Alþýðublaðið - 17.07.1963, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 17.07.1963, Qupperneq 8
KLINGAR í SÓLSKINI HVEíUUM er koma sólarirmar ekki tillilökkunarefni? Hverj- ir verða ekki bjartsýnir, heil- brigðari og glað'ari við komu sólarinnar? Sólin vermir alla, en geislar hennar komast mis- jafnlega langt inn í hugar- fylgsnin. Blaðamaður Alþýðu- blaðsins fór í þessu sambandi upp á Landsspítala til að at- huga líðan sjúklinganna og á- hrif blíðviðrisins á andrúms- loftið þar. Á tröppunum, bekkjunum og í garðinum voru sjúklingar þeir, sem hafa fótavist, a'ð hrcið'ra um sig. Allir voru þeir eins fáklæddir og mögulegt var, til þess að sólargeislarnir gætu hresst líkama og sál sem bezt. Sumir voru sér til gam- ans að lesa, prjóna og spjalla saman, en flestir voru gagntekn ir af sólinni og gáfu sig ó- spart á hennar vald. Kyrrð ríkti yfir staðnum. Inni í stofunum settu sólar- geislarnir bjartan blæ á her- bergin cg andlit fólksins. Vonandi er að þessi birta og hlýja hafi góð áhrif á líðan sjúklingana. Kraftarnir til að sigrast á sjúkdómunum auk- ast. Á barnadeild ríkir gleði og kæti. Dr. Björn Júlíusson, sem er yfirlæknir á deildinni, fræð- ir okkur um að sjaldgæft sé, að börnunum leiðist. Þau þurfa fæst að liggja lengi á deildinni. Plássið er svo lítið, að það verð ur að senda þau heim eins fljótt og mögulegt er. Börnin eru þægustu sjúklingarnir. Þau gleðjast yfir öllu, sem fyr- ir þau er gert. Sólin hefur náttúrlega góð áhrif á börnin eins og alla aðra. Þau hressast oft með vor- inu og verða frísklegri. Stórar svalir eru á Landsspítalabygg- ingunni. Litlu sjúklingunum, sem eru ekki með hitasótt eða aðra sjúkdóma, er krefjast inniveru, er ekið út á þær. — Svalirnar liggja á móti suðri og skín því sólin þar mestan hluta dagsins. Skjólið er nóga mikið og varúðarráðstafanir hafa verið gerðar svo að eng- in hætta er á, að börnin geti . dottið niður. Á svölunum geía börnin sem annars staðar sýsl- að við föndur og annað, sem spítalinn hefur npp á að bjóða. Bráðlega verður barnadeild- in flutt í nýju húsakynnin. Mik- il bót er að því, þar sem nýja deildin rúmar 60 rúm en gamla 28. Svalirnar eru þó minni á henni. Væri ekki heppilegt að útbúa lystigarð á lóðinni? /s/enz/ fer uta Islenzka landsliðið í bridge held ur utan í dag til keppni í Evrópu- meistaramótinu í Baden Baden, sem hefst á föstudag. Þessir menn skipa landsliðið: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elías- son, Lárus Karlsson, Símon Simon arson, Stefán Guðjohnsen og Þor- geir Sigurðsson. Fyrirliði er Guð Jaugur Guðmundsson. Allt eru þetta traustir spilarar og komist þeir kiakklaust í gegnum tauga- áreynzlu fyrstu umferðanna má vænta góðs árangurs. 18 þjóðir taka þátt í mótinu. Ætla má að baráttan um efstu sætin verði á milli Ítalíu, Englands og Frakk- Rúmenskir styrkir Rúmensk stjórnarvöld bjóða fram þrjá styrki handa íslenzkum stúdentum til náms í Rúmeníu. Styrkirnir nema ákveðinni fjár- hæð á mánuði (lOOOlei hver), kennslugjöld eru engin og læknis- hjálp ókeypis, ef með þarf. Rúm enska menntamálaráðuneytið greið ir flugfar styrkþega frá París til Búkarest, þegar til Rúmeníu kem- ur. Auk þess greiðir ráðuneytið tvívegis flugfar styrkþega frá Búk arest til Rvíkur, þ.e. einu sinni vegna heimferðar í sumarleyfi og síðan að námslokum. Mælzt er til þess af hálfu styrkveitenda að styrkþegi komi sem fyrst til Rúm eníu, svo að þeir geti byrjað að læra rúmensku áður en háskólaár ið hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu Stjórnarráðshúsinu við Lækjar- torg fyrir 25. iúlí n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit stúdentsprófs- skírteinis svo og meðmæli. Menntamálaráðuneytið 28. júní 1963 UTLENDINGAR, sem hingað koma, gera margir ráð fyrir, að ísland sé frekar frumstætt enda þótt nú sé ekki mjög al- gengt að þeir ætli að koma hing að tii' að sjá Eskimóa. Flestir undrast, hve allt er hér ný- tízkuiegt, og hafa orð á því, að við hljótum að vaða í peningum. i'áti fiskinn kvrfilega á diskinn, taki af roðið o.s.frv. þá er eitt- hvað subbulegt við alla fram- Ieiðsluna. En eitt er það, sem þeir fyrir- fram tefja okkur liljóta að vera sérstaka snillinga í: Að mat- reiða fisk. Þeir vita, að ísland lifir á fiski, framleiðir og selur fisk, og þess vegna telja þeir, að ein- hverjir beztu fiskikokkar heims ins séu á íslandi. Sumir útlendingar vil'ja endi- lcga smakka íslenzkan fisk, og eru fljótir að velja sér ýsuna á matseðlinum. En þeir_fá bá stykkið með roðinu og beinun- um og þótt þjónninn ef til viil Má nú ekki spyrja: Hvers vegna leggja íslenzk- ir matreiðslumenn ekki metnað sinn í að búa til gómsæta og fjöfbreytta fiskrétti? Hvers vegna eru ekki einmitt fiskrétt- irnir alveg sérstaklega snyrti- lega fram bornir? Á LÍÐANDI STU HITAVEITAN er á leiðinni inn á hvert heimili. Og það er alls staðar verið að bora. Einhvern tímann var um það rætt af hálfu bæjaryfirvaldanna að hverfin mundu fá hitaveitu í þeirri röð, sem þau risu og byggðust. íbúum smáíbúðahverfisins innan við hina gömlu Sogamýra byggð, hjá Tunguvegi og inn undir Skeiðvöll finnst sumum nokkur misbrestur á þessu. Telja þeir sanngjarnt, að þeir séu ekki látnir gjalda þess að þeir eru ekki eins nærri miðri borg og hin nýja byggð í grennd við Suðurlandsbraut. inn slæmur. Þar geysast stræt- isvagnarnir um og þyrla upp slíkum mekki, að með hreinum ódæmum er. Gróðurinn í görð- unum þarna er eins og sand- blásinn. TIL BLAÐSINS hafa einnig borizt orð um að vekja athygli á því, að nauðsyn bæri til að rykbinda ýmsar götur, sem ekki hafa enn fengið þá með- höndlun. M.a. er Tunguvegur- FYRIR nokkrum dögum stóð skeggjaður róni á horninu hjá Pósthúsinu, Austurstrætismeg- in, hágrátandi með tíkall í ann arri hendinní og fimmkall í hinni og barmaði sér milli ekka- soganna yfir því, að þessi summa dygði skammt fyrir brennivíni. Þctta er aðeins eitt dæmi um það að ölvaðir menn, iRa útlítandi, stundum skrámaðir í framan, illa lyktandi og ó- styrkir á fótum, geta alls stað ar verið að þvælast fyrir venjufegu fólki. Þessi fvlPríisbragur, jafnvel um sólskinsdaga, er borginni til lítils sóma. Það er auðvitað vandalítið að sakast við lögregl'una út af þessu. Hún gerir vafalaust eins og til stendur, en einhvern veg- inn sleppa þó margir undan hennar auga. 8 17 • júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.