er það hér, sem laxerolían er seld, spurði drengurinn um leið og hann kom inn í apótekið. — Já, vinur. — Þið aettuð að skammast ykkar. Dóttirin í umkvörtunartón.- Jón- as þreytir mig, pabbi. Faðirinn: Það er eðlilegt, vina mín. Þú ert alltaf á hælunum á honum. ★ — Heldur þú, að nokkur veitti Shakespeare athygli, ef hann lifðí nú á tímum? — Þú getur nú rétt ímyndað þér. 400 ára gömlum manninum! ★ Móðirin: Er ég ekki oft búin að banna þér að stinga hnífnum upp í þig? Sonurinn: Eg má til, mamma. Þú sérð sjálf að gaffallinn lekur. KONUR 32 ára gamall blökkumaður í New York, myrti í síðastliðinni viku konu sína og mágkonu og særði þrjá aðira illilega. Efttr hermdarverkin ruddist hann inn í íbúð nágranna síns, batt fjöl- skylduna á höndum og fótum, — rændi 18 ára gamalli dóttur hús- bóndans og hafði á brott með sér í bifreið. Blökkumaðurinn Richard Cole- man náðist von bráðar ásamt stúlkunni, sem hann hafði rænt. Hann gaf þá skýringu á glæpum sínum, að sér og konu sinni hefði orðið sundurorða. SYNDA- MESSUR Prestur einn í Boston kveðst hafa fundið upp snjallræði til að örva kirkjusókn til sín. Á kirkju- hurðina festi hann miða með þess- um orffum: „Hér eru haldnar sérstakar mess ur fyrir syndara.” Kirkjan hans, sem venjulega hafði verið hálftóm, er nú full- setin suxmudag eftir sunnudag. í DAG eru alls 2800 menn í lögreglunni í Kaupmanna- höfn. Yfirmaður hennar er Eivind .Larsen lögreglustjóri. Undir hann heyra hinar mörgu og ólíku deildir lög- reglunnar. Á hverju ári koma um 30 þús. lagabrot — allt frá rán- morðum til reiðhjólaþjófnaða — til kasta Kaupmanna- hafnar-lögreglunnar. Lögreglan heldur um það bil 5000 manns föngnum í Kaupmannahöfn og um 7000 eru settir í gæzluvarðhald. Lögreglan í Kaupmanna- höfn er völd að því, að ár- lega eru þar greiddar sektir að upphæð 4,6 millj. danskra kr. og er þessari fjárhæð deilt niður á 48 þús. manns, sem eitt og annað hafa gert af sér. Símon varð brúðarsveinn Sjö ára gamall snáði í London, Simon Scudamvores að nafni, — hefur átt þá ósk heitásta um margra ára skeið, að verða brúð- arsveinn við brúðkaup. Eftir aff hann hafði séð brúðkaup Alexn öndru prinsessu í sjónvarpinu — héldu honum engin bönd lengur. Hann varð óður og uppvægur að fá ósk sina uppfyllta. Þess vegna greip móðir lians til þess örþrifaráðs að setja eft- eftirfarandi auglýsingu í blöðin: „Lítill drengur, sjö ára gamall, hefur um langt skeið óskað sér þess að verða brúðarsveinn viff brúðkaup án þess að sú ósk hans hafi orðið uppfyllt. Nú eru þaff eindregin tilmæli móður hans, aff þeir aðilar, er gætu liðsinnt iion- um, hafi samband við símanúm- erið ...” Og eftir að þessi auglýsing hafði hirzt, bárust Simon litla hvorki meira né minna en 50 til- boð úr ýmsum áttum! Tannburstar, sem ganga fyrit* rafmagni hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum að því er segir í Wall Street Journal. Rafmagns tannburstar þéssir eru af 35 mis~ munandi gerðum og verð þeirra er allt frá 3 til 20 dollarar. Síðastliðið ár seldust rafmagns- burstar fyrir um 28 milljónir doll- ara í Bandaríkjunum, og búizt er við því, að salan í ár verði allk að því helmingi meiri. 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.30 20.00 20.15 20.40 21.00 21.25 21.50 22.00 22.10 22.30 23.00 MIÐVIKUDAGUR 17. JULI: Morgunútvarp. Bæn. Tónl. 8.30 Fréttir. Tónl. Veðurfr. Hádegisútvarp. Tónl. 12.25 Fréttir og tilk. Við vinnuna. Tónleikar. Siðdegisútvarp. Fréttir og til. 16.30 Veðurfr. 17.00 Fréttir. Lög úr söngleikjum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfr. Fréttir. Söngvar til elskunnar minnar: George Shearing stjórnar. Vísað til vegar: Frá Ölfusárbrú til Veiðivatna. (Guðmundur Kjartansson). Einsöngur: Engel Lund syngur íslenzk þjóðlög. Alþýðumenntun, IX. erindi: Upphaf lýðháskólanna í Danmörku. (Vilhjálmur Einarsson kennari). Píanótónleikar. Horowitz leikur sónötu nr. 2 í b-moll op. 35 eftir Chopin. Upplestur: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi les frumort kvæði. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: Keisarinn í Alaska, 13. lestur. Herst. Pálsson. Næturhljómleikar: Frá tónlistarhátíðinni í Prag í maí sl. a) í riki náttúrunnar, forleikur eftir Dvorák. b) Píanókonsert eftir Petr Eben. Dagskrárlok. HIN SlÐAK ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 17. júlí 1963 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.